Erlent

Sagðir hafa lagt á ráðin um að myrða Karzai

Afganska leyniþjónustan segist hafa handtekið sex menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða Hamid Karzai forseta landsins. Hinir handteknu eru sagðir meðlimir í öfgasamtökunum Haqqani sem á síðustu mánuðum hafa myrt marga hátt setta Afgana. Í síðasta mánuði var fyrrverandi forseti landsins, Burhanuddin Rabbani, myrtur af manni sem talinn er hafa tilheyrt samtökunum en þau starfa jafnt í Afganistan og í Pakistan og eru tengd Talibönum nánum böndum.

Erlent

Taj Mahal að hruni komið

Fjölsóttasti ferðamannastaður Indlands, grafhýsið Taj Mahal, er við það að hrynja til grunna að sögn sérfræðinga. Átak hefur veri sett í gang til þess að reyna að afla fjármuna til þess að bjarga byggingunni sem Mógúllinn Shah Jahan byggði til minningar um konu sína sem lést af barnsförum fyrir rúmum 350 árum. Undirstöður byggingarinnar eru úr tréi sem farið er að rotna og nú er svo komið að sprungur eru farnar að myndast í marmaraveggina.

Erlent

Óttast um óbreytta borgara í Sirte

Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem fastir eru í borginni Sirte í Líbíu en þar gera uppreisnarmenn nú lokatlögu að stuðningsmönnum Múammars Gaddafí fyrrverandi leiðtoga. Rafmagnslaust hefur verið í borginni svo dögum skiptir og er kominn upp vatnsskortur auk þess sem lyf eru af skornum skammti.

Erlent

Pútín vill stofna Evrasíubandalag

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, lagði til í blaðagrein í gær að stofnað yrði nýtt Evrasíusamband, bandalag fyrrverandi Sovétlýðvelda sem gæti keppt við Evrópusambandið, Bandaríkin og Asíuríki á alþjóðavettvangi.

Erlent

Amanda Knox komin heim

Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra.

Erlent

Ein fórst í þyrluslysinu í New York

Ein kona fórst og tveir aðrir eru alvarlega slasaðir eftir að þyrla hrapaði í Austurá sem rennur í gegnum New York borg í Bandaríkjunum. Vitni hafa lýst því hvernig þyrlan, sem er í einkaeigu og af geðinni Bell 206, snérist stjórnlaust stuttu eftir flugtak og hrapaði síðan í ánna. Talið er að þyrlan hafi verið á hvolfi þegar hún skall á vatnsfletinum. Óljóst er enn hvað olli slysinu en um borð voru fjórir farþegar auk flugmanns.

Erlent

Herinn handtók lögreglumenn í Mexíkó

Mexíkanski herinn hefur handtekið átján lögreglumenn í Veracruz héraði sem grunaðir eru um að hafa unnið með eiturlyfjahringnum sem kallar sig Zeturnar. Mennirnir voru handteknir í viðamikilli aðgerð og á sama stað voru níu strokufangar handsamaðir sem flúið höfðu fangelsi í nágrenninu á dögunum. Yfirvöld segja að á einum hinna handteknu hafi fundist listi yfir alla þá lögreglumenn sem væru á launum hjá klíkunni. Mexíkönsk stjórnvöld hafa í auknum mæli gripið til þess ráðs að liðsmenn hersins og flotans til þess að berjast við klíkurnar sem öllu ráða í landinu.

Erlent

Allsherjarverkfall í Grikklandi

Sólarhringsverkfall hófst í morgun í Grikklandi þar sem landsmenn mótmæla kröftuglega niðurskurðartillögum ríkisstjórnarinnar. Skólum hefur verið lokað sem og spítölum og lamast almenningssamgöngur að mestu leyti.

Erlent

Kínverjar og Rússar beittu neitunarvaldinu

Kínverjar og Rússar beittu í nótt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og komu í veg fyrir að ályktun þar sem framkoma stjórnvalda í Sýrlandi gagnvart þegnum sínum er gagnrýnd.

Erlent

Fjölskylda hinnar myrtu í áfalli

Amanda Knox hélt heim til Bandaríkjanna í gær frá Ítalíu, þar sem hún var á mánudag sýknuð af morðákæru eftir að hafa dvalist fjögur ár í fangelsi.

Erlent

Ladbrokes setja Dylan í 2. sæti

Nóbelsverðlaunin í flokki bókmennta verða afhent fimmtudaginn næstkomandi. Talið er líklegt að skáldið Adonis hljóti verðlaunin að þessu sinni.

Erlent

Skorað í markalausu jafntefli

Það var lítið skorað í leik Bayern Munich og Hoffenheim nú á laugardaginn en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Markaskorturinn hafði þó lítil áhrif á ungt par sem neitaði því hreinlega að engin myndi skora á meðan leik stóð.

Erlent

Sílikonið bjargaði lífi

Það er ekki á hverjum degi sem það getur bjargað mannslífi að vera með brjóstin stútfull af sílikoni. En það gerðist í Moskvu, höfuðborgar Rússlands, á dögunum.

Erlent

Pútín vill sameina Austur-Evrópu

Í grein sem Vladimir Pútín, núverandi forsætisráðherra Rússlands, birti í blaðinu Izvestia fyrir stuttu sagðist hann vilja setja á laggirnar nýtt heimsveldi sem gæti skákað bæði Sameinuðu Þjóðunum og Bandaríkjunum.

Erlent

Tugir féllu í sjálfsmorðsárás í Mogadishu

Að minnsta kosti 70 fórust í öflugri sjálfsmorðssprengjuárás í Mogadisthu höfuðborg Sómalíu í dag. Vitni segja að stórum vörubíl hlöðnum sprengiefni hafi verið ekið að hliði stjórnarbyggingar í miðborginni þar sem hann sprakk í loft upp. Talsmaður hreyfingar Íslamista í landinu, al-Shabab hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér. Þetta er viðamesta árás al-Shabab á borgina frá því liðsmenn hreyfingarinnar fóru frá henni í ágúst. Björgunarfólk á staðnum segir að 40 hið minnsta liggi sárir eftir sprenginguna.

Erlent

Dalai Lama fékk ekki vegabréfsáritun

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Suður Afríku en þangað ætlaði hann að fara í boði Desmonds Tutu erkibiskups en þeir félagar eiga það sameiginlegt að hafa báðir fengið Friðarverðlaun Nóbels.

Erlent

Felldu birnu sem grunuð er um að drepa tvo

Yfirvöld í Yellowstone þjóðgarðinum hafa fellt 120 kílóa birnu sem drap göngugarp á svæðinu í júlí síðastliðinn. Birnunni hafði verið þyrmt eftir drápið á manninum þar sem skógarverðirnir sögðu að hún hefði aðeins verið að vernda ungviði sitt, tvo litla húna.

Erlent

Sómalskir sjóræningjar í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum

Tveir menn frá Sómalíu hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir hlutdeild sína í sjóráni undan ströndum Afríku í febrúar á þessu ári. Mennirnir voru hluti af hópi sjóræningja sem réðst um borð í skútu og myrti alla áhafnarmeðlimina fjóra, sem allir voru bandarískir. Bandarískir sjóliðar stöðvuðu síðan skútuna og handtóku hluta ræningjanna. Búist er við að fleiri verði dæmdir á næstunni.

Erlent

Þrettán skotnir til bana í Pakistan

Þrettán létust þegar skæruliðar hófu skothríð á langferðabifreið fyrir utan borgina Quetta í Pakistan í nótt. Allir hinna látnu eru Shía múslímar, flestir kaupmenn á leið á markað fyrir utan borgarmörkin. Átta aðrir slösuðust í árásinni. Lögreglan segir að byssumennirnir hafi stöðvað bílinn, farið um borð og hafið skothríðina. Á svæðinu hafa átök á milli Shía og Súnnía verið tíð í gegnum árin og brutust út óeirðir í borginni eftir að fréttist af þessari síðustu árás.

Erlent

Byltingarmenn nálgast Sirte

Bardagamenn byltingarhersins í Líbíu nálgast nú eitt af síðustu vígjum Gaddafis, fyrrum einræðisherra landsins. Nú fyrir stuttu hertóku byltingarmennirnir smábæinn Qasr Abu Hadi, en það er talinn vera fæðingarstaður Gaddafis. Qasr Abu Hadi hefur legið í eyði í mörg ár en bærinn er steinsnar frá Sirte þar sem stuðningsmenn Gaddafis hafa vígbúist og kljást nú við byltingarmenn í jaðri bæjarins.

Erlent

Obama beið ósigur í Fulltrúadeildinni

Barack Obama tókst ekki að koma atvinnufrumvarpi sínu í gegnum fulltrúadeild Bandaríkjanna í dag. Frumvarpið var ætlað til að skapa störf í Bandaríkjunum. Hefði frumvarpið verið samþykkt í heild sinni hefði það þýtt tæplega 450 milljarða dollara innspýtingu í Bandarískan iðnað.

Erlent

Chris Christie tekur ákvörðun í vikunni

Innanhúsmenn á skrifstofu Repúblikanans Chris Christie segja að hann muni gefa út yfirlýsingu varðandi hugsanlegt framboð til forsetaembættis Bandaríkjanna í þessari viku. Þrýst hefur verið á Christie, sem nú er fylkisstjóri New jersey, til að bjóða sig fram.

Erlent

Rhapsody kaupir Napster, Yahoo! og ABC í samstarf

Yahoo! og ABC fréttastofan í Bandaríkjunum hafa tekið saman höndum. Þetta var tilkynnt í morgunþættinum Good Morning America fyrr í dag. Stjórnendur leitarvélarinnar og fréttamiðilsins sögðust stefna að því að verða stærsti stafræna fréttasía í heimi. Þeir tóku einnig fram að ekki væri um samruna að ræða - einungis samstarf.

Erlent

Mótmælendahópar spretta upp víða í Bandaríkjunum

Mótmælendur í Bandaríkjunum segja fjöldahandtökurnar um helgina vera einungis til þess gerðar að efla baráttuanda þeirra. Mótmælendahóparnir hafa komið sér fyrir í almenningsgörðum og á gangstéttum. Mótmælin beinast gegn Wall Street og er barist gegn græðgi fjármálastofnanna.

Erlent