Erlent Óeirðir áfram víða um Frakkland Útgöngubann og hert löggæsla skiluðu tilætluðum áhrifum í París í nótt. Mikið dró úr óeirðunum í borginni, en sömu sögu er ekki að segja úr öðrum borgum landsins. Í Lyon, Toulouse, Bordeux og Amiens héldu óróaseggir uppteknum hætti og þar logaði allt í óeirðum. Erlent 9.11.2005 07:09 Frakkar setja útgöngubann Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti í gær yfir neyðarástandi svo að setja mætti útgöngubann í óeirðabæjum. Villepin forsætisráðherra segir að uppræta verði misréttið sem innflytjendur megi stöðugt þola. Erlent 9.11.2005 06:45 Kona dæmd fyrir nauðgun Kona var í gær dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Björgvin. Nauðgunin átti sér stað í byrjun þessa árs en konan sem er 24 ára var þá í samkvæmi ásamt unnusta sínum og öðrum manni á fertugsaldri. Maðurinn bar að hann hefði sofnað en vaknað aftur við að konan var að hafa við hann munnmök meðan unnustinn tók myndir. Erlent 9.11.2005 05:15 Víetnami deyr úr fuglaflensu Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest að banamein manns sem lést í lok október hafi verið fuglaflensa. Hann er sá fyrsti sem deyr af völdum veikinnar eftir að hún greindist aftur í fuglum þar í landi í haust. Erlent 9.11.2005 04:00 Weah talinn líklegri Síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu fór fram í gær þar sem áttust við Harvard- menntaður hagfræðingur og heimsþekktur knattspyrnukappi. Ellen Johnson-Sirleaf og George Weah voru hlutskörpust í fyrri umferðinni sem fram fór 11. október síðastliðinn. Erlent 9.11.2005 03:45 Sá sjóræningjann glotta við tönn Áhöfn og farþegar skemmtiferðaskipsins Seabourn Spirit komust í hann krappan úti fyrir ströndum Sómalíu um helgina þegar sjóræningjar gerðu tilraun til að ræna skipinu. "Þetta var óhugnanleg upplifun, ég get fullvissað þig um það," sagði Charles Supple, stríðshetja úr síðari heimsstyrjöldinni og einn af 160 farþegum Seabourn Spirit, í samtali við AP-fréttastofuna á mánudag, en þá lagði skipið að bryggju á Seychelleseyjum í Indlandshafi. Erlent 9.11.2005 02:34 Undirbúningur hryðjuverkaárásar var á lokastigi Ástralska lögreglan handtók sautján grunaða hryðjuverkamenn í morgun og segist með því hafa komið í veg fyrir meiri háttar hryðjuverkaárás í landinu. Undirbúningur árásarinnar á að hafa verið á lokastigi. Erlent 8.11.2005 19:47 Snarráður flutningabílstjóri Lögreglan í Kaliforníu hafði elt bílstjóra í klukkustund á I-5 hraðbrautinni og reynt allt til að fá hann til að stoppa, þegar skjótráður flutningabílstjóri ákvað að taka málið í sínar hendur. Erlent 8.11.2005 19:47 Athugasemdir við framkvæmd kosninga Það fór eins og búast mátti við í þingkosningunum í Aserbædjan um helgina. Flokkur forsetans Ilham Alievs fagnaði sigri, en alþjóðleg eftirlitsnefnd taldi margt athugavert við framkvæmd kosninganna. Erlent 8.11.2005 19:46 Fimm stjörnu hótel í Kabúl Fjórum árum eftir að talibanastjórnin var hrakin frá völdum í Afganistan opnaði fyrsta fimm stjörnu hótelið í Kabúl. Sjálfur forsetinn, Hamid Karzai, var mættur til að fagna þessum áfanga, en viðurkenndi að það væru ýmis vandamál óleyst enn. Erlent 8.11.2005 19:45 Palestínskur unglingur drepinn Palestínskur unglingur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum í bænum Nablus á Vesturbakkanum í dag. Að sögn talsmanns Ísraelshers var skotið á hóp Palestínumanna sem talið var að hafi verið að reyna að koma fyrir sprengjum í vegkanti á svæðinu. Erlent 8.11.2005 17:59 Skipuleggjendur Hróarskeldurhátíðarinnar sýknaðir af skaðabótakröfu Skipuleggjendur Hróarskeldurhátíðarinnar voru í dag sýknaði í eystri landsrétti í Danmörku og þurfa því ekki að greiða aðstandendum ein fórnarlambsins bætur, sem fórst á tónlistarhátíðinni árið 2000 Erlent 8.11.2005 17:06 Enginn möguleiki á sanngjörnum réttarhöldum Talsmaður lögmanna Saddams Husseins og samstarfsmanna hans sagði nú síðdegis að enginn möguleiki væri á sanngjörnum réttarhöldum á meðan öryggi manna væri ekki tryggt. Einn verjenda í málaferlunum gegn Saddam var skotinn til bana og annar særðist þegar skotið var á bíl þeirra í Bagdad í dag. Erlent 8.11.2005 16:15 Fujimori neitað um lausn gegn tryggingu Hæstiréttur Chile hafnaði í dag kröfu verjenda Albertos Fujimoris, fyrrverandi forseta Perús, um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu. Fujimori var handtekinn í gær skömmu eftir að hann kom til Chiles, en hann hefur verið sakaður um mannréttindabrot og spillingu í valdatíð sinni í Perú sem stóð yfir á árunum 1990-2000. Erlent 8.11.2005 15:00 Evrópuráðið hefur rannsókn á meintum leynifangelsum Evrópuráðið hóf í dag rannsókn sína á því hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, starfræki leynifangelsi í Austur-Evrópu. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá þessu í síðustu viku og sagði að þar væru meintir hryðjuverkamenn í haldi þar sem þeir væru pyntaðir til sagna. Erlent 8.11.2005 14:37 Ekki miklar breytingar á hryðjuverkafrumvarpi Breska ríkisstjórnin mun ekki gera veigamiklar breytingar á umdeildum hryðjuverkalögum sem leggja á fram á breska þinginu á morgun. Þetta segir Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands. Búist hafði verið við að ríkisstjórnin myndi leggja fram málamiðlun um frumvarp vegna harðrar andstöðu við það í öllum þingflokkum en af því verður ekki. Erlent 8.11.2005 13:45 Skotið á verjendur í málaferlum gegn Hussein Einn verjenda í málaferlunum gegn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var skotinn til bana og annar særðist þegar skotið var á bíl þeirra í Baghdad í dag. Mennirnir voru verjendur samstarfsmanna Saddam Hussein, sem ákærðir eru fyrir glæpi gegn mannkyni. Erlent 8.11.2005 13:30 Forsetakosningar í Líberíu í dag Líberíumenn ganga í dag til seinni umferðar forsetakosninga sem eru þær fyrstu síðan fjórtán ára borgarastyrjöld í landinu lauk. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda, fyrrverandi knattspyrnugoðsins George Weah, sem hlaut flest atkvæði fyrri umferð kosninganna, og Ellenar Johnson-Sirleaf, hagfræðings sem menntuð er í Harvard og sækist eftir að verða fyrsta konan í leiðtogaemætti í Afríkuríki. Erlent 8.11.2005 13:00 Pólskir tannlæknar til Svíþjóðar Eins og sagt var frá í fréttum Bylgjunnar í gær telst það orðið til kosta meðal verkamanna á Austurlandi að kunna pólsku. Í framtíðinni gæti pólskukunnátta þó komið sér vel víðar. Erlent 8.11.2005 12:45 Veita leyfi til að koma á útgöngubanni Nokkuð dró úr uppþotum í úthverfum Parísar í gærkvöld eftir að frönsk yfirvöld tilkynntu að borgar- og sveitastjórnum yrði heimilt að setja útgöngubann til að stemma stigu við óeirðunum. Nóttin var þó ekki átakalaus því víða annars staðar í Frakklandi voru bílar brenndir og ráðist gegn lögreglu. Erlent 8.11.2005 11:00 Skútsiglingamenn í vandræðum Franskir og breskir björgunarmenn reyna nú að bjarga áhöfnum þriggja skútna sem lentu í óveðri vestur af Biscaya-flóa í nótt. Skúturnar voru að taka þátt í kappsiglingu milli Frakklands og Brasilíu þegar óveðrið skall á. Hefur tveimur þeirra þegar hvolft samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins og mastrið er brotið á því þriðja. Erlent 8.11.2005 10:30 Hermenn ákærðir fyrir misþyrmingar í Írak Fimm bandarískir hermenn í Írak hafa verið ákærðir fyrir að beita fanga harðræði nýlega. Frá þessu greinir Bandaríkjaher. Fimmmenningarnir eiga að hafa kýlt og sparkað í menn sem biðu þess að verða fluttir í fangelsi í landinu í byrjun september. Erlent 8.11.2005 09:45 Maður deyr af völdum fuglaflensu í Víetnam Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest að banamein manns sem lést í lok október hafi verið fuglaflensa. Hann sá fyrsti sem deyr af völdum hennar eftir að hún greindist aftur í fuglum þar í landi í haust. Maðurinn, sem var 35 ár, dó eftir að hafa borðað kjúkling með fjölskyldu sinni en ættingjar hans hafa ekki kennt sér meins eftir átið. Erlent 8.11.2005 09:30 Viagra ekki bara stinningarlyf Þýskir vísindamenn hafa komist að því að Viagra er ekki eingöngu stinningarlyf, heldur virkar einnig á blóðrásarsjúkdóminn Raynauds. Sjúkdómurinn sem hrjáir aðallega ungar konur lýsir sér í hægri blóðrás til handa og fóta sem leiða til mikils handkulda, útbrota og skjálfta. Ekkert lyf hefur dugað á sjúkdóminn hingað til. En eftir nokkra vikna inngjöf Viagra sáust batamerki á flestum konunum. Erlent 8.11.2005 09:00 De Beers gefur frá sér eignarhald í námum De Beers demantafélagið, eitt áhrifamesta félagið á demantamarkaðinum, mun í dag láta 15 % af eignarhaldi sínu í suður-afrískum demantanámum í hendur svartra fjárfesta í landinu. Þetta mun vera ein mesta uppstokkun í hundrað og sautján ára sögu félagsins. Erlent 8.11.2005 08:55 Norsk lögreglukona sektuð Norsk lögreglukona hefur verið dæmd til að greiða 850.000 norskar krónur í sekt fyrir fjárdrátt. Fjárdrátturinn átti sér stað á margra ára tímabili án þess að nokkurn grunaði, en hin 39 ára gamla kona dró að sér fé við afhendingu vegabréfa til norskra ríkisborgara. Aftenposten sagði frá. Erlent 8.11.2005 08:52 Ákærðir fyrir stríðsglæpi Fimm grunaðir hryðjuverkamenn, sem eru í haldi í hinu bandaríska Guantanamo fangelsi á Kúbu, hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi og munu mæta fyrir herrétt. Þar með hafa níu manns, sem sitja í Guantanamo, sætt ákæru. Erlent 8.11.2005 08:15 Sveitarstjórnir fá leyfi til að koma á útgöngubanni Sveitastjórnir í Frakklandi hafa fengið leyfi til að setja á útgöngubann frá og með morgundeginum. Þetta er gert til að reyna að stemma stigu við óeirðunum sem geisað hafa síðustu tólf kvöld í úthverfum Parísar og víðar um landið. Erlent 8.11.2005 07:30 Fjárhagstjónið verður mikið Alþjóðabankinn telur að heimsframleiðslan dragist saman um 50.000 milljarða króna á ári verði fuglaflensan að heimsfaraldri. Erlent 8.11.2005 07:00 Áhyggjur af drykkju lækna Svíar hafa vaxandi áhyggjur af vímuefnavanda heilbrigðisstétta í landinu. Tilkynningum um drukkna og timbraða lækna fer fjölgandi og sama er að segja um hjúkrunarfólk. Erlent 8.11.2005 06:45 « ‹ ›
Óeirðir áfram víða um Frakkland Útgöngubann og hert löggæsla skiluðu tilætluðum áhrifum í París í nótt. Mikið dró úr óeirðunum í borginni, en sömu sögu er ekki að segja úr öðrum borgum landsins. Í Lyon, Toulouse, Bordeux og Amiens héldu óróaseggir uppteknum hætti og þar logaði allt í óeirðum. Erlent 9.11.2005 07:09
Frakkar setja útgöngubann Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti í gær yfir neyðarástandi svo að setja mætti útgöngubann í óeirðabæjum. Villepin forsætisráðherra segir að uppræta verði misréttið sem innflytjendur megi stöðugt þola. Erlent 9.11.2005 06:45
Kona dæmd fyrir nauðgun Kona var í gær dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Björgvin. Nauðgunin átti sér stað í byrjun þessa árs en konan sem er 24 ára var þá í samkvæmi ásamt unnusta sínum og öðrum manni á fertugsaldri. Maðurinn bar að hann hefði sofnað en vaknað aftur við að konan var að hafa við hann munnmök meðan unnustinn tók myndir. Erlent 9.11.2005 05:15
Víetnami deyr úr fuglaflensu Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest að banamein manns sem lést í lok október hafi verið fuglaflensa. Hann er sá fyrsti sem deyr af völdum veikinnar eftir að hún greindist aftur í fuglum þar í landi í haust. Erlent 9.11.2005 04:00
Weah talinn líklegri Síðari umferð forsetakosninganna í Líberíu fór fram í gær þar sem áttust við Harvard- menntaður hagfræðingur og heimsþekktur knattspyrnukappi. Ellen Johnson-Sirleaf og George Weah voru hlutskörpust í fyrri umferðinni sem fram fór 11. október síðastliðinn. Erlent 9.11.2005 03:45
Sá sjóræningjann glotta við tönn Áhöfn og farþegar skemmtiferðaskipsins Seabourn Spirit komust í hann krappan úti fyrir ströndum Sómalíu um helgina þegar sjóræningjar gerðu tilraun til að ræna skipinu. "Þetta var óhugnanleg upplifun, ég get fullvissað þig um það," sagði Charles Supple, stríðshetja úr síðari heimsstyrjöldinni og einn af 160 farþegum Seabourn Spirit, í samtali við AP-fréttastofuna á mánudag, en þá lagði skipið að bryggju á Seychelleseyjum í Indlandshafi. Erlent 9.11.2005 02:34
Undirbúningur hryðjuverkaárásar var á lokastigi Ástralska lögreglan handtók sautján grunaða hryðjuverkamenn í morgun og segist með því hafa komið í veg fyrir meiri háttar hryðjuverkaárás í landinu. Undirbúningur árásarinnar á að hafa verið á lokastigi. Erlent 8.11.2005 19:47
Snarráður flutningabílstjóri Lögreglan í Kaliforníu hafði elt bílstjóra í klukkustund á I-5 hraðbrautinni og reynt allt til að fá hann til að stoppa, þegar skjótráður flutningabílstjóri ákvað að taka málið í sínar hendur. Erlent 8.11.2005 19:47
Athugasemdir við framkvæmd kosninga Það fór eins og búast mátti við í þingkosningunum í Aserbædjan um helgina. Flokkur forsetans Ilham Alievs fagnaði sigri, en alþjóðleg eftirlitsnefnd taldi margt athugavert við framkvæmd kosninganna. Erlent 8.11.2005 19:46
Fimm stjörnu hótel í Kabúl Fjórum árum eftir að talibanastjórnin var hrakin frá völdum í Afganistan opnaði fyrsta fimm stjörnu hótelið í Kabúl. Sjálfur forsetinn, Hamid Karzai, var mættur til að fagna þessum áfanga, en viðurkenndi að það væru ýmis vandamál óleyst enn. Erlent 8.11.2005 19:45
Palestínskur unglingur drepinn Palestínskur unglingur var skotinn til bana af ísraelskum hermönnum í bænum Nablus á Vesturbakkanum í dag. Að sögn talsmanns Ísraelshers var skotið á hóp Palestínumanna sem talið var að hafi verið að reyna að koma fyrir sprengjum í vegkanti á svæðinu. Erlent 8.11.2005 17:59
Skipuleggjendur Hróarskeldurhátíðarinnar sýknaðir af skaðabótakröfu Skipuleggjendur Hróarskeldurhátíðarinnar voru í dag sýknaði í eystri landsrétti í Danmörku og þurfa því ekki að greiða aðstandendum ein fórnarlambsins bætur, sem fórst á tónlistarhátíðinni árið 2000 Erlent 8.11.2005 17:06
Enginn möguleiki á sanngjörnum réttarhöldum Talsmaður lögmanna Saddams Husseins og samstarfsmanna hans sagði nú síðdegis að enginn möguleiki væri á sanngjörnum réttarhöldum á meðan öryggi manna væri ekki tryggt. Einn verjenda í málaferlunum gegn Saddam var skotinn til bana og annar særðist þegar skotið var á bíl þeirra í Bagdad í dag. Erlent 8.11.2005 16:15
Fujimori neitað um lausn gegn tryggingu Hæstiréttur Chile hafnaði í dag kröfu verjenda Albertos Fujimoris, fyrrverandi forseta Perús, um að hann yrði látinn laus gegn tryggingu. Fujimori var handtekinn í gær skömmu eftir að hann kom til Chiles, en hann hefur verið sakaður um mannréttindabrot og spillingu í valdatíð sinni í Perú sem stóð yfir á árunum 1990-2000. Erlent 8.11.2005 15:00
Evrópuráðið hefur rannsókn á meintum leynifangelsum Evrópuráðið hóf í dag rannsókn sína á því hvort leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, starfræki leynifangelsi í Austur-Evrópu. Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá þessu í síðustu viku og sagði að þar væru meintir hryðjuverkamenn í haldi þar sem þeir væru pyntaðir til sagna. Erlent 8.11.2005 14:37
Ekki miklar breytingar á hryðjuverkafrumvarpi Breska ríkisstjórnin mun ekki gera veigamiklar breytingar á umdeildum hryðjuverkalögum sem leggja á fram á breska þinginu á morgun. Þetta segir Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands. Búist hafði verið við að ríkisstjórnin myndi leggja fram málamiðlun um frumvarp vegna harðrar andstöðu við það í öllum þingflokkum en af því verður ekki. Erlent 8.11.2005 13:45
Skotið á verjendur í málaferlum gegn Hussein Einn verjenda í málaferlunum gegn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var skotinn til bana og annar særðist þegar skotið var á bíl þeirra í Baghdad í dag. Mennirnir voru verjendur samstarfsmanna Saddam Hussein, sem ákærðir eru fyrir glæpi gegn mannkyni. Erlent 8.11.2005 13:30
Forsetakosningar í Líberíu í dag Líberíumenn ganga í dag til seinni umferðar forsetakosninga sem eru þær fyrstu síðan fjórtán ára borgarastyrjöld í landinu lauk. Valið stendur á milli tveggja frambjóðenda, fyrrverandi knattspyrnugoðsins George Weah, sem hlaut flest atkvæði fyrri umferð kosninganna, og Ellenar Johnson-Sirleaf, hagfræðings sem menntuð er í Harvard og sækist eftir að verða fyrsta konan í leiðtogaemætti í Afríkuríki. Erlent 8.11.2005 13:00
Pólskir tannlæknar til Svíþjóðar Eins og sagt var frá í fréttum Bylgjunnar í gær telst það orðið til kosta meðal verkamanna á Austurlandi að kunna pólsku. Í framtíðinni gæti pólskukunnátta þó komið sér vel víðar. Erlent 8.11.2005 12:45
Veita leyfi til að koma á útgöngubanni Nokkuð dró úr uppþotum í úthverfum Parísar í gærkvöld eftir að frönsk yfirvöld tilkynntu að borgar- og sveitastjórnum yrði heimilt að setja útgöngubann til að stemma stigu við óeirðunum. Nóttin var þó ekki átakalaus því víða annars staðar í Frakklandi voru bílar brenndir og ráðist gegn lögreglu. Erlent 8.11.2005 11:00
Skútsiglingamenn í vandræðum Franskir og breskir björgunarmenn reyna nú að bjarga áhöfnum þriggja skútna sem lentu í óveðri vestur af Biscaya-flóa í nótt. Skúturnar voru að taka þátt í kappsiglingu milli Frakklands og Brasilíu þegar óveðrið skall á. Hefur tveimur þeirra þegar hvolft samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins og mastrið er brotið á því þriðja. Erlent 8.11.2005 10:30
Hermenn ákærðir fyrir misþyrmingar í Írak Fimm bandarískir hermenn í Írak hafa verið ákærðir fyrir að beita fanga harðræði nýlega. Frá þessu greinir Bandaríkjaher. Fimmmenningarnir eiga að hafa kýlt og sparkað í menn sem biðu þess að verða fluttir í fangelsi í landinu í byrjun september. Erlent 8.11.2005 09:45
Maður deyr af völdum fuglaflensu í Víetnam Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest að banamein manns sem lést í lok október hafi verið fuglaflensa. Hann sá fyrsti sem deyr af völdum hennar eftir að hún greindist aftur í fuglum þar í landi í haust. Maðurinn, sem var 35 ár, dó eftir að hafa borðað kjúkling með fjölskyldu sinni en ættingjar hans hafa ekki kennt sér meins eftir átið. Erlent 8.11.2005 09:30
Viagra ekki bara stinningarlyf Þýskir vísindamenn hafa komist að því að Viagra er ekki eingöngu stinningarlyf, heldur virkar einnig á blóðrásarsjúkdóminn Raynauds. Sjúkdómurinn sem hrjáir aðallega ungar konur lýsir sér í hægri blóðrás til handa og fóta sem leiða til mikils handkulda, útbrota og skjálfta. Ekkert lyf hefur dugað á sjúkdóminn hingað til. En eftir nokkra vikna inngjöf Viagra sáust batamerki á flestum konunum. Erlent 8.11.2005 09:00
De Beers gefur frá sér eignarhald í námum De Beers demantafélagið, eitt áhrifamesta félagið á demantamarkaðinum, mun í dag láta 15 % af eignarhaldi sínu í suður-afrískum demantanámum í hendur svartra fjárfesta í landinu. Þetta mun vera ein mesta uppstokkun í hundrað og sautján ára sögu félagsins. Erlent 8.11.2005 08:55
Norsk lögreglukona sektuð Norsk lögreglukona hefur verið dæmd til að greiða 850.000 norskar krónur í sekt fyrir fjárdrátt. Fjárdrátturinn átti sér stað á margra ára tímabili án þess að nokkurn grunaði, en hin 39 ára gamla kona dró að sér fé við afhendingu vegabréfa til norskra ríkisborgara. Aftenposten sagði frá. Erlent 8.11.2005 08:52
Ákærðir fyrir stríðsglæpi Fimm grunaðir hryðjuverkamenn, sem eru í haldi í hinu bandaríska Guantanamo fangelsi á Kúbu, hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi og munu mæta fyrir herrétt. Þar með hafa níu manns, sem sitja í Guantanamo, sætt ákæru. Erlent 8.11.2005 08:15
Sveitarstjórnir fá leyfi til að koma á útgöngubanni Sveitastjórnir í Frakklandi hafa fengið leyfi til að setja á útgöngubann frá og með morgundeginum. Þetta er gert til að reyna að stemma stigu við óeirðunum sem geisað hafa síðustu tólf kvöld í úthverfum Parísar og víðar um landið. Erlent 8.11.2005 07:30
Fjárhagstjónið verður mikið Alþjóðabankinn telur að heimsframleiðslan dragist saman um 50.000 milljarða króna á ári verði fuglaflensan að heimsfaraldri. Erlent 8.11.2005 07:00
Áhyggjur af drykkju lækna Svíar hafa vaxandi áhyggjur af vímuefnavanda heilbrigðisstétta í landinu. Tilkynningum um drukkna og timbraða lækna fer fjölgandi og sama er að segja um hjúkrunarfólk. Erlent 8.11.2005 06:45