Erlent

2 gíslum sleppt, 18 enn í haldi

Uppreisnarmenn Talíbana í Afganistan létu í dag tvær suður-kóreskar konur lausar úr gíslingu. 18 Suður-kóreumenn eru þó enn í haldi þeirra.

Erlent

Skákborðsmorðinginn fyrir rétt

Rússneskur fjöldamorðingi hefur verið ákærður fyrir að myrða 49 manneskjur í Moskvu. Alexander Pichushkin, ætlaði sér að merkja alla 64 reitina á skákborði með nöfnum fórnarlamba sinna og er hann því kallaður „skákborðs morðinginn“ af rússneskum fjölmiðlum. Þegar hann var handtekinn játaði hann fyrir lögreglu að hafa myrt 61 mann í Bittsa garðinum í Moskvu.

Erlent

Allt að gerast um borð í Endeavour

Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar.

Erlent

Fuglaflensa dregur konu til dauða á Balí

29 ára indónesísk kona lést úr fuglaflensu á eyjunni Balí í gær. Þetta staðfesti heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Þetta er fyrsta mannslát vegna fuglaflensuveirunnar á eyjunni. Samkvæmt yfirlýsingu frá ráðuneytinu lést konan með háan hita á sjúkrahúsi.

Erlent

Kínverskur leikfangaframleiðandi hengir sig

Forstjóri leikfangaverksmiðju í Kína hefur framið sjálfsmorð í kjölfar hneykslismáls en innkalla þurfti milljónir Fisher Price leikfanga sem framleidd voru í verksmiðjunni. Forstjórinn fannst látinn í verksmiðjunni á laugardag að því er kínverskir fjölmiðlar greina frá.

Erlent

Fimm ára gamall maraþonhlaupari pyntaður

Biranchi Das þjálfari hins fimm ára gamla indverska maraþonhlaupara Budhia Singh hefur verið ákærður fyrir að misþyrma drengnum. Das var handtekinn eftir að móðir drengsins tilkynnti að hún hefði fundið ör á syni hennar. Þjálfarinn neitar þessum ásökunum.

Erlent

Verður ekki kærður fyrir þýðingu á Harry Potter

Franskur táningspiltur, sem var handtekinn fyrir að þýða nýjustu Harry Potter bókina yfir á frönsku og birta á netinu, án tilskilinna leyfa, verður ekki kærður fyrir athæfið. Útgefandi bókarinnar í Frakklandi ákvað í samráði við höfundinn, JK Rowling, að falla frá kæra.

Erlent

Farið fram á að Marta Lovísa afsali sér titlinum

Farið er fram á það í norska blaðinu Bergens Tidende í dag að norska prinsessan Marta Lovísa afsali sér titlinum. Í blaðinu er því haldið fram að hún nýti sér titilinn og frægðina til að græða peninga, en hún hefur komið á fót skóla þar sem nemendum er kennt að tala við engla.

Erlent

Sænsk ungmenni leika sér að dauðanum

Sænsk ungmenni virðast sum hver leggja stund á það að taka hvort annað hálstaki þar til líður yfir þau. "Leikinn" taka þau upp á símana sína og setja inn á netið. Tugi slíkra myndbanda er að finna á You Tube síðunni.

Erlent

Ekki búist við miklum hátíðarhöldum á afmælisdegi Castro

Ekki er búist við hefðbundnum hátíðarhöldum í tilefni af 81 árs afmæli Fidel Castro, forseta Cúbu. Á miðnætti var flugeldum skotið á loft í höfuðborginni Havana en ekki er von á frekari viðburðum. Á síðasta afmælisdegi forsetans hélt fólk kertavökur og fór í stuðningsgöngur.

Erlent

Ótti við heilahimnubólgusmit í flugi til Danmerkur

Grunur vaknaði um að fjórtán ára dönsk stúlka sem var á leið frá Bangkok á Kastrupflugvöll í Danmörku í morgun væri með heilahimnubólgu. Farþegar um borð í SAS-vélinni fengu ekki að yfirgefa hana við komuna til Kastrup fyrr en læknar voru búnir að rannsaka stúlkuna.

Erlent

Tveimur suðurkóreskum gíslum sleppt í dag

Tveimur af gíslunum 21 frá Suður-Kóreu sem talibanar rændu fyrir rúmum þremur vikum í Afganistan verður sleppt úr haldi í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir talsmanni talibana að tvímenningarnir séu veikir og munu þeir því koma fólkinu í hendur Rauða krossins um hádegisbil að íslenskum tíma í dag.

Erlent

Sjónvarpsgláp á unga aldri

Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington.

Erlent

Rove á förum úr Hvíta húsinu

Karl Rove, einn helsti póltíski ráðhgjafi George Bush Bandaríkjaforseta ætlar að segja af sér á næstu dögum ef marka má blaðaviðtal sem birtist í dag. Þar segir Rove, sem oft hefur verið sagður einn áhrifamesti maðurinn í Hvíta húsinu nú um stundir, segir að það sé tímbært að hætta, hann verði að hugsa um hag fjölskyldu sinnar.

Erlent

Dogster og Catster

Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja.

Erlent

Prestur og kirkjugestir skotnir í messu

Prestur og tveir kirkjugestir voru skotnir til bana þegar byssumaður hóf skothríð í kirkju í Missouri fylki í Bandaríkjunum í gær. Fjöldi annarra kirkjugesta særðist í árásinni. Að sögn lögreglu sendi maðurinn öll börn út úr kirkjunni, en hélt á milli 25 og fimmtíu manns í gíslingu þegar lögreglu bar að. Eftir tíu mínútna samningaviðræður við manninn læddust lögreglumenn inn um kjallara hússins, og gafst maðurinn þá upp. Byssumaðurinn hafði deginum áður lent í útistöðum við fjölskyldu í kirkjunni og er það talið eiga þátt í árásinni.

Erlent

Þriðja tilraunin gerð til að ná til fastra námaverkamanna

Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum bora nú þriðju holuna niður í námu þar sem sex verkamenn sitja fastir. Áður höfðu þeir sent myndavélar niður í tvær holur án þess að finna nokkuð lífsmark. Ekkert hefur heyrst frá mönnunum síðan á mánudag þegar náman hrundi. Hætta þurfti leit tímabundið tvisvar í nótt vegna skjálftavirkni á svæðinu og segja björgunarmenn skilyrðin þau erfiðustu sem þeir hafi kynnst, þó þeir séu vongóðir um að mennirnir finnist á lífi.

Erlent

Umhverfisverndarsinnar mótmæla stækkun Heathrow flugvallar

Umhverfisverndarsinnar streyma nú til nágrennis Heathrow-flugvallar að mótmæla fyrirhugaðri stækkun hans. Þeir vilja vekja athygli á því að flugumferð er ein helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda. Búist er við að allt að þrjú þúsund manns taki þátt í vikulöngum mótmælunum, en um 150 manns byrjuðu í gær að reisa mótmælabúðir á svæðinu.

Erlent

Blóðugt uppgjör í Osló

Tveir menn liggja alvarlega sárir á sjúkrahúsi eftir skotárás í Osló í gærkvöldi. Að sögn Verdens gang var handleggur annars mannsins höggvinn af með samúræjasverði. Hinn fanns á nærfötunum einum klæða, með sverðið í hendi á gangi nálægt vettvangi. Þá var þriðji maðurinn fluttur á sjúkrahús eftir að keyrt var á hann, að því er talið er af árásarmönnum á flótta. Allir hinna særðu eru Tamílar frá Sri Lanka, og að sögn Asian Tribune er árásin talin tengjast uppgjöri milli tveggja arma í uppreisnarhóp Tamíl tígra.

Erlent

Skíðakerra smábarnsins

Nú er ekki lengur vandamál að fara í göngutúr með kerruna þó úti sé alltaf að snjóa. Margir foreldrar hérlendis kannast við það að brölta með barnavagninn á snjóþungum vetrum. En það þarf ekki að vera svo erfitt. Með því að smella þessum skemmtilegu skíðum undir hjól kerrunnar, er hægt að ferðast um í snjónum en líka á ströndinni.

Erlent

Kaupa land til árása á Ísrael

Hizbolla skæruliðasamtökin í Líbanon standa nú í miklum jarðakaupum í suðurhluta landsins, til þess að geta gert þaðan árásir á Ísrael. Jarðakaupin eru að hluta til fjármögnuð af Írönum sem aðstoða Hizbolla við að endurskipuleggja her sinn og vopnast til nýrra átaka. Leiðtogi Drúsa segir að Hizbolla séu að byggja sér ríki í ríkinu.

Erlent

Kristur í bílskúr

Olíublettur á bílskúrsgólfi sem þykir líkjast Jesús Kristi seldist á netinu fyrir 1.525.69 dollara. Húsmóðirin Deb Serio, sem er menntaskólakennari sagði að þeim hefði aldrei dottið í hug að lista/kraftaverkið myndi seljast hvað þá fyrir þessa upphæð.

Erlent

Heimtar pening fyrir lík herflugmanna

Þýskur bóndi neitar að leyfa breskri fjölskyldu um leyfi til þess að sækja lík ættingja úr flugvél sem var skotin niður yfir landi hans í síðari heimsstyrjöldinni. Nema fjölskyldan borgi honum tæpar 700 þúsund krónur. Ættingin var flugmaður á Lancaster sprengjuflugvél sem fór í árásarferð til Þýskalands 25. ágúst árið 1944.

Erlent

Læknar vilja byssumenn Hamas út af sjúkrahúsum

Palestinskir heilbrigðisstarfsmenn á Gaza ströndinni hófu í dag þriggja daga verkfall. Krafan er ekki hærri laun heldur að Hamas samtökin fjarlægi vopnaða vígamenn sína frá sjúkrahúsum, og leyfi læknum að starfa óáreittum. Hamas hafa handtekið lækna sem tilheyra Fatah samtökunum.

Erlent

Laun hækka og miðaverð líka

Samfara síhækkandi launum leikmanna í ensku knattspyrnunni hefur miðaverð á leikina hækkað verulega. Breskir knattspyrnuáhugamenn kvarta sáran og félögin sjálf eru að skoða málið, því þau vilja ekki að fækkun áhorfenda komi niður á stemningunni á leiknum.

Erlent

Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn undir sjávarmál

Járnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn, sjálf Hovedbanegården, verður komin undir sjávarmál innan 100 ára samkvæmt útreikningum dönsku landmælinganna. Í dag er brautarstöðin 30 sentimetrum yfir sjávarmáli. En með hlýnandi loftslagi og hækkun á yfirborði sjávar verður hún allt að 29 sentimetrum undir sjávarmáli eftir eitthundrað ár eða svo.

Erlent

Skemmdirnar á Endeavour minniháttar

Geimferðastofnun Bandaríkjanna telur skemmdirnar sem urðu á hitaskildi geimferjunnar Endeavour séu minniháttar vandamál sem líklega þarfnist ekki viðgerðar. Áhöfn ferjunnar mun þó rannsaka skemmdirnar betur í dag.

Erlent

Skjótið til að drepa -líka konur og börn

Austur-þýskir landamæraverðir höfðu skipun um að skjóta til þess að drepa ef þeir sáu fólk reyna að flýja yfir Berlínarmúrinn. Þetta hefur nú verið sannað svart á hvítu í skjali frá árinu 1973 sem fannst í skjalasafni í bænum Magdeburg í síðustu viku. Skipunin um að drepa kom frá leyniþjónustunni Stasi.

Erlent

Mótmælabúðir reistar við Heathrow flugvöll

Búist er við miklum truflunum á Heathrow flugvelli í Lundúnum frá og með þriðjudegi, vegna umhverfisverndarsinna sem eru að reisa mótmælabúðir við flugvöllinn. Mótmælendurnir eru frá margvíslegum samtökum sem hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum og vilja mótmæla nýrri flugbraut sem á að leggja á flugvellinum. Mótmælin eiga að standa í eina viku.

Erlent