Erlent

Ný tungumál væntanleg

Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson.

Erlent

Risastytta af Rocky í smábæ í Serbíu

Bæjaryfirvöld í smábæ í Norður-Serbíu hafa reist ríflega þriggja metra háa styttu af kvikmyndahetjunni Rocky Balboa í bænum í þeirri von að lífga upp á bæinn og auka hróður hans.

Erlent

Stólar sem skipta litum

Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík.

Erlent

Næsta....úr tuskunum

Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum.

Erlent

Sjíaklerkur boðar frið í Írak

Íraski sjía klerkurinn Moqtada al-Sadr segir að hann muni fagna virkari þáttöku Sameinuðu þjóðanna í Írak, ef samtökin vilji hjálpa Írökum að endurbyggja landið. Í viðtali við breska blaðið Independent segir klerkurinn að Sameinuðu þjóðirnar megi ekki verða annað andlit bandaríska hernámsins á landinu.

Erlent

Gleymdu að spenna beltin og voru handteknir

Það getur margborgað sig að spenna bílbeltin áður en keyrt er af stað og ekki þá bara með tilliti til öryggis. Að þessu komust tveir danskir þjófar í nótt. Mennirnir voru að koma úr ránsferð í bænum Hvidovre í Danmörku þegar lögreglan stöðvaði þá fyrir að vera ekki með spennt belti.

Erlent

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram í dag en búist er við Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, beri sigur úr býtum. Tyrkneska þingið kýs forsetann og geta umferðirnar orðið allt að fjórar talsins.

Erlent

Tuttugu og fimm láta lífið í rútuslysi í Pakistan

Tuttugu og fimm létu lífið og átta slösuðust þegar rúta fór útaf fjallavegi í norðurhluta Pakistans í morgun. Rútan féll niður gil og hafnaði að lokum í á sem þar rennur. Talið er að ökumaður rútunnar hafi eki of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Erlent

Dean séður utan úr geimnum

Geimfarar um borð í geimferjunni Endeavour tóku einstakar myndir af fellibylnum Dean sem hefur valdið miklum usla á eyjum á Karíbahafi undanfarna daga. Heimferð ferjunnar hefur verið flýtt um 24 klukkustundir vegna bylsins sem þessa stundina stefnir á Mexíkó.

Erlent

Hvetja landsmenn til að slökkva ljósin í hádeginu

Japönsk stjórnvöld hvetja nú landsmenn til að draga úr rafmagnsnotkun vegna skorts á rafmagni í landinu. Hefur fólk meðal annars verið hvatt til að slökkva öll ljós í hádeginu. Verulega dró úr rafmagnsframleiðslu í Japan eftir að stærsta kjarnorkuveri landsins var lokað vegna skemmda í byrjun sumars.

Erlent

Dýr dráttur

Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að.

Erlent

Um 180 námuverkamenn innlyksa eftir flóð

Kínverskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga um 180 námuverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Dælubúnaði hefur verið komið fyrir við námurnar en ekki liggur fyrir hvort mennirnir séu enn á lífi. Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði það sem af er þessu ári.

Erlent

Búast við að boðað verði til kosninga í Danmörku í vikunni

Því er nú spáð að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni í dag eða næstu daga boða til þingkosninga í landinu. Danska dagblaðið Berlingske Tidende ræðir við þrjá stjórnmálaskýrendur, þar á meðal fyrrverandi spunameistar Rasmussens, sem spá því allir að tilkynnt verði í vikunni um kosningar í landinu.

Erlent

Í mun meiri hættu

Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu.

Erlent

Rafmagnslaust í Osló

Rafmagn fór af fjórðungi Oslóborgar, höfuðborg Noregs, í morgun eftir að byggingakrani sleit háspennulínu í sundur. Öll miðborg Oslóar varð rafmagnslaus og þá féllu lestarferðir niður.

Erlent

Skotbardagi í Kristjaníu

Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú þriggja manna eftir að til skotbardaga kom í Kristjaníu í nótt. Þá sprakk handsprengja við veitingastað á svæðinu með þeim afleiðingum að hús skulfu og stór hola myndaðist í jörðinni.

Erlent

Hreyfill Boeing vélar springur í loft upp

Engan sakaði þegar hreyfill Boeing 737-800 flugvél tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Alls voru 165 manns um borð í vélinni en hún var nýlent þegar atvikið átti sér stað.

Erlent

Lögreglan í Afganistan frelsar þýskan gísl

Afganska lögreglan náði í morgun að frelsa þýska konu sem rænt var á veitingastað í Kabúl, höfuðborg landsins, í gær. Mannræningjar konunnar voru handteknir þegar lögreglan gerði húsleit á heimili í úthverfi borgarinnar.Konan, sem er starfsmaður kristilegra hjálparsamtaka, er fyrsti útlendingurinn er rænt í Kabúl í meira en tvö ár.

Erlent

Herinn tafarlaust heim

Háttsettir ráðamenn í breska hernum hafa ráðlagt Gordon Brown forsætisráðherra að kalla allt herlið Breta frá Írak tafarlaust. Herforingjarnir tjáðu Brown að herinn gæti ekkert meira gert í Suður-Írak og því væri fyrir bestu að kalla þá fimm þúsund og fimm hundruð hermenn sem þar eru heim.

Erlent

Heimsóknin talin tímamót

Heimsókn utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchners, til Íraks er talin marka tímamót í samskiptum Frakklands og Bandaríkjanna. Ráðherrann kom til Íraks í gær.

Erlent

Létust í yfirgefnum skýjakljúfi

Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar eldur kom upp í yfirgefnum skýjakljúfi rétt við Núllpunktinn svokallaða í fjármálahverfi New York-borgar. Verið var að rífa skýjakljúfinn þegar eldurinn kom upp.

Erlent

Fundu fornar sjávarköngulær

Steingervingar sem hafa að geyma fornar sjávarköngulær fundust nýverið skammt frá borginni Lyon í Frakklandi. Eru þeir taldir vera 160 milljón ára gamlir.

Erlent

Þrír handteknir fyrir nauðgun

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku á hrottafenginn hátt í bænum Linköping í Svíþjóð.

Erlent

Með öll þingsætin í landinu

Flokkur Nursultans Nazarbayevs, forseta Kasakstan, fékk öll þingsætin í þingkosningunum samkvæmt útgönguspám. Kosningarnar voru haldnar á laugardaginn. Enginn annar flokkur fékk þau sjö prósent sem til þarf til að fá þingsæti.

Erlent

Átta látnir í fellibylnum

Fellibylurinn Dean hefur farið yfir Karíbahafið síðustu daga. Tjón er talið nema hundruðum milljónum dollara. Ferðamenn og íbúar hafa verið fluttir þúsundum saman í varúðarskyni. Fer yfir Mexíkó í dag.

Erlent

Loka fyrir útsendingar BBC

Rússnesk yfirvöld lokuðu fyrir útsendingar BBC World Service á FM-tíðni í Rússlandi á föstudag. BBC getur enn þá sent út á langbylgju og á netinu í landinu. Flestir þeirra Rússa sem fylgjast með daglegri dagskrá BBC hlusta á stöðina á FM-tíðni. The Sunday Times greindi frá.

Erlent

Maradona hatar Bandaríkin

Argentínska fótboltastjarnan Diego Maradona var í dag gestur í vikulegum sjónvarpsþætti Hugo Chavez, hins litríka en umdeilda, forseta Venesúela. Í þættinum sagðist Maradona hata bandaríkin af öllum sínum mætti.

Erlent

Hillary gerir sér grein fyrir óvinsældum sínum

Hillary Clinton, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsetafrú, viðurkenndi í dag að mörgum kjósendum væri illa við sig. Hún segir ástæðuna vera áralangar árásir Repúblikana í sinn garð.

Erlent