Erlent

Japanir koma sér upp eldflaugavarnakerfi

Japönum hefur í fyrsta sinn tekist að skjóta niður langdræga eldflaug á flugi en þeir hafa verið að koma sér upp eldflaugavarnakerfi sem ætlað er að verja landið árásum frá nágrönnum þeirra.

Erlent

Fidel ýjar að afsögn

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu hefur í fyrsta skipti gefið til kynna að hyggist setjast í helgan stein á næstunni. Bréf frá Castro var lesið í vinsælum sjónvarpsþætti í landinu í gær og þar sagði Castro það vera skyldu sína að sitja ekki of lengi að völdum og að betra væri að hleypa yngri mönnum að.

Erlent

Pútín reiðubúinn í forsætisráðherrastólinn

Valdímír Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag myndu setjast í stól forsætisráðherra ef náinn samstarfsmaður hans, Dmitrí Medvedev, fyrsti varaforsætisráðherra landsins, yrði kjörinn forseti í kosningum í mars á næsta ári.

Erlent

Reynt að mynda bráðabirgðastjórn í Belgíu

Albert Belgíukonungur hefur beðið Guy Verhofstadt um að mynda bráðabirgðastjórn til þess að binda enda á stjórnarkreppu sem verið hefur í landinu síðan þingkosningar fóru fram þar í júní síðastliðnum.

Erlent

Kengúra endaði ævina í hákarlskjafti

Kengúra týndi lífinu í Ástralíu á dögunum á heldur óvenjulegan hátt. Kengúran var á strönd í suðurhluta landsins og hoppaði hún út í brimið og lagðist til sunds. Þá skipti engum togum að stærðar hákarl réðst á dýrið og drap samstundis. Þetta þykja nokkur tíðindi í Ástralíu því afar fátítt er að kengúrur fáist til að koma nálægt sjónum hvað þá að þær stökkvi sjálfviljugar út í.

Erlent

Snekkja Saddams til sölu

Lystisnekkja Saddams Hussein er nú til sölu fyrir rífa tvo milljarða króna. Undanfarin ár hefur skipið legið í höfn í Frakklandi.

Erlent

María og Jósef fá fría gistingu yfir jólin

Hótelkeðjan Travelodge í Bretlandi hefur ákveðið að bjóða öllum pörum sem bera skírnarnöfnin María og Jósef fría gistingu yfir jólin. Um 30 Maríur og Jósefar hafa þegar skráð sig til leiks en Hótelkeðjan segist með þessu vera að bera í bætifláka fyrir hóteliðnaðinn sem stóð sig ekki í stykkinu fyrir 2007 árum þegar María og Jósef komu alls staðar að lokuðum dyrum í Betlehem.

Erlent

Rússar láta Írana fá kjarnorkueldsneyti

Rússar hafa afhent Írönum fyrstu sendinguna af kjarnorkueldsneyti sem ætlað er að knýja raforkuver í landinu. Eldsneytið var afhent um helgina og segjast Rússar hafa skriflegt loforð frá Írönum um að þeir lofi að nota eldsneytið aðeins til raforkuframleiðslu en ekki til þróunar kjarnavopna.

Erlent

Milljónir Múslima streyma til Mekka

Milljónir múslima hafa nú safnast saman í Mekka í Sádí Arabíu fyrir árlega trúarathöfn í borginni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur lýst því yfir að öryggisvarsla verði stórhert í borginni en búist er við því að tvær og hálf milljón manna muni fara frá Mekka að Arafatfjalli þar sem athöfnin nær hámarki á þriðjudag.

Erlent

Lieberman styður McCain

Bandarsíski öldungardeildarþingmaðurinn Joe Lieberman hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem býður sig fram í embætti forseta fyrir hönd Repúblikana. Lieberman var Demókrati þegar hann var kjörinn í öldungardeildina en segist nú vera sjálfstæður.

Erlent

Bandaríkjamenn gáfu ekki heimild til loftárása

Bandaríkjamenn hafa neitað því að hafa gefið Tyrkjum leyfi til loftárása á búðir Kúrískra uppreisnarmanna í Írak. Bandaríska Sendiráðið í Bagdad sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að herforingjar bandaríkjahers í Írak hafi ekki lagt blessun sína yfir loftárásirnar sem framkvæmdar voru í gær.

Erlent

Sprenging við dómshús á Spáni

Engan sakaði þegar sprengja sprakk fyrir utan dómshús í norðurhluta Spánar í morgun. Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en lögreglunni barst viðvörun um sprengjuna um þrjátíu mínútum áður en hún sprakk.

Erlent

Vona að jólaveinninn komi með Madeleine

Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Maddie McCann, sem hvarf sporlaust í Portúgal í maí, hafa upplýst um jólaóskir yngri systkina hennar. Þau óska þess að jólaveinninn komi með systur þeirra fyrir jólin.

Erlent

Leynileg ástarbréf Díönu

Díana prinsessa þakkaði elskhuga sínum Dodi Al Fayed fyrir frábært frí í einlægum ástarbréfum sem voru gerð opinber í fyrsta skipti í gær.

Erlent