Erlent

Snarráður flutningabílstjóri

Lögreglan í Kaliforníu hafði elt bílstjóra í klukkustund á I-5 hraðbrautinni og reynt allt til að fá hann til að stoppa, þegar skjótráður flutningabílstjóri ákvað að taka málið í sínar hendur. Flóttamaðurinn reyndi að smeygja sér á milli trukkanna og stinga lögregluna af, en flutningabílstjórinn skaut þá trýninu fyrir hann og stöðvaði þar með eltingarleikinn. Bílstjórann sakaði ekki, en hann var handtekinn hið snarasta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×