Erlent

Skipuleggjendur Hróarskeldurhátíðarinnar sýknaðir af skaðabótakröfu

Skipuleggjendur Hróarskeldurhátíðarinnar voru í dag sýknaði í Eystri landsrétti í Danmörku og þurfa því ekki að greiða aðstandendum ein fórnarlambsins bætur, sem fórst á tónlistarhátíðinni árið 2000.

Skipuleggjendur Hróartskelduhátíðarinnar höfðu áður greitt foreldrum eins fórnarlambsins rúmar 650 þúsund íslenskra króna í skaðabætur. Foreldrarnir kröfðust álíka hárrar upphæðar til viðbótar því lögfræðingur foreldranna vildi kalla skipuleggjendur hátíðarinnar til ábyrgðar fyrir dauðsfalli sonar þeirra. Dómurum Eystri landsréttar þótti ljóst að skipuleggjendur hátíðarinnar hefðu með greiðslu skaðabótanna sýnt vilja til að borga bætur að eigin frumkvæði. Skaðabótakröfunni var því vísað frá. Alls fórust níu manns þegar þeir tróðust undir á tónleikum með hljómsveitinni Pearl Jam á hátíðinni árið 2000.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×