Erlent

Skotið á verjendur í málaferlum gegn Hussein

MYND/Reuters
Einn verjenda í málaferlunum gegn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var skotinn til bana og annar særðist þegar skotið var á bíl þeirra í Baghdad í dag. Mennirnir voru verjendur samstarfsmanna Saddam Hussein, sem ákærðir eru fyrir glæpi gegn mannkyni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráðist er á lögfræðinga í liði verjenda, en Saadoun al-Janabi var skotinn til bana daginn eftir að málaferlin hófust í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×