Erlent

Sveitarstjórnir fá leyfi til að koma á útgöngubanni

Slökkviliðsmenn slökkva eld í flutningabíl í Clichy La Garenne, úthvefi Parísar, í morgun.
Slökkviliðsmenn slökkva eld í flutningabíl í Clichy La Garenne, úthvefi Parísar, í morgun. MYND/AP

Sveitastjórnir í Frakklandi hafa fengið leyfi til að setja á útgöngubann frá og með morgundeginum. Þetta er gert til að reyna að stemma stigu við óeirðunum sem geisað hafa síðustu tólf kvöld í úthverfum Parísar og víðar um landið. Mun rólegra var í Frakklandi í nótt en undanfarnar nætur en óeirðarlögregla gekk um götur Parísar og virðist það hafa haft tilætluð áhrif.

Dominique de Villepin, forsetisráðherra Frakklands, tilkynnti í gær að leyfi hefði verið veitt til útgöngubanns en hann fullyrti að herinn yrði ekki kallaður út til að stöðva óeirðirnar. Bæjarstjórinn í Le Raincy, einu af úthverfum Parísar, lýsti strax í gærkvöldi yfir útgöngubanni frá og með miðnætti. Í nótt kveiktu óeirðarseggir í rútu í bænum Toulouse. Þeir stöðvuðu rútuna og skipuðu bílstjóranum og farþegum að fara út og kveiktu síðan í rútunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×