Erlent

Kona dæmd fyrir nauðgun

Kona var í gær dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Björgvin. Nauðgunin átti sér stað í byrjun þessa árs en konan sem er 24 ára var þá í samkvæmi ásamt unnusta sínum og öðrum manni á fertugsaldri. Maðurinn bar að hann hefði sofnað en vaknað aftur við að konan var að hafa við hann munnmök meðan unnustinn tók myndir.

Konan hélt því fram að mökin hefðu verið með fullu samþykki. Auk fangelsisvistar var konan dæmd til að greiða fórnarlambinu um 400 þúsund íslenskar krónur í miskabætur. Er þetta í fyrsta sinn sem kona er dæmd fyrir nauðgun í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×