Erlent

Vopnaðir menn rændu flugvél á alþjóðaflugvelli í Hondúras

Fimm vopnaðir menn réðust inn á herbækistöð við La Mesa alþjóðaflugvöllinn í Hondúras í gær og stálu þar flugvél sem yfirvöld í Hondúras lögðu hald á í fyrra þegar ráðist var til atlögu við fíkniefnasmyglara.

Fimmmenningarnir yfirbugðu þrjá verði við bækistöðina, brutust inn í flugskýli, komu flugvélinni í gang og flugu á braut í henni. Síðan hefur ekkert spurst til flugvélarinnar né mannanna fimm.

Ráðherra öryggismála í Hondúras segir að þarna hafi atvinnumenn verið á ferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×