Erlent

Babi Yar minningarathöfn

Hundruð úkraínskra gyðinga fóru með bænir og kveiktu á kertum til að minnast þeirra þúsunda gyðinga sem nasistar drápu í seinni heimstyrjöldinni við Babi Yar gljúfrið. Aukin andúð á gyðingum í Úkraínu var meðal þess sem leiðtogar gyðinga minntust á við þetta tækifæri. 29.september árið 1941 náðu nasistar Kiev á sitt vald og hófu í kjölfarið fjöldamorð á gyðingum í gljúfrinu. Meðal þeirra sem sóttu minningarathöfnina var Debora Averbukh en hún náði að flýja áður en morðin hófust. Hún fékk bréf frá nágranna sínum skömmu seinna þar sem henni var tjáð að foreldrar hennar og frænka hefðu verið drepin. „Það var skelfilegasti dagur í mínu lífi," sagði hún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×