Erlent

Thorning-Schmidt vill komast að

Jafnaðarmenn í Danmörku vilja taka aftur skattalækkanir og byggja upp velferðarkerfið. Jafnaðarmenn hafa verið sex ár í stjórnarandstöðu og leggja mikla áherslu á að komast í stjórn.

Erlent

500 handteknir

Yfirvöld í Pakista hafa handtekið hátt í 500 manns eftir að neyðarlög voru sett þar í gær - þar á meðal stjórnarandstæðinga og fulltrúa hjálparsamtaka. Forsætisráðherra Pakistans segir neyðarlög gilda eins lengi og þurfa þyki og þingkosningum frestað um ár.

Erlent

Sarkozy á leið heim

Sjö Evrópubúar sem látnir voru lausir í Tjad í dag yfirgáfu landið fyrir stundu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar.

Erlent

Hermönnum skilað

Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. Óvíst er hvort það dugar til að koma í veg fyrir innrás Tyrkja í Norður-Írak.

Erlent

Þingkosningum frestað

Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun.

Erlent

Sarkozy er farinn til Tjad

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hélt í morgun af stað til Afríkuríkisins Tjad til að semja um lausn sautján Evrópubúa sem eru þar í haldi - sakaðir um tilraun til að ræna fjölda barna þaðan.

Erlent

Stjórnarandstæðingar handteknir í Pakistan

Fjölmargir stjórnarandstæðingar í Pakistan hafa verið handteknir í gær og í nótt eftir að Pervez Musharraf, forseti, tók sér alræðisvald um leið og neyðarlög voru sett í landinu í gær.

Erlent

Segir Musharraf vilja seinka kosningum

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sagði í dag að hún héldi að með því að setja neyðarlög í landinu vilji Pervez Musharraf vilja seinka kosningum í að minnsta kosti tvö ár.

Erlent

Verstu flóð í hálfa öld

Nærri milljón íbúar í Tabasco-héraði í Suður-Mexíkó hafa misst heimili sín í einhverjum mestu flóðum í landinu í hálfa öld. Um 80% héraðsins eru undir vatni. Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina.

Erlent

Neyðarlög í Pakistan

Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum.

Erlent

Bandarískt sjónvarp í óvissu

Framtíð margra þekktustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna er í óvissu eftir að bandlag handritshöfunda í Hollywood samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls á mánudag. Viðræður samningsaðila hafa siglt í strand og ólíklegt talið að verkfalli verði forðað.

Erlent

Mills missir sig

Fyrirsætan fyrrverandi Heather Mills óttast um líf sitt og segist fá verri umfjöllun í fjölmiðlum en barnaníðingar. Mills stendur í ljótum skilnaði við Bítilinn Paul McCartney og hefur hafið sjarmasókn í sjónvarpi beggja vegna Atlantshafsins.

Erlent

Kjarnorkusérfræðingar í Norður-Kóreu

Bandarískir kjarnorkusérfræðingar skoða í dag kjarnakljúfinn í Yongbyon í Norður-Kóreu. Þeirra verk verður að rífa hann og hefjast þeir handa við það á mánudaginn. Það er stórt skref fyrir ráðamenn í Pyongyang - sem hafa heitið því að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna.

Erlent

Ráðist gegn PKK

Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja.

Erlent

Heitir stuðningi við íbúa í Tabasco héraði

Felipe Calderon, forseti Mexíkó, hefur heitið ríflegum opinberum stuðningi til íbúa í Tabaskó-héraði þar sem einhver verstu flóð Mexíkó í hálfa öld hafa hrifsað heimili af rúmlega átta hundruð þúsund manns. Áttatíu prósent þessa olíuhéraðs eru undir vatni.

Erlent

Handritshöfundar ætla í verkfall

Samtök handritshöfunda í Hollywood tilkynntu í kvöld að þeir hyggist leggja niður vinnu sína frá og með næstkomandi mánudegi. Höfundarnir krefjast þess að fá stærri hlut af sölu á DVD diskum.

Erlent

Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka

Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun.

Erlent

Metnir sem lífshættulegir bílar

Toyota Hilux pallbílar eru lífshættulegir að mati sænsks bílablaðs. Bifreiðin fer nærri því að velta í ökuprófi. Samskonar próf olli vandræðum fyrir A-bíl Mercedez Benz fyrir áratug.

Erlent

Fallni tamílaleiðtoginn hitti marga Íslendinga

Tamílaleiðtoginn sem Bjarni Vestmann heilsaði á Sri Lanka á dögunum var einn af þeim Tamílum sem Norðmaðurinn Erik Solheim átti mest samskipti við þegar hann var að reyna að koma á friði í landinu.

Erlent

Nei ráðherra

Ráðherra í breska innanríkisráðuneytinu var í dag sektaður um 100 sterlingspund, rúmar 12000 krónur fyrir að tala í farsíma undir stýri.

Erlent

Áfall fyrir friðarumleitanir á Sri Lanka

Fráfall Thamilselvan, leiðtoga stjórnmálaarms Tamil tígra á Sri Lanka, er áfall fyrir friðarumleitanir á svæðinu að sögn fyrrverandi talsmanns vopnahléseftirlitsins þar. Hann segir nánast öruggt að hefndaraðgerðir fylgi í kjölfarið.

Erlent