Erlent

Maður deyr af völdum fuglaflensu í Víetnam

MYND/AP

Yfirvöld í Víetnam hafa staðfest að banamein manns sem lést í lok október hafi verið fuglaflensa. Hann sá fyrsti sem deyr af völdum hennar eftir að hún greindist aftur í fuglum þar í landi í haust. Maðurinn, sem var 35 ár, dó eftir að hafa borðað kjúkling með fjölskyldu sinni en ættingjar hans hafa ekki kennt sér meins eftir átið. Frá því að fuglaflensu varð fyrst vart í Víetnam árið 2003 hafa 92 greinst með veiruna og 42 látist af hennar völdum, en sérfræðingar óttast nú að veiran stökkbreytist og fari að berast á milli manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×