Erlent Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. Erlent 14.2.2007 13:00 Engum eldflaugum beint gegn Rússum Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu. Erlent 14.2.2007 11:31 Evrópuþingmenn rífast um fangaflug Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir. Erlent 14.2.2007 10:53 Bresk börn hafa það verst Lífsgæði barna í iðnvæddum ríkjum eru minnst í Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF sem kom út í dag. Skýrslan tekur til 40 þátta er varða lífsgæði barna í 21 iðnvæddu ríki og er fyrsta rannsókn sinnar tegundar. Erlent 14.2.2007 10:24 Skýldu sér á bak við börn Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna. Erlent 14.2.2007 10:00 Sea Shepherd halda til hafnar Tvö skip Sea Shepherd sem hafa undanfarna daga truflað hvalveiðar Japana í Suður-Íshafi hafa nú snúið aftur til hafnar. Flaggskip Greenpeace tekur nú við að trufla veiðarnar. Erlent 14.2.2007 07:58 Al Sadr flúinn til Íran Talið er að Moqtada al Sadr múslimaklerkur og einn valdamesti maður Íraks hafi nú flúið yfir til Íran. Fram kemur á fréttavef ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku að yfirmenn í bandaríska hernum staðfesti þetta. Erlent 14.2.2007 07:53 Mannskæð sprengjuárás í Íran Átján féllu í sprengjuárás á rútu í suðausturhluta Íran í morgun. Árásini var beint að rútu byltingarhermanna Íransstjórnar. Átök eru algeng á þeim slóðum sem sprengingin varð á milli öryggissveita og uppreisnarmanna. Fjórir stóðu að tilræðinu og reyndu þeir að flýja af vettvangi á mótorhjólum, þeir náðust þó áður en þeir náðu landamærum Pakistan. Einn sprengjumannana tók tilræðið upp á myndband. Erlent 14.2.2007 07:35 Indverjar deila á ameríska siði Í dag er Valentínusardagur sem er dagur blómasala, súkkulaðiframleiðenda og elskenda. Dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda hérlendis en siðurinn þykir með þeim amerískari. Dagurinn verður líka sífellt vinsælli hjá milljarðaþjóðinni Indverjum. Erlent 14.2.2007 07:21 Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis. Erlent 13.2.2007 23:38 Dauðvona maður vann milljón dollara Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður. Erlent 13.2.2007 23:13 Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður. Erlent 13.2.2007 22:44 Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak. Erlent 13.2.2007 22:31 Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra. Erlent 13.2.2007 21:49 Lifði af 3.600 metra fall Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða. Erlent 13.2.2007 21:38 Correa fær að halda stjórnarskrárþing Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa. Erlent 13.2.2007 21:08 Írakar nýta sér tæknina til að komast af Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði. Erlent 13.2.2007 20:49 Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Erlent 13.2.2007 19:45 Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi. Erlent 13.2.2007 19:30 Ætlar að deyja með reisn Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn. Erlent 13.2.2007 19:15 Hvalaverndarsinnar mættu ekki Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. Erlent 13.2.2007 19:00 Romney tilkynnir um framboð til forseta Bandaríkjanna Mitt Romney hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann er fyrsti frambjóðandi repúblikana til þess að staðfesta framboð sitt. Erlent 13.2.2007 18:24 al-Kaída að verki í Alsír Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag. Erlent 13.2.2007 16:26 Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú. Erlent 13.2.2007 16:12 Írak lokar landamærum sínum Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu. Erlent 13.2.2007 15:46 Ekki hægt að stöðva Írana Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Erlent 13.2.2007 15:17 Farþegaþota brotlenti í Moskvu Erlent 13.2.2007 14:37 Þjóðverjar sammála Putin Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð. Erlent 13.2.2007 14:33 „Íranir eru á móti þróun kjarnavopna“ Íranir eru á móti allri þróun kjarnavopna og eru alltaf tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína sem er friðsamleg. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun. Erlent 13.2.2007 12:28 Fjórir fórust í tilræðum í Alsír Minnst fjórir fórust í sprengjutilræðum við lögreglustöðvar í Alsír í morgun. Ráðist var á þrjár lögreglustöðvar. Á þessu svæði eru átök milli múslimskra skæruliða og öryggissveita algeng og síðast í desember fórust tveir í sjálfsmorðsárás. Talið er líklegt að skæruliðar hafi staðið að árásunum í morgun. Erlent 13.2.2007 11:29 « ‹ ›
Árangurslítið hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu Ekkert útlit er fyrir að árangur náist á ráðstefnu um hvalveiðar sem nú fer fram í Japan. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir vonbrigði að fjölmörg aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnuna. Erlent 14.2.2007 13:00
Engum eldflaugum beint gegn Rússum Forseti Tékklands sagði í dag að ef Tékkar tækju þátt í eldflaugavörnum Bandaríkjanna, væri þeim flaugum ekki beint gegn Rússlandi. Rússar hafa brugðist ókvæða við beiðni Bandaríkjanna um að fá að setja upp ratsjárstöðvar og eldflaugar í Tékklandi og Póllandi. Bandaríkjamenn segja að tilgangurinn sé að verjast eldflaugaárásum frá Íran og Norður-Kóreu. Erlent 14.2.2007 11:31
Evrópuþingmenn rífast um fangaflug Evrópskir þingmenn tókust á um það, í dag, hvort þeir hefðu nægar sannanir til þess að saka ríkisstjórnir landa sinna um að hafa átt samstarf við bandarísku leyniþjónustuna CIA um fangaflug til aðildarríkja Evrópusambandsins. Leyniþjónustan er sökuð um að hafa geymt meinta hryðjuverkamenn í leynifangelsum í Evrópu, og flogið með þá til landa þar sem þeir voru pyntaðir. Erlent 14.2.2007 10:53
Bresk börn hafa það verst Lífsgæði barna í iðnvæddum ríkjum eru minnst í Bretlandi. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF sem kom út í dag. Skýrslan tekur til 40 þátta er varða lífsgæði barna í 21 iðnvæddu ríki og er fyrsta rannsókn sinnar tegundar. Erlent 14.2.2007 10:24
Skýldu sér á bak við börn Uppreisnarmenn Talibana skýldu sér á bak við börn í bardögum gegn hersveitum NATO við stíflu í suðurhluta Afganistan nú í vikunni. Talibanar hafa áður skýlt sér á bak við óbreytta borgara en ekki eru þekkt dæmi þess að þeir hafi notað börn í þeim tilgangi áður. Þetta segja Afganar sem urðu vitni að átökunum við Reuters-fréttastofuna. Erlent 14.2.2007 10:00
Sea Shepherd halda til hafnar Tvö skip Sea Shepherd sem hafa undanfarna daga truflað hvalveiðar Japana í Suður-Íshafi hafa nú snúið aftur til hafnar. Flaggskip Greenpeace tekur nú við að trufla veiðarnar. Erlent 14.2.2007 07:58
Al Sadr flúinn til Íran Talið er að Moqtada al Sadr múslimaklerkur og einn valdamesti maður Íraks hafi nú flúið yfir til Íran. Fram kemur á fréttavef ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku að yfirmenn í bandaríska hernum staðfesti þetta. Erlent 14.2.2007 07:53
Mannskæð sprengjuárás í Íran Átján féllu í sprengjuárás á rútu í suðausturhluta Íran í morgun. Árásini var beint að rútu byltingarhermanna Íransstjórnar. Átök eru algeng á þeim slóðum sem sprengingin varð á milli öryggissveita og uppreisnarmanna. Fjórir stóðu að tilræðinu og reyndu þeir að flýja af vettvangi á mótorhjólum, þeir náðust þó áður en þeir náðu landamærum Pakistan. Einn sprengjumannana tók tilræðið upp á myndband. Erlent 14.2.2007 07:35
Indverjar deila á ameríska siði Í dag er Valentínusardagur sem er dagur blómasala, súkkulaðiframleiðenda og elskenda. Dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda hérlendis en siðurinn þykir með þeim amerískari. Dagurinn verður líka sífellt vinsælli hjá milljarðaþjóðinni Indverjum. Erlent 14.2.2007 07:21
Tveggja ára stúlka ætlaði ein til Egyptalands Tveggja ára stúlka sem hljóp frá foreldrum sínum á flugvelli í Þýskalandi tókst að koma sér um borð í flugvél á leið til Egyptalands. Foreldrar stúlkunnar létu vita um leið og þeir tóku eftir því að hún væri horfin en þau voru þá að fara um borð í flugvél á leið til Túnis. Erlent 13.2.2007 23:38
Dauðvona maður vann milljón dollara Wayne Schenk, 51 árs, finnst hann ekki vera mjög heppinn maður þrátt fyrir að hafa unnið milljón dollara, eða um 68 milljónir íslenskra króna, í skafmiðahappadrætti New York ríkis. Hann greindist nefnilega með banvænt krabbamein aðeins fimm vikum áður. Erlent 13.2.2007 23:13
Olíufyrirtæki borgar 13,5 milljarða í skaðabætur Hollenska olíufyrirtækið Trafigura náði í dag samkomulagi um að borga stjórnvöldum í Fílabeinsströndinni 198 milljónir dollara, eða um 13,5 milljarða íslenskra króna, vegna mengunar sem fyrirtækið varð valdur að. Þúsundir veiktust vegna mengunarinnar. Fyrirtækið sendi skip þangað til þess að losa úrgang og reyndist hann vera eitraður. Erlent 13.2.2007 22:44
Demókratar á móti fjölgun hermanna í Írak Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hófu í dag umræður um fjölgun hermanna í Írak. Þeir segja að almenningur í Bandaríkjunum hafi misst trúna á stríðið á meðan repúblikanar vara við því að grafa undan stríðinu gegn hryðjuverkum. Umræðurnar verða í þrjá daga og snúast þær um tillögu sem gagnrýnir harðlega fjölgun hermanna í Írak. Erlent 13.2.2007 22:31
Stjórnvöld í Suður-Afríku skila landi Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að herða róðurinn til þess að bæta efnahag svarta hluta þjóðarinnar. Hluti af þeim áætlunum snýst um að skila landi í eigu hvítra til svartra. Erlent 13.2.2007 21:49
Lifði af 3.600 metra fall Fallhlífastökkvari sem féll 3.600 metra til jarðar og lifði það af setti nýverið myndband af atvikinu á internetið. Á myndbandinu sést hvernig hann hrapar nær stjórnlaust til jarðar, og að því er virðist, dauða. Erlent 13.2.2007 21:38
Correa fær að halda stjórnarskrárþing Forseti Ekvador, Rafael Correa, vann í dag mikinn sigur á andstæðingum sínum í þinginu. Þingið samþykkti loks beiðni hans um að fá leyfi til þess að endurskrifa stjórnarskrá landsins. Þingið hafði ávallt verið á móti þeim hugmyndum Correa en hann hefur ekki eiginlegan þingflokk á bak við sig. Hann biðlaði þess í stað til almennings sem mótmæli afstöðu þingmanna og í dag samþykkti þingið loks tillögu Correa. Erlent 13.2.2007 21:08
Írakar nýta sér tæknina til að komast af Almenningur í Írak er farinn að nota forritið Google Earth til þess að komast hjá ofbeldi í Bagdad. Sumir hafa meira að segja sett upp vefsíður þar sem bent er á hættuleg svæði. Erlent 13.2.2007 20:49
Lausn í kjarnorkudeilu Norður-Kóreumanna Langvinnri deilu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumenn virðist nú lokið með fyrsta skrefi stjórnvalda í Pyongyang að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga. Samkvæmt nýju samkomulagi verður áætlunin lögð á hilluna í skiptum fyrir eldsneyti. Erlent 13.2.2007 19:45
Hvíldarbelgir vinsælir í Bandaríkjunum Það er ekki amalegt að geta tekið sér miðdegislúr í vinnunni til að hlaða batteríin fyrir átök síðdegisins. Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur hannað sérstaka hvíldarbelgi sem nú eru kynntir hjá hverju stórfyrirtækinu á eftir öðru þar í landi. Erlent 13.2.2007 19:30
Ætlar að deyja með reisn Þrítug bresk kona berst nú fyrir því að læknar í Bretlandi veiti henni meðferð sem mun draga hana til dauða. Hún þjáist af tveimur alvarlegum sjúkdómum og læknar segja hana ekki lifa út árið. Sjálf segist hún vilja ráða brottfarartíma sínum og deyja með reisn. Erlent 13.2.2007 19:15
Hvalaverndarsinnar mættu ekki Nær helmingur aðildarþjóða Alþjóðahvalveiðiráðsins situr ekki aukafund þess í Japan. Þar á að reyna að bæta ákvarðanatökuferli innan ráðsins. Á sama tíma harðna átök verndarsinna og japanska flotans í Suður-Íshafi. Erlent 13.2.2007 19:00
Romney tilkynnir um framboð til forseta Bandaríkjanna Mitt Romney hefur lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann er fyrsti frambjóðandi repúblikana til þess að staðfesta framboð sitt. Erlent 13.2.2007 18:24
al-Kaída að verki í Alsír Hryðjuverkahópur tengdur al-Kaída hefur lýst ábyrgð á sprengingum í Alsír í dag á hendur sér. Alls sprungu sjö sprengjur í námunda við fjórar lögreglustöðvar. Talið er að sex manns hafi látist og 13 slasast í sprengingunum. Sprengjurnar sprungu samtímis. Sjónvarpsstöðin al-JAzeera skýrði frá þessu í dag. Erlent 13.2.2007 16:26
Ólöglegir innflytjendur geta fengið kreditkort Bank of America er byrjaður að bjóða kreditkort til viðskiptavina sinna sem hafa ekki kennitölu. Undanfarin ár hafa bankar boðið reikninga og jafnvel lán til fólks sem ekki hefur kennitölu . En kreditkort hefur það ekki getað fengið fyrr en nú. Erlent 13.2.2007 16:12
Írak lokar landamærum sínum Írakar ætla að loka landamærum sínum við Sýrland og Íran til þess að reyna að koma í veg fyrir þá öldu ofbeldis sem gengið hefur yfir landið að undanförnu. Einnig á að lengja útivistarbann sem hefur ríkt í höfuðborginni á kvöldin. Báðar aðgerðirnar eru hluti af nýju skipulagi Íraka og Bandaríkjamanna sem á að binda endi á ofbeldið í landinu. Erlent 13.2.2007 15:46
Ekki hægt að stöðva Írana Íranar eiga eftir að geta auðgað nóg af úrani til þess að nota í kjarnorkusprengju og það er lítið hægt að gera til þess að koma í veg fyrir það. Þetta kemur fram í innanhússkýrslu Evrópusambandsins. Financial Times sagði frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Erlent 13.2.2007 15:17
Þjóðverjar sammála Putin Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum eru sammála Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að Bandaríkjamenn stefni að því að verða allsráðandi í heiminum. Putin lét þessi orð falla á ráðstefnu um öryggismál, í Munchen, um helgina. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir þýska sjónvarpsstöð. Erlent 13.2.2007 14:33
„Íranir eru á móti þróun kjarnavopna“ Íranir eru á móti allri þróun kjarnavopna og eru alltaf tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlun sína sem er friðsamleg. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun. Erlent 13.2.2007 12:28
Fjórir fórust í tilræðum í Alsír Minnst fjórir fórust í sprengjutilræðum við lögreglustöðvar í Alsír í morgun. Ráðist var á þrjár lögreglustöðvar. Á þessu svæði eru átök milli múslimskra skæruliða og öryggissveita algeng og síðast í desember fórust tveir í sjálfsmorðsárás. Talið er líklegt að skæruliðar hafi staðið að árásunum í morgun. Erlent 13.2.2007 11:29