Óttast að 30 þúsund hafi farist 9. október 2005 00:01 Óttast er að meira en þrjátíu þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum, sem gerir hann þann mannskæðasta í manna minnum á þessu mikla jarðskjálftasvæði. Lengi framanaf degi í gær sagði talsmaður pakistanska hersins sem stýrir björgunaraðgerðum þar, að allt að tvö þúsund manns hefðu látist í kjölfar skjálftans. Sú tala hefur fimmtánfaldast á innan við sólarhring og eru flest fórnarlömbin í pakistanska hluta Kasmírhéraðs, þar sem heilu þorpin virðast hafa jafnast við jörðu. Í héraðshöfuðborginni einni, Muzaffarabad, létust ellefu þúsund. Einnig er staðfest að hátt í sex hundruð manns hafa látist í indverska hluta Kasmír, en Afganistan virðist hafa sloppið betur og þar hafa aðeins borist fregnir af fjórum dauðsföllum. Tugþúsundir eru slasaðar og ríður nú á að bjarga þeim sem enn eru á lífi úr rústum bygginga og hlúa að þeim slösuðu. Ekki eru allir íbúarnir ánægðir með hvernig til hefur tekist með neyðaraðstoð. "Okkur tókst að koma tveimur af börnum okkar út úr húsinu, tvö önnur voru inni," sagði einn íbúi í Muzafarrad. "Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á atkvæðum okkar. Við kveikjum í bílunum ef þeir koma hingað." Fjölmargar þjóðir hafa þegar lagt fram fé og hjálpargögn og boðið afnot af herþyrlum og öðrum búnaði. Tyrkneski Rauði hálfmáninn er þegar búinn að senda tvær vélar með hjúkrunarlið og hjálpargögn og bresk hjálparsveit er komin til starfa í Islamabad. "Við höfum 20 ára reynslu af að fást við svona hörmungar. Vonandi getum við hjálpað ykkur," sagði John Holland, í bresku alþjóðabjörgunarsveitunum. Meira að segja Indland, sem átt hefur í illdeilum við Pakistan í áratugi vegna Kasmírhéraðs, hefur boðið fram aðstoð sína. Alþjóða björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar bauð fram krafta sína þegar í gærmorgun, en í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að stjórnvöld í Pakistan hafi ákveðið að þiggja einungis hjálp frá þeim þjóðum, sem hafi bein stjórnmálatengsl við landið. Af þessum ástæðum muni ekki verða þörf fyrir aðstoð alþjóðasveitarinnar. Áfram verður þó fylgst með aðgerðum í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og ef forsendur breytast, verður staðan endurmetin í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur fyrir hönd Íslendinga til forseta landanna þriggja og segist vonast til að samvinna Íslendinga og Indverja á sviði rannsókna á aðdraganda meiriháttar jarðskjálfta geti í framtíðinni dregið úr hörmungum íbúanna og hættu á mannfalli. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Óttast er að meira en þrjátíu þúsund manns hafi týnt lífi í skjálftanum, sem gerir hann þann mannskæðasta í manna minnum á þessu mikla jarðskjálftasvæði. Lengi framanaf degi í gær sagði talsmaður pakistanska hersins sem stýrir björgunaraðgerðum þar, að allt að tvö þúsund manns hefðu látist í kjölfar skjálftans. Sú tala hefur fimmtánfaldast á innan við sólarhring og eru flest fórnarlömbin í pakistanska hluta Kasmírhéraðs, þar sem heilu þorpin virðast hafa jafnast við jörðu. Í héraðshöfuðborginni einni, Muzaffarabad, létust ellefu þúsund. Einnig er staðfest að hátt í sex hundruð manns hafa látist í indverska hluta Kasmír, en Afganistan virðist hafa sloppið betur og þar hafa aðeins borist fregnir af fjórum dauðsföllum. Tugþúsundir eru slasaðar og ríður nú á að bjarga þeim sem enn eru á lífi úr rústum bygginga og hlúa að þeim slösuðu. Ekki eru allir íbúarnir ánægðir með hvernig til hefur tekist með neyðaraðstoð. "Okkur tókst að koma tveimur af börnum okkar út úr húsinu, tvö önnur voru inni," sagði einn íbúi í Muzafarrad. "Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á atkvæðum okkar. Við kveikjum í bílunum ef þeir koma hingað." Fjölmargar þjóðir hafa þegar lagt fram fé og hjálpargögn og boðið afnot af herþyrlum og öðrum búnaði. Tyrkneski Rauði hálfmáninn er þegar búinn að senda tvær vélar með hjúkrunarlið og hjálpargögn og bresk hjálparsveit er komin til starfa í Islamabad. "Við höfum 20 ára reynslu af að fást við svona hörmungar. Vonandi getum við hjálpað ykkur," sagði John Holland, í bresku alþjóðabjörgunarsveitunum. Meira að segja Indland, sem átt hefur í illdeilum við Pakistan í áratugi vegna Kasmírhéraðs, hefur boðið fram aðstoð sína. Alþjóða björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar bauð fram krafta sína þegar í gærmorgun, en í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að stjórnvöld í Pakistan hafi ákveðið að þiggja einungis hjálp frá þeim þjóðum, sem hafi bein stjórnmálatengsl við landið. Af þessum ástæðum muni ekki verða þörf fyrir aðstoð alþjóðasveitarinnar. Áfram verður þó fylgst með aðgerðum í gegnum Sameinuðu þjóðirnar og ef forsendur breytast, verður staðan endurmetin í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur fyrir hönd Íslendinga til forseta landanna þriggja og segist vonast til að samvinna Íslendinga og Indverja á sviði rannsókna á aðdraganda meiriháttar jarðskjálfta geti í framtíðinni dregið úr hörmungum íbúanna og hættu á mannfalli.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira