Erlent

Fimm stjörnu hótel í Kabúl

Fjórum árum eftir að talibanastjórnin var hrakin frá völdum í Afganistan opnaði fyrsta fimm stjörnu hótelið í Kabúl. Sjálfur forsetinn, Hamid Karzai, var mættur til að fagna þessum áfanga, en viðurkenndi að það væru ýmis vandamál óleyst enn. Eins og til dæmis það að rafmagn er af skornum skammti og mannrán og sprengingar eru tíð í höfuðborginni. Ein nótt á hótelinu kostar fimmtán til sjötíu þúsund krónur - sem er heil formúga fyrir flesta Afgana, en meðalmánaðarlaun ríkisstarfsmanns eru um þrjú þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×