Erlent

Ákærðir fyrir stríðsglæpi

Fimm grunaðir hryðjuverkamenn, sem eru í haldi í hinu bandaríska Guantanamo fangelsi á Kúbu, hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi og munu mæta fyrir herrétt. Þar með hafa níu manns, sem sitja í Guantanamo, sætt ákæru.

Enn bíða hundruðir fanga ákæru í fangelsinu, en mörgum þeirra hefur verið haldið í yfir þrjú ár. Tveir af mönnunum fimm, sem bíða ákæru, eru frá Saudi Arabíu en hinir eru frá Alsír, Eþíópíu og Kanada. Gagnrýnt hefur verið að ekki var gefin út dagsetning fyrir herréttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×