Erlent Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar. Erlent 2.2.2006 09:30 Sprengja sprakk við bragga í Beirút Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar. Erlent 2.2.2006 09:00 Þinghúsinu á Sri Lanka lokað vegna ótta við hryðjuverk Þinghúsinu í Colombo á Srí Lanka var lokað í morgun af ótta við hryðjuverk. Leitarhundar sýndu óeðlileg viðbrögð við reglubundið eftirlit í nótt og þótti ekki á annað hættandi en að fresta fyrirhuguðum þingfundi á morgun. Erlent 2.2.2006 08:45 Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu. Erlent 2.2.2006 08:15 Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. Erlent 2.2.2006 07:30 Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. Erlent 2.2.2006 07:09 Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag. Erlent 1.2.2006 23:04 Átök á Vesturbakkanum milli landnema og Ísraelshers Átök urðu milli landnema og ísraelska hersins í Ramallah á Vesturbakka Jórdanar í dag. Landnemarnir höfðu slegið hring um byggingar sem herinn átti að rífa og köstuðu grjóti og eggjum í lögreglumenn. Erlent 1.2.2006 17:44 Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur. Erlent 1.2.2006 14:15 Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. Erlent 1.2.2006 14:00 Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. Erlent 1.2.2006 12:30 Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast. Erlent 1.2.2006 11:45 Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu. Erlent 1.2.2006 11:15 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Erlent 1.2.2006 10:45 Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 1.2.2006 10:00 Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma. Erlent 1.2.2006 10:00 Boris Jeltsín 75 ára í dag Boris Jeltsín, fyrsti leiðtogi Rússa eftir hrun Sovétríkjanna, á 75 ára afmæli í dag. En þó að leiðtoginn fyrrverandi geri sér eflaust glaðan dag, fer lítið fyrir fagnaðarlátum hjá almenningi. Meirihluti almennings kennir Jeltsin um bág kjör eftir fall Sovétríkjanna og telur valdatíð hans hafa eyðilagt efnahag landsins. Erlent 1.2.2006 09:30 Saknað eftir að brú hrundi í flóðum í Noregi Að minnsta kosti einnar manneskju er saknað eftir að bíll hafnaði úti í á þegar brú yfir hana hrundi í miklum vatnavöxtum í Syðri-Þrændarlögum í Noregi í gærkvöld. Óvíst er hversu margir voru í bílnum en leit að farþegum stóð yfir fram á nótt og hófst aftur í morgun. Erlent 1.2.2006 08:15 Íranar hóta að svara fyrir sig Ef vestræn ríki beita Írana hörðu verður þeim svarað í sömu mynt. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í gær. Eina leiðin til að ná samkomulagi um kjarnorkuþróun Írana væri að setjast að fundarborðinu. Erlent 1.2.2006 08:00 Bandaríkjamenn of háðir olíuríkjum Bandaríkjamenn eru of háðir olíuríkjum þar sem stjórnarfar er bágborið. Þetta var meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í gær. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að meiri fjármunum yrði veitt í þróun tækni sem drægi úr þörf Bandaríkjanna fyrir olíu. Erlent 1.2.2006 07:45 Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum nær engin Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum er nær engin orðin eftir deiluna um skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Dansk-sænski matvælarisinn Arla Foods hefur þegar þurft að segja upp eitt hundrað manns í Miðausturlöndum vegna dvínandi eftirspurnar. Erlent 1.2.2006 07:11 Ekkja Martins Luther King lést í dag Bandaríski mannréttindafrömuðurinn Coretta Scott King lést í dag, 78 ára að aldri. Hún var ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings, en eftir að hann var myrtur árið 1968 valdist hún sjálf í forystusveit þeirra sem börðust fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 21:58 Flóð valda miklu tjóni í Noregi Hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín í Þrándalögum í Noregi vegna mikilla flóða. Mörg hús hafa horfið í vatnsflauminn, þar af eitt sem flaut 700 metra út á haf, niður ólgandi fljót sem áður var vart meira en lækur. Vatnið hefur rifið niður brýr og vegir hafa skolast burt. Óvenjuhlýtt er í Mið-Noregi, þannig að snjór hefur bráðnað og úrhellisrigningar hafa bætt um betur. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Erlent 31.1.2006 21:45 Varnarmálaviðræður hefjast á fimmtudag Stefnt er að því að viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjist að nýju á fimmtudag í Washington. Þetta var ákveðið á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í London í dag. Erlent 31.1.2006 21:38 Danski Rauði krossinn flytur starfsmenn sína frá Miðausturlöndum Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru rýmdar nú síðdegis eftir að sprengjuhótun barst blaðinu. Nú skömmu fyrir fréttir var ákveðið að um gabb væri að ræða. Erlent 31.1.2006 20:55 Forsætisráðherra Dana harmar deiluna milli Dana og múslima Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, harmar deiluna sem komin er upp milli Dana og múslima í Danmörku. Hann leggur áherslur á að mikilvægt sé til að leysa deiluna friðsamlega og það sem fyrst. Erlent 31.1.2006 20:41 Hótunin var gabb Sprengjuhótunin sem barst Jótlandspóstinum reyndist vera gabb. Full starfsemi er hafin í húsinu að nýju en lögreglan rannsakar málið. Erlent 31.1.2006 19:14 Blóðug átök á Filippseyjum Hersveitir skutu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn til bana í smábæ á Filippseyjum í dag í blóðugustu átökum þarlendis í marga mánuði. Átök á milli stjórnarhers og sósíalískra uppreisnarmanna hafa þó staðið í nær hálfa öld á Filippseyjum. Erlent 31.1.2006 16:21 Neita kröfum Sameinuðu þjóðanna Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og ætla ekki að leggja niður vopn. Þeir krefjast þess þó að Evrópusambandið haldi áfram fjárframlögum til Palestínu. Erlent 31.1.2006 13:30 Ofsatrúarmenn í Írak hvetja til árása Hópur herskárra ofsatrúarmanna í Írak hvetur meðlimi sína til að ráðast á þá Dani og Norðmenn sem meðlimirnir mögulega ná til. Ástæðan eru skopteikningarnar af spámanninum Múhameð sem birst hafa í dagblöðum í löndunum tveimur Erlent 31.1.2006 13:15 « ‹ ›
Næringarslöngu komið fyrir í maga Sharons Læknar Ariels Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, komu í gær næringarslöngu fyrir í maga hans. Hann hefur enn ekki komist til meðvitundar síðan hann fékk alvarlegt heilablóðfall í janúar. Erlent 2.2.2006 09:30
Sprengja sprakk við bragga í Beirút Einn hermaður slasaðist þegar öflug sprengja sprakk við hermannabragga í Beirút í Líbanon í morgun. Skömmu áður en sprengjan sprakk barst viðvörun frá manni sem sagðist tala fyrir al-Qaida í Líbanon. Hann sagði að árás yrði gerð til að hefna fyrir handtökur á þrettán al-Qaida liðum í Líbanon í janúar. Erlent 2.2.2006 09:00
Þinghúsinu á Sri Lanka lokað vegna ótta við hryðjuverk Þinghúsinu í Colombo á Srí Lanka var lokað í morgun af ótta við hryðjuverk. Leitarhundar sýndu óeðlileg viðbrögð við reglubundið eftirlit í nótt og þótti ekki á annað hættandi en að fresta fyrirhuguðum þingfundi á morgun. Erlent 2.2.2006 08:45
Ritstjóri France Soir rekinn fyrir að birta teikningar Eigandi franska dagblaðsins France Soir hefur rekið ritstjóra þess fyrir að hafa birt teikningarnar af Múhameð spámanni í blaðinu í gær. Í tilkynningu segir eigandinn ákvörðunina eiga að vera skýrt merki um virðingu fyrir trú manna og sannfæringu. Erlent 2.2.2006 08:15
Úlit fyrir að máli Írana verði vísað til öryggisráðs SÞ Allt stefnir í að kjarnorkuáætlun Írana verði vísað fyrir öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna síðar í dag. Þær fimm þjóðir sem eiga fast sæti í ráðinu hafa mælst til þess að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísi málinu til öryggisráðsins á neyðarfundi sínum í dag. Erlent 2.2.2006 07:30
Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins rýmdar aftur í gær Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru aftur rýmdar í gærkvöldi vegna sprengjuhótunar. Um kvöldmatarleytið hringdi enskumælandi maður úr símaklefa og varaði við sprengingum innan klukkustundar á skrifstofum blaðsins. Erlent 2.2.2006 07:09
Hvatt til hryðjuverka gegn Norðmönnnum og Dönum Óánægja múslíma í arabaheiminum er komin á það stig að hvatt hefur verið til hryðjuverka gegn Norðmönnum og Dönum á heimasíðu íslamskra öfgasamtaka. Fánar þessara frændþjóða okkar voru víða brenndir í Miðausturlöndum í dag. Erlent 1.2.2006 23:04
Átök á Vesturbakkanum milli landnema og Ísraelshers Átök urðu milli landnema og ísraelska hersins í Ramallah á Vesturbakka Jórdanar í dag. Landnemarnir höfðu slegið hring um byggingar sem herinn átti að rífa og köstuðu grjóti og eggjum í lögreglumenn. Erlent 1.2.2006 17:44
Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur. Erlent 1.2.2006 14:15
Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana. Erlent 1.2.2006 14:00
Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi. Erlent 1.2.2006 12:30
Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast. Erlent 1.2.2006 11:45
Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu. Erlent 1.2.2006 11:15
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Erlent 1.2.2006 10:45
Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 1.2.2006 10:00
Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma. Erlent 1.2.2006 10:00
Boris Jeltsín 75 ára í dag Boris Jeltsín, fyrsti leiðtogi Rússa eftir hrun Sovétríkjanna, á 75 ára afmæli í dag. En þó að leiðtoginn fyrrverandi geri sér eflaust glaðan dag, fer lítið fyrir fagnaðarlátum hjá almenningi. Meirihluti almennings kennir Jeltsin um bág kjör eftir fall Sovétríkjanna og telur valdatíð hans hafa eyðilagt efnahag landsins. Erlent 1.2.2006 09:30
Saknað eftir að brú hrundi í flóðum í Noregi Að minnsta kosti einnar manneskju er saknað eftir að bíll hafnaði úti í á þegar brú yfir hana hrundi í miklum vatnavöxtum í Syðri-Þrændarlögum í Noregi í gærkvöld. Óvíst er hversu margir voru í bílnum en leit að farþegum stóð yfir fram á nótt og hófst aftur í morgun. Erlent 1.2.2006 08:15
Íranar hóta að svara fyrir sig Ef vestræn ríki beita Írana hörðu verður þeim svarað í sömu mynt. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í gær. Eina leiðin til að ná samkomulagi um kjarnorkuþróun Írana væri að setjast að fundarborðinu. Erlent 1.2.2006 08:00
Bandaríkjamenn of háðir olíuríkjum Bandaríkjamenn eru of háðir olíuríkjum þar sem stjórnarfar er bágborið. Þetta var meðal þess sem kom fram í stefnuræðu George Bush Bandaríkjaforseta í gær. Hann sagðist ætla að berjast fyrir því að meiri fjármunum yrði veitt í þróun tækni sem drægi úr þörf Bandaríkjanna fyrir olíu. Erlent 1.2.2006 07:45
Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum nær engin Sala á norrænum matvælum í Miðausturlöndum er nær engin orðin eftir deiluna um skopmyndir Jótlandspóstsins af Múhammeð spámanni. Dansk-sænski matvælarisinn Arla Foods hefur þegar þurft að segja upp eitt hundrað manns í Miðausturlöndum vegna dvínandi eftirspurnar. Erlent 1.2.2006 07:11
Ekkja Martins Luther King lést í dag Bandaríski mannréttindafrömuðurinn Coretta Scott King lést í dag, 78 ára að aldri. Hún var ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings, en eftir að hann var myrtur árið 1968 valdist hún sjálf í forystusveit þeirra sem börðust fyrir borgaralegum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 21:58
Flóð valda miklu tjóni í Noregi Hundruð manna hafa yfirgefið heimili sín í Þrándalögum í Noregi vegna mikilla flóða. Mörg hús hafa horfið í vatnsflauminn, þar af eitt sem flaut 700 metra út á haf, niður ólgandi fljót sem áður var vart meira en lækur. Vatnið hefur rifið niður brýr og vegir hafa skolast burt. Óvenjuhlýtt er í Mið-Noregi, þannig að snjór hefur bráðnað og úrhellisrigningar hafa bætt um betur. Engar fréttir hafa borist af mannskaða. Erlent 31.1.2006 21:45
Varnarmálaviðræður hefjast á fimmtudag Stefnt er að því að viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjist að nýju á fimmtudag í Washington. Þetta var ákveðið á fundi Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og Nick Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í London í dag. Erlent 31.1.2006 21:38
Danski Rauði krossinn flytur starfsmenn sína frá Miðausturlöndum Ritstjórnarskrifstofur Jótlandspóstsins í Kaupmannahöfn og Árósum voru rýmdar nú síðdegis eftir að sprengjuhótun barst blaðinu. Nú skömmu fyrir fréttir var ákveðið að um gabb væri að ræða. Erlent 31.1.2006 20:55
Forsætisráðherra Dana harmar deiluna milli Dana og múslima Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, harmar deiluna sem komin er upp milli Dana og múslima í Danmörku. Hann leggur áherslur á að mikilvægt sé til að leysa deiluna friðsamlega og það sem fyrst. Erlent 31.1.2006 20:41
Hótunin var gabb Sprengjuhótunin sem barst Jótlandspóstinum reyndist vera gabb. Full starfsemi er hafin í húsinu að nýju en lögreglan rannsakar málið. Erlent 31.1.2006 19:14
Blóðug átök á Filippseyjum Hersveitir skutu að minnsta kosti átján uppreisnarmenn til bana í smábæ á Filippseyjum í dag í blóðugustu átökum þarlendis í marga mánuði. Átök á milli stjórnarhers og sósíalískra uppreisnarmanna hafa þó staðið í nær hálfa öld á Filippseyjum. Erlent 31.1.2006 16:21
Neita kröfum Sameinuðu þjóðanna Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og ætla ekki að leggja niður vopn. Þeir krefjast þess þó að Evrópusambandið haldi áfram fjárframlögum til Palestínu. Erlent 31.1.2006 13:30
Ofsatrúarmenn í Írak hvetja til árása Hópur herskárra ofsatrúarmanna í Írak hvetur meðlimi sína til að ráðast á þá Dani og Norðmenn sem meðlimirnir mögulega ná til. Ástæðan eru skopteikningarnar af spámanninum Múhameð sem birst hafa í dagblöðum í löndunum tveimur Erlent 31.1.2006 13:15