Erlent

Obama spáð sögulegum ósigri

Það er algengt í Bandaríkjunum að ríkjandi flokkur tapi þingsætum og ríkisstjórastólum í þingkosningunum sem haldnar eru á miðju fyrra kjörtímabili forsetans.

Erlent

Atvinnuleysi mælist 7,5 prósent

Atvinnuleysi mælist nú 7,5 prósent í Þýskalandi, sem merkir að rúm 3,1 milljón manna er þar án atvinnu, samkvæmt upplýsingum hagstofu Evrópusambandsins.

Erlent

Sjónir manna beinast að Nevada

Skoðanakannanir í Bandaríkjunum spá demókrötum ekki góðum árangri í þingkosninunum, sem haldnar verða í dag. Þeir hafa haft öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins, en nú virðist ætla að verða breyting þar á.

Erlent

Thatcher snýr heim af spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sneri aftur heim til sín af spítala í dag. Samkvæmt frásögn Daily Telegraph virtist Thatcher vera veikluleg þegar að hún sást við heimili sitt þar sem hún brosti og veifaði til almennings.

Erlent

Repúblikanar sigra líklegast í fulltrúadeildinni

Repúblikanar munu ná meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum sem fram fara á morgun, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Reuters/Ipsos. Um 50% kjósenda sögðu að þeir myndu kjósa fulltrúa Repúblikanaflokksins en 44% sögðust gera ráð fyrir að kjósa frambjóðanda úr röðum Demókrata.

Erlent

Hrekkjavaka í Hvíta húsinu

Bandarísku forsetahjónin tóku á móti miklum fjölda skrautlegra klædda barna í tilefni af hrekkjavökunni í gær. Börnin voru úr nálægum skólum.

Erlent

Snekkja Saddams komin heim

Einkasnekkja Saddams Hussein kom til hafnar í borginni Basra í Írak í dag. Snekkjan hefur verið í Frakklandi síðustu tvö árin, en frönsk yfirvöld lögðu hald á hana þegar hún kom til Nice á Miðjarðarhafsströnd landsins í lok janúar árið 2008.

Erlent

Obama sagður ólöglegur innflytjandi

Um 25 prósent bandarísku þjóðarinnar trúa því að Barack Obama sé ekki bandarískur ríkisborgari. Það sé því brot á stjórnarskránni að hann skuli vera forseti.

Erlent

Áfengi sagt skaðlegra en kókaín

Því er haldið fram í grein í breska læknablaðinu Lancet að ef litið sé á heildarmyndina sé áfengi skaðlegra fyrir þjóðfélagið en heróín, kókaín og önnur eiturlyf.

Erlent

Tugir féllu í árás á kirkju í Bagdad

Tugir manna féllu og margir eru særðir eftir að íraskar öryggissveitir og bandarískir hermenn réðust inn í kirkju í miðborg Bagdað í gærkvöldi þar sem um 120 manns voru í gíslingu vopnaðra manna . A.m.k. 13 gíslum tókst að flýja áður en ráðist var inn í kirkjuna.

Erlent

Fyrsta konan kjörin forseti Brasilíu

Dilma Rousseff var kosin forseti Brasilíu um helgina með 55% atkvæða. Dilma er fyrsta konan sem kosin er forseti landsins en hún tekur við stöðunni af Luiz da Silva.

Erlent

Átti til að rjúka upp á fundum

„Hann er ljúfur í viðkynningu en hneigist til að berja í borð og öskra á fundum,“ segir um nasistaforingjann Adolf Hitler í breskum leyniskjölum, sem nú hafa verið gerð opinber. Í skjölunum er að finna frásögn nítján ára austurrísks liðhlaupa, sem breskir hermenn yfirheyrðu.

Erlent

Fjarlægðu líffæri að nauðsynjalausu

Átta ítalskir læknar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar eftir að hafa framkvæmt yfir 80 aðgerðir á sjúklingum sínum algerlega að nauðsynjalausu. Læknarnir fjarlægðu meðal annars líffæri úr sjúklingunum til að fá greiðslur frá heilbrigðisyfirvöldum.

Erlent

Missir fyrir öll Ameríkuríkin

Leiðtogar Suður-Ameríkuríkja og þúsundir manna vottuðu Nestor Kirchner, fyrrverandi forseta Argentínu, virðingu sína fyrir helgina. Kirchner lést úr hjartaáfalli á miðvikudag einungis sextugur að aldri. Kista hans var látin standa uppi í forsetahöllinni í Argentínu.

Erlent

Repúblikanar sigurstranglegir

Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 37 sæti í öldungadeildinni. Kannanir hafa bent til þess í allt haust að demókratar muni tapa meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en halda naumum meirihluta í öldungadeildinni.

Erlent

Wammen vinsæll hjá Sósíaldemókrötum

Nicolai Wammen, borgarstjóri í Árósum, nýtur mests stuðnings sem næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir danska blaðið Politiken og sjónvarpsstöðina TV 2.

Erlent

Tuttugu og tveir særðust í Istanbul

Tuttugu og tveir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Istanbúl, í Tyrklandi, í morgun. Sprengjan sprakk skammt frá sveit óeirðalögreglumanna sem voru í viðbragðsstöðu vegna mótmælaaðgerða.

Erlent

Frönsk farþegaflugvél lenti í Bagdad

Frönsk farþegaflugvél lenti á Bagdad flugvelli í Írak í morgun en það er í fyrsta skipti frá því fyrir stríðið í Írak sem flugvél frá vestrænu flugfélagi lendir í Bagdad.

Erlent