Erlent

De Beers gefur frá sér eignarhald í námum

De Beers demantafélagið, eitt áhrifamesta félagið á demantamarkaðinum, mun í dag láta 15 % af eignarhaldi sínu í suður-afrískum demantanámum í hendur svartra fjárfesta í landinu. Þetta mun vera ein mesta uppstokkun í hundrað og sautján ára sögu félagsins.

Félagið er þar með að láta undan þrýstingi suður-afrískra stjórnvalda sem vilja eindregið auka efnahagslega völd svartra í landinu sem enn bera skarðan hlut frá borði í kjölfar aðskilnaðarstefnunnar. Samkvæmt stjórnvöldum skulu námafélög í landinu láta 15 % af eignum sínum í hendur hins svarta samfélags fyrir árið 2009, en 26%prósent fyrir árið 2014. Fréttin birtist í The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×