Erlent Skýrla kynnt í öryggisráði SÞ Höfundur skýrslu Sameinuðu þjóðanna um morðið á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, mun í dag kynna skýrsluna í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Í skýrslunni er því haldið fram að hátt settir menn innan stjórnkerfis Sýrlands hafi átt aðild að morðinu. Erlent 25.10.2005 08:00 Fuglaflensa greinist aftur í Kína Fuglaflensu hefur aftur orðið vart í Kína, í þetta sinn á meðal aligæsa í Anhui-héraði í austurhluta landsins. Talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að tvö þúsund og eitt hundrað fuglar hefðu sýkst af veirunni, 550 hefðu drepist og að 45 þúsund fuglum hefði verið slátrað. Erlent 25.10.2005 07:30 Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 25.10.2005 07:15 Sex látnir eftir yfirreið Wilmu Að minnsta kosti sex manns létust þegar fellibylurinn Wilma fór yfir Flórída í gær. Wilma er nú farin aftur út á haf, en enginn fellibylur hefur valdið jafn miklu eignatjóni á Fort Lauderdale svæðinu í meira en fimmtíu ár. Erlent 25.10.2005 07:10 Íbúar Isabelu ekki í hættu Eldfjallið Sierra Negra á eynni Isabelu í Galapagos-eyjaklasanum í Kyrrahafi byrjaði að gjósa um helgina með miklum látum. Gosefni úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. Erlent 25.10.2005 06:45 Tuttugu létust Þrjár bílsprengjur voru sprengdar nánast samtímis fyrir utan hótel erlendra blaðamanna í Bagdad í gær. Í það minnsta tuttugu manns dóu í sprengingunum. Erlent 25.10.2005 06:15 Líkt og risastór hönd væri að hrista húsið Fellibylurinn Wilma fór yfir Mexíkóflóa í gær og olli íbúum Kúbu og Flórídaskaga þungum búsifjum. Einn maður lét lífið í veðurofsanum. Þá eru átta manns taldir af á Haítí. Erlent 25.10.2005 05:30 Keppast um hylli 300.000 flokkssystkina "Davíðarnir tveir" í leiðtogaslag brezka Íhaldsflokksins, David Cameron og David Davis, keppast á næstu vikum um hylli hinna 300.000 flokkssystkina sinna. Stuðningsmenn Camerons trúa honum til að geta endurnýjað flokkinn líkt og Tony Blair endurnýjaði Verkamannaflokkinn. Erlent 25.10.2005 05:00 Allt á huldu um orsakirnar Nígerísk stjórnvöld reyna nú að finna skýringar á flugslysinu um helgina þegar Boeing 737-þota Bellview Airlines fórst á leið sinni frá Lagos til höfuðborgarinnar Abuja með 117 manns innanborðs. Yfirvöld útiloka ekki að um hryðjuverk sé að ræða þótt það sé talið ólíklegt. Vonast er til að fundur svörtu kassanna svonefndu muni varpa ljósi á málið. Erlent 25.10.2005 04:15 Sýrlendingar sýni samvinnu Bandaríkin og Frakkar ætla að beita sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krefji Sýrlendinga um fulla samvinnu í rannsókninni á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, ella sæta refsiaðgerðum. Erlent 25.10.2005 03:15 Þúsundir bíða enn eftir læknishjálp Þúsundir manna í fjallahéruðum Pakistans bíða enn eftir að komast undir læknishendur, tveimur vikum eftir jarðskjálftann mikla sem varð meira en 50 þúsund manns að bana. Erlent 24.10.2005 21:28 Viðræður um myndun nýrrar stjórnar hófust í Póllandi í dag Íhaldsmaðurinn Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands. Stjórnarmyndunarviðræður hófust í dag og gert er ráð fyrir að samningar náist um myndun hægristjórnar. Erlent 24.10.2005 20:00 Að minnsta kosti tuttugu látnir Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á. Erlent 24.10.2005 19:20 Wilma fer yfir Flórída Fellibylurinn Wilma fer nú yfir Flórída í Bandaríkjunum og skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Mexíkó og á Kúbu. Þetta er áttundi fellibylurinn sem íbúar Flórída fá yfir sig á fjórtán mánuðum. Erlent 24.10.2005 18:45 Flugvél flaug á hús í Barcelona Fjórir létust þegar lítil flugvél flaug á fjögurra hæða hús í Barcelona á Spáni síðdegis. Allir sem létust voru um borð í vélinni. Erlent 24.10.2005 18:34 Uppreisnarmenn skutu flugskeytum Palestínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum frá Gaza yfir landamærin í dag. Erlent 24.10.2005 16:52 Sprengingar við hótel fréttamanna í Bagdad Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar þrjár sprengjur sprungu við tvö hótel erlendra fréttamanna í Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við Sheraton-hótelið og Palestínska-hótelið, sem standa hlið við hlið í miðri borginni. Erlent 24.10.2005 16:06 Reykingabann í Bretlandi? Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort banna eigi reykingar á öllum opinberum stöðum á Bretlandi. Erlent 24.10.2005 13:45 Kaczynski fékk 54 prósent atkvæða Endanlegar niðurstöður liggja nú fyrir í pólsku forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Eins og áður hafði verið greint frá fór Lech Kaczynski, borgarstjóri í Varsjá, með sigur af hólmi, en hann hlaut 54 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk 46 prósent. Erlent 24.10.2005 13:45 ESB leggur fram meira fé vegna hamfara Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram 80 milljónir evra, um 5,8 milljarða króna, til að aðstoða fórnalömb hamfaranna í Pakistan. Þetta var ákveðið á fundi í dag. Erlent 24.10.2005 13:20 Florida Keys á kaf? Óttast er að Flórída Keys eyjaklasinn fari á kaf þegar fellibylurinn Wilma fer þar yfir síðar í dag eða á morgun. Um allt Flórída fylki hefur verið varað við hvirfilbyljum síðan í nótt. Erlent 24.10.2005 11:31 Unglingur skotinn til bana Átján ára unglingur lést af skotsárum sínum í Birmingham í gærkvöld, en þar blossuðu upp óeirðir á milli afrískra og asískra ungmenna um helgina með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana á laugardagskvöld. Erlent 24.10.2005 10:30 Dúfur finnast dauðar í Ungverjalandi Átján dúfur fundust dauðar í bænum Szegend í Ungverjalandi, nærri landamærunum að Rúmeníu og Serbíu, um helgina en ekki hefur fengist staðfest hvort þær létust úr fuglaflensu. Frá þessu greinir MTI-fréttastöðin í Ungverjalandi. Erlent 24.10.2005 10:00 Þriðja tilfellið í Rússlandi Fuglaflensa hefur greinst á ný í evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld hafa staðfest að H5N1 stofn fuglaflensunnar hafi greinst í Tambov, fjögur hundruð kílómetra suðaustur af Moskvu. Erlent 24.10.2005 09:30 Eldgos á Galapagoseyjum Eldfjallið Sierra Negra á Galapagoseyjum byrjaði í gær að gjósa með miklum látum. Eldtungurnar úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði, en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. Erlent 24.10.2005 09:30 Danskir múslimar ævareiðir Mótmæli danskra múslima vegna birtinga skopmynda af spámanninum Múhammeð, í Jyllandsposten, í lok september hefur nú teygt sig út fyrir dönsk landamæri. Erlent 24.10.2005 09:15 Vilja refsa Sýrlendingum fyrir morðið á Hariri Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands vilja að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlendingum vegna morðsins á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 24.10.2005 09:00 Kaczynski næsti forseti landsins Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands, en þegar 91 prósent atkvæða í forsetakosningum um helgina hafa verið talin hefur hann fengið 55 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk, 45 prósent. Erlent 24.10.2005 08:45 Ísraelsher drepur háttsettan mann innan Íslamska jihad Ísraelskar hersveitir drápu háttsettan mann innan herskáu samtakanna Íslamska jihad í aðgerðum á Vesturbakkanum í dag. Frá þessu var greint í ísraelsku útvarpi. Erlent 24.10.2005 08:30 Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala. Erlent 24.10.2005 08:00 « ‹ ›
Skýrla kynnt í öryggisráði SÞ Höfundur skýrslu Sameinuðu þjóðanna um morðið á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, mun í dag kynna skýrsluna í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Í skýrslunni er því haldið fram að hátt settir menn innan stjórnkerfis Sýrlands hafi átt aðild að morðinu. Erlent 25.10.2005 08:00
Fuglaflensa greinist aftur í Kína Fuglaflensu hefur aftur orðið vart í Kína, í þetta sinn á meðal aligæsa í Anhui-héraði í austurhluta landsins. Talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að tvö þúsund og eitt hundrað fuglar hefðu sýkst af veirunni, 550 hefðu drepist og að 45 þúsund fuglum hefði verið slátrað. Erlent 25.10.2005 07:30
Íslendingar hafa stuðning norrænna ríkja í öryggisráð Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs sagði að loknum fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Þjóðmenningarhúsinu í gær að Íslendingar hafi fullan stuðning hinna norrænu ríkjanna til framboðs í öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Erlent 25.10.2005 07:15
Sex látnir eftir yfirreið Wilmu Að minnsta kosti sex manns létust þegar fellibylurinn Wilma fór yfir Flórída í gær. Wilma er nú farin aftur út á haf, en enginn fellibylur hefur valdið jafn miklu eignatjóni á Fort Lauderdale svæðinu í meira en fimmtíu ár. Erlent 25.10.2005 07:10
Íbúar Isabelu ekki í hættu Eldfjallið Sierra Negra á eynni Isabelu í Galapagos-eyjaklasanum í Kyrrahafi byrjaði að gjósa um helgina með miklum látum. Gosefni úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. Erlent 25.10.2005 06:45
Tuttugu létust Þrjár bílsprengjur voru sprengdar nánast samtímis fyrir utan hótel erlendra blaðamanna í Bagdad í gær. Í það minnsta tuttugu manns dóu í sprengingunum. Erlent 25.10.2005 06:15
Líkt og risastór hönd væri að hrista húsið Fellibylurinn Wilma fór yfir Mexíkóflóa í gær og olli íbúum Kúbu og Flórídaskaga þungum búsifjum. Einn maður lét lífið í veðurofsanum. Þá eru átta manns taldir af á Haítí. Erlent 25.10.2005 05:30
Keppast um hylli 300.000 flokkssystkina "Davíðarnir tveir" í leiðtogaslag brezka Íhaldsflokksins, David Cameron og David Davis, keppast á næstu vikum um hylli hinna 300.000 flokkssystkina sinna. Stuðningsmenn Camerons trúa honum til að geta endurnýjað flokkinn líkt og Tony Blair endurnýjaði Verkamannaflokkinn. Erlent 25.10.2005 05:00
Allt á huldu um orsakirnar Nígerísk stjórnvöld reyna nú að finna skýringar á flugslysinu um helgina þegar Boeing 737-þota Bellview Airlines fórst á leið sinni frá Lagos til höfuðborgarinnar Abuja með 117 manns innanborðs. Yfirvöld útiloka ekki að um hryðjuverk sé að ræða þótt það sé talið ólíklegt. Vonast er til að fundur svörtu kassanna svonefndu muni varpa ljósi á málið. Erlent 25.10.2005 04:15
Sýrlendingar sýni samvinnu Bandaríkin og Frakkar ætla að beita sér fyrir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krefji Sýrlendinga um fulla samvinnu í rannsókninni á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, ella sæta refsiaðgerðum. Erlent 25.10.2005 03:15
Þúsundir bíða enn eftir læknishjálp Þúsundir manna í fjallahéruðum Pakistans bíða enn eftir að komast undir læknishendur, tveimur vikum eftir jarðskjálftann mikla sem varð meira en 50 þúsund manns að bana. Erlent 24.10.2005 21:28
Viðræður um myndun nýrrar stjórnar hófust í Póllandi í dag Íhaldsmaðurinn Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands. Stjórnarmyndunarviðræður hófust í dag og gert er ráð fyrir að samningar náist um myndun hægristjórnar. Erlent 24.10.2005 20:00
Að minnsta kosti tuttugu látnir Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á. Erlent 24.10.2005 19:20
Wilma fer yfir Flórída Fellibylurinn Wilma fer nú yfir Flórída í Bandaríkjunum og skilur eftir sig slóð eyðileggingar í Mexíkó og á Kúbu. Þetta er áttundi fellibylurinn sem íbúar Flórída fá yfir sig á fjórtán mánuðum. Erlent 24.10.2005 18:45
Flugvél flaug á hús í Barcelona Fjórir létust þegar lítil flugvél flaug á fjögurra hæða hús í Barcelona á Spáni síðdegis. Allir sem létust voru um borð í vélinni. Erlent 24.10.2005 18:34
Uppreisnarmenn skutu flugskeytum Palestínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum frá Gaza yfir landamærin í dag. Erlent 24.10.2005 16:52
Sprengingar við hótel fréttamanna í Bagdad Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar þrjár sprengjur sprungu við tvö hótel erlendra fréttamanna í Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við Sheraton-hótelið og Palestínska-hótelið, sem standa hlið við hlið í miðri borginni. Erlent 24.10.2005 16:06
Reykingabann í Bretlandi? Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort banna eigi reykingar á öllum opinberum stöðum á Bretlandi. Erlent 24.10.2005 13:45
Kaczynski fékk 54 prósent atkvæða Endanlegar niðurstöður liggja nú fyrir í pólsku forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Eins og áður hafði verið greint frá fór Lech Kaczynski, borgarstjóri í Varsjá, með sigur af hólmi, en hann hlaut 54 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk 46 prósent. Erlent 24.10.2005 13:45
ESB leggur fram meira fé vegna hamfara Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram 80 milljónir evra, um 5,8 milljarða króna, til að aðstoða fórnalömb hamfaranna í Pakistan. Þetta var ákveðið á fundi í dag. Erlent 24.10.2005 13:20
Florida Keys á kaf? Óttast er að Flórída Keys eyjaklasinn fari á kaf þegar fellibylurinn Wilma fer þar yfir síðar í dag eða á morgun. Um allt Flórída fylki hefur verið varað við hvirfilbyljum síðan í nótt. Erlent 24.10.2005 11:31
Unglingur skotinn til bana Átján ára unglingur lést af skotsárum sínum í Birmingham í gærkvöld, en þar blossuðu upp óeirðir á milli afrískra og asískra ungmenna um helgina með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana á laugardagskvöld. Erlent 24.10.2005 10:30
Dúfur finnast dauðar í Ungverjalandi Átján dúfur fundust dauðar í bænum Szegend í Ungverjalandi, nærri landamærunum að Rúmeníu og Serbíu, um helgina en ekki hefur fengist staðfest hvort þær létust úr fuglaflensu. Frá þessu greinir MTI-fréttastöðin í Ungverjalandi. Erlent 24.10.2005 10:00
Þriðja tilfellið í Rússlandi Fuglaflensa hefur greinst á ný í evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld hafa staðfest að H5N1 stofn fuglaflensunnar hafi greinst í Tambov, fjögur hundruð kílómetra suðaustur af Moskvu. Erlent 24.10.2005 09:30
Eldgos á Galapagoseyjum Eldfjallið Sierra Negra á Galapagoseyjum byrjaði í gær að gjósa með miklum látum. Eldtungurnar úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði, en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. Erlent 24.10.2005 09:30
Danskir múslimar ævareiðir Mótmæli danskra múslima vegna birtinga skopmynda af spámanninum Múhammeð, í Jyllandsposten, í lok september hefur nú teygt sig út fyrir dönsk landamæri. Erlent 24.10.2005 09:15
Vilja refsa Sýrlendingum fyrir morðið á Hariri Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands vilja að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlendingum vegna morðsins á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Erlent 24.10.2005 09:00
Kaczynski næsti forseti landsins Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands, en þegar 91 prósent atkvæða í forsetakosningum um helgina hafa verið talin hefur hann fengið 55 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk, 45 prósent. Erlent 24.10.2005 08:45
Ísraelsher drepur háttsettan mann innan Íslamska jihad Ísraelskar hersveitir drápu háttsettan mann innan herskáu samtakanna Íslamska jihad í aðgerðum á Vesturbakkanum í dag. Frá þessu var greint í ísraelsku útvarpi. Erlent 24.10.2005 08:30
Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala. Erlent 24.10.2005 08:00