Erlent

Thatcher snýr heim af spítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margaret Tatcher sneri heim af spítala í dag. Mynd/ afp.
Margaret Tatcher sneri heim af spítala í dag. Mynd/ afp.
Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sneri aftur heim til sín af spítala í dag. Samkvæmt frásögn Daily Telegraph virtist Thatcher vera veikluleg þegar að hún sást við heimili sitt þar sem hún brosti og veifaði til almennings.

Thatcer hefur verið inniliggjandi á spítala í vesturhluta Lundúna síðustu tvær vikur eftir að hafa fengið flensu. Talsmaður hennar segir að hún sé hins vegar orðin heil heilsu núna.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sendi Thatcher hlýjar kveðjur í dag. Hann vill finna nýja dagsetningu til að fagna 85 ára afmæli Thatcer en hún varð að fresta afmælisveislu vegna veikinda sinna.

Margaret Thatcher var á dögunum kjörin áhrifaríkasta kona í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×