Erlent

Átök á Vesturbakkanum milli landnema og Ísraelshers

MYND/AP
Átök urðu milli landnema og ísraelska hersins í Ramallah á Vesturbakka Jórdanar í dag. Landnemarnir höfðu slegið hring um byggingar sem herinn átti að rífa og köstuðu grjóti og eggjum í lögreglumenn. Lögreglan í Ísrael segir 31 lögreglumann hafa særst, þar af tvo alvarlega. Ekki kemur fram hversu margir hafi særst meðal mótmælenda.

 

 

Niðurrif landnemabyggðanna er liður í áætlunum um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Byggðirnar á herteknu svæðunum, Gaza, á vesturbakka Jórdanar og Austur-Jerúsalem eru álitnar ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum en Ísraelar hafa reynst tregir að viðurkenna það, þó þær séu byggðar án formlegs leyfis frá ísraelskum stjórnvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×