Erlent

Rúmenar verjast fuglaflensunni

Stjórnvöld í Rúmeníu auka nú aðgerðir til að berjast gegn útbreiðslu fuglaflensu í landinu. Engin ný smit hafa verið staðfest og breskir sérfræðingar vonast til þess að geta staðfest innan nokkurra daga hvort veiran sé sú sama og olli fuglaflensunni í Asíu. Stjórnvöld ætla ekki að bíða eftir niðurstöðunum og búast má við því að um 40 þúsund alifuglum verði slátrað í Rúmeníu á næstu dögum. Forsætisráðherra Rúmeníu, Calin Popescu Tariceanu, sagði mikilvægt að hefja varúðarráðstafiir strax þótt skaðsemi veirunnar væri enn ekki ljós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×