Erlent Birtu myndir af líki Whitney Houston - aðdáendur æfir Bandaríska slúðurblaðið the National Enquirer hefur gert aðdáendur poppstjörnunnar Whitney Houston vægast sagt brjálaða en í nýjasta tölublaðinu er mynd af líki söngkonunnar á forsíðu. Á myndinni sést Whitney í líkkistu sinni en talið er að hún hafi verið tekin þegar nánasta fjölskylda hennar fékk að líta hana augum í hinsta sinn. Ekki er vitað hver tók myndina. Erlent 24.2.2012 15:20 Einmana dauði í Japan Lögreglan í Japan fann þrjú lík í íbúðarhúsnæði í borginni Saitama fyrr vikunni. Fundurinn er sagður tengjast honum svokölluðu "einmana dauðsföllum“ sem verða sífellt algengari í Japan. Erlent 24.2.2012 13:18 Hollenski prinsinn í dauðadái Talið er að Hollenski prinsinn Johan Friso eigi aldrei eftir að vakna úr dái eftir að hann lenti í snjóflóði í Austurríki í síðustu viku. Erlent 24.2.2012 12:19 al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á voðaverkum í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á hrynu sprengju- og skotárása í Írak í gær. Alls létust 55 manns í árásunum en þær áttu sér stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima. Erlent 24.2.2012 11:38 Dóttir Viktoríu krónprinsessu komin með nafn Viktoría, krónprinsessa Svía, og Daníel eiginmaður hennar hafa gefið nýfæddri dóttur sinni nafn. Prinsessan mun heita Estelle Silvia Ewa Mary, eftir því sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í morgun. Viktoría ól stúlkubarnið á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gærmorgun og héldu þau strax til Haga-hallarinnar síðar um daginn. Gamlir og nýir stjórnmálaforingjar hafa óskað Viktoríu og Daníel til hamingju á Facebook og Twitter. Erlent 24.2.2012 11:01 Upprættu smyglhring sem smyglaði nashyrningahornum Lögreglan í Bandaríkjunum hefur upprætt smyglhring sem sérhæfði sig í að smygla nashyrningahornum milli landa. Erlent 24.2.2012 06:50 Fjölskylda Whitney Houston óttast grafræningja Fjölskylda söngkonunnar Whitney Houston hefur ráðið öryggisverði allan sólarhringinn til að vakta gröf Houston í New Jersey vegna ótta um að grafræningjar muni láta þar geipar sópa. Erlent 24.2.2012 06:41 Kofi Annan á að miðla málum í Sýrlandi Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur verið skipaðir sérstakur erindreki Arababandalagsins í Sýrlandi. Erlent 24.2.2012 06:33 Ný prinsessa fædd í Svíþjóð Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessutertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu. Erlent 24.2.2012 01:00 Krafa um að Sýrlandsforseti fallist á vopnahlé Franska fréttakonan Edith Bouvier, sem særðist í sprengjuárás í borginni Homs á miðvikudag, óskar eftir því að frönsk stjórnvöld aðstoði sig við að komast úr landi. Erlent 24.2.2012 00:30 Viðurkennir siðleysi sitt fúslega Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Erlent 24.2.2012 00:15 Hrófla ekki við Obama Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna. Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor. Erlent 24.2.2012 00:00 Tólf ára gamall og snýr baki við krabbameinsmeðferðum Tólf ára gamall piltur í Bandaríkjunum hefur tekið mikilvægustu ákvörðun lífs síns. Hann ætlar að hætta krabbameinsmeðferðinni og eyða síðustu vikum sínum með fjölskyldunni. Erlent 23.2.2012 23:30 Flaug á klettabrún á 190 km hraða og lifði af Bandarískur ofurhugi hefur birt ótrúlegt myndband af því þegar hann flaug á klettabrún á 190 kílómetra hraða. Erlent 23.2.2012 23:00 Magnaðar myndir af eyðileggingu brúar í Ohio Ótrúlegar myndir náðust af því þegar hengibrú var sprengd í loft upp í Ohio í Bandaríkjunum. Brúin hafði staðið í 83 ár en féll á 9 sekúndum. Erlent 23.2.2012 22:30 Læknar lýstu skurðaðgerð á Twitter Skurðlæknar í Houston í Bandaríkjunum brutu blað í sögu læknisvísinda þegar hjartaskurðagerð var lýst í beinni útsendingu á samskiptasíðunni Twitter. Erlent 23.2.2012 22:00 J.K. Rowling undirbýr nýja skáldsögu Rithöfundurinn J.K. Rowling, sem gerði garðinn frægan með skáldsögunum um Harry Potter, vinnur nú að nýrri bók. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bókinni en hún verður ætluð eldri lesendum. Erlent 23.2.2012 20:30 Neydd til þess að hlaupa til dauða fyrir að stela sælgæti frá ömmu Stjúpmóðir og amma níu ára gamallar stúlku í Alabama ríki í Bandaríkjunum hafa verið kærðar fyrir að valda dauða stúlkunnar. Hún var neydd til þess að hlaupa stanslaust í þrjá tíma sem varð til þess að hún féll niður, fékk flog og lést nokkrum dögum síðar á spítala. Talið er að dánarmein stúlkunnar sé ofþornun. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Erlent 23.2.2012 20:26 Gekk berserksgang í breska þinghúsinu Eric Joyce, þingmaður breska verkamannaflokksins, hefur verið leystur frá störfum eftir að hann var handtekinn í kjölfar slagsmála í breska þinghúsinu. Erlent 23.2.2012 17:05 Obama biðst afsökunar á Kóran-brennu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur beðið afgönsku þjóðina afsökunar eftir að bandarískir hermenn brenndu nokkur eintök af Kóraninum. Erlent 23.2.2012 15:16 Bíll sprengdur í loft upp með fjarstýringu - tólf fórust Tólf fórust og yfir þrjátíu særðust þegar að bílsprengja sprakk í grennd við strætóstoppistöð í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Um tíu bílar skemmdust í árásinni en samkvæmt yfirvöldum var sprengjan sprengd með fjarstýringu úr góðri fjarlægð. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Erlent 23.2.2012 14:04 Tveggja daga þjóðarsorg í Argentínu Forseti Argentínu lýsti í morgun yfir tveggja daga þjóðarsorg í landinu eftir hörmulegt lestarslys í höfuðborginni Buenos Aires í gær. Fimmtíu manns fórust í slysinu og á sjöunda hundrað manna slösuðust. Erlent 23.2.2012 13:46 Mannskæðar sprengjuárásir í Írak Að minnsta kosti 50 eru látnir eftir hrynu sprengju- og skotárása í Írak. Árásirnar áttu sér flestar stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima. Erlent 23.2.2012 13:05 Fiseindir ferðast ekki hraðar en ljósið Vísindamenn telja að gallaður ljósleiðari hafi orsakað niðurstöður sem bentu til að fiseindir ferðuðust hraðar en ljós. Hefðu niðurstöðurnar verið réttar hefði þetta verið merkilegasta vísindauppgötvun síðustu áratuga. Erlent 23.2.2012 12:45 Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Erlent 23.2.2012 12:26 Strauss-Kahn laus úr haldi lögreglunnar Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var látinn laus úr haldi frönsku lögreglunnar í borginni Lille í gærkvöldi. Erlent 23.2.2012 07:42 Sacha Cohen bannað að koma á Óskarsverðlaunahátíðina Ákveðið hefur verið að banna breska gamanleikaranum Sacha Cohen að vera með á Óskarverðlaunahátíðinni í næsta mánuði þótt að myndin Hugo sem hann leikur aðalhlutverk í sé tilnefnd til nokkurra verðlauna. Erlent 23.2.2012 07:37 Ný prinsessa fædd í Svíþjóð Victoria Svíaprinsessa fæddi sitt fyrsta barn í morgun. Um er að ræða fallega og velskapaða prinsessu en hinn stolti faðir, Daniel prins, tilkynnti um fæðinguna fyrir nokkrum mínútum. Hann segir að dóttirin sé falleg og velsköpuð. Hún vó 13 merkur og var 51 sentimetri á lengd. Erlent 23.2.2012 07:21 Hótunarbréf með hvítu dufti send bandarískum þingmönnum Bréf með hvítu dufti voru send til þriggja þingmanna á Bandaríkjaþingi og til fjölda fjölmiðla í Bandaríkjunum í gær. Erlent 23.2.2012 07:08 Sarkozy sækir í sig veðrið í kosningabaráttunni Nýjustu skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti sé að sækja í sig veðrið fyrir fyrri umferð forsetakosninganna í apríl. Erlent 23.2.2012 06:58 « ‹ ›
Birtu myndir af líki Whitney Houston - aðdáendur æfir Bandaríska slúðurblaðið the National Enquirer hefur gert aðdáendur poppstjörnunnar Whitney Houston vægast sagt brjálaða en í nýjasta tölublaðinu er mynd af líki söngkonunnar á forsíðu. Á myndinni sést Whitney í líkkistu sinni en talið er að hún hafi verið tekin þegar nánasta fjölskylda hennar fékk að líta hana augum í hinsta sinn. Ekki er vitað hver tók myndina. Erlent 24.2.2012 15:20
Einmana dauði í Japan Lögreglan í Japan fann þrjú lík í íbúðarhúsnæði í borginni Saitama fyrr vikunni. Fundurinn er sagður tengjast honum svokölluðu "einmana dauðsföllum“ sem verða sífellt algengari í Japan. Erlent 24.2.2012 13:18
Hollenski prinsinn í dauðadái Talið er að Hollenski prinsinn Johan Friso eigi aldrei eftir að vakna úr dái eftir að hann lenti í snjóflóði í Austurríki í síðustu viku. Erlent 24.2.2012 12:19
al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á voðaverkum í Írak Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á hrynu sprengju- og skotárása í Írak í gær. Alls létust 55 manns í árásunum en þær áttu sér stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima. Erlent 24.2.2012 11:38
Dóttir Viktoríu krónprinsessu komin með nafn Viktoría, krónprinsessa Svía, og Daníel eiginmaður hennar hafa gefið nýfæddri dóttur sinni nafn. Prinsessan mun heita Estelle Silvia Ewa Mary, eftir því sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í morgun. Viktoría ól stúlkubarnið á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gærmorgun og héldu þau strax til Haga-hallarinnar síðar um daginn. Gamlir og nýir stjórnmálaforingjar hafa óskað Viktoríu og Daníel til hamingju á Facebook og Twitter. Erlent 24.2.2012 11:01
Upprættu smyglhring sem smyglaði nashyrningahornum Lögreglan í Bandaríkjunum hefur upprætt smyglhring sem sérhæfði sig í að smygla nashyrningahornum milli landa. Erlent 24.2.2012 06:50
Fjölskylda Whitney Houston óttast grafræningja Fjölskylda söngkonunnar Whitney Houston hefur ráðið öryggisverði allan sólarhringinn til að vakta gröf Houston í New Jersey vegna ótta um að grafræningjar muni láta þar geipar sópa. Erlent 24.2.2012 06:41
Kofi Annan á að miðla málum í Sýrlandi Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur verið skipaðir sérstakur erindreki Arababandalagsins í Sýrlandi. Erlent 24.2.2012 06:33
Ný prinsessa fædd í Svíþjóð Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessutertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu. Erlent 24.2.2012 01:00
Krafa um að Sýrlandsforseti fallist á vopnahlé Franska fréttakonan Edith Bouvier, sem særðist í sprengjuárás í borginni Homs á miðvikudag, óskar eftir því að frönsk stjórnvöld aðstoði sig við að komast úr landi. Erlent 24.2.2012 00:30
Viðurkennir siðleysi sitt fúslega Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Erlent 24.2.2012 00:15
Hrófla ekki við Obama Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna. Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor. Erlent 24.2.2012 00:00
Tólf ára gamall og snýr baki við krabbameinsmeðferðum Tólf ára gamall piltur í Bandaríkjunum hefur tekið mikilvægustu ákvörðun lífs síns. Hann ætlar að hætta krabbameinsmeðferðinni og eyða síðustu vikum sínum með fjölskyldunni. Erlent 23.2.2012 23:30
Flaug á klettabrún á 190 km hraða og lifði af Bandarískur ofurhugi hefur birt ótrúlegt myndband af því þegar hann flaug á klettabrún á 190 kílómetra hraða. Erlent 23.2.2012 23:00
Magnaðar myndir af eyðileggingu brúar í Ohio Ótrúlegar myndir náðust af því þegar hengibrú var sprengd í loft upp í Ohio í Bandaríkjunum. Brúin hafði staðið í 83 ár en féll á 9 sekúndum. Erlent 23.2.2012 22:30
Læknar lýstu skurðaðgerð á Twitter Skurðlæknar í Houston í Bandaríkjunum brutu blað í sögu læknisvísinda þegar hjartaskurðagerð var lýst í beinni útsendingu á samskiptasíðunni Twitter. Erlent 23.2.2012 22:00
J.K. Rowling undirbýr nýja skáldsögu Rithöfundurinn J.K. Rowling, sem gerði garðinn frægan með skáldsögunum um Harry Potter, vinnur nú að nýrri bók. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bókinni en hún verður ætluð eldri lesendum. Erlent 23.2.2012 20:30
Neydd til þess að hlaupa til dauða fyrir að stela sælgæti frá ömmu Stjúpmóðir og amma níu ára gamallar stúlku í Alabama ríki í Bandaríkjunum hafa verið kærðar fyrir að valda dauða stúlkunnar. Hún var neydd til þess að hlaupa stanslaust í þrjá tíma sem varð til þess að hún féll niður, fékk flog og lést nokkrum dögum síðar á spítala. Talið er að dánarmein stúlkunnar sé ofþornun. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Erlent 23.2.2012 20:26
Gekk berserksgang í breska þinghúsinu Eric Joyce, þingmaður breska verkamannaflokksins, hefur verið leystur frá störfum eftir að hann var handtekinn í kjölfar slagsmála í breska þinghúsinu. Erlent 23.2.2012 17:05
Obama biðst afsökunar á Kóran-brennu Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur beðið afgönsku þjóðina afsökunar eftir að bandarískir hermenn brenndu nokkur eintök af Kóraninum. Erlent 23.2.2012 15:16
Bíll sprengdur í loft upp með fjarstýringu - tólf fórust Tólf fórust og yfir þrjátíu særðust þegar að bílsprengja sprakk í grennd við strætóstoppistöð í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Um tíu bílar skemmdust í árásinni en samkvæmt yfirvöldum var sprengjan sprengd með fjarstýringu úr góðri fjarlægð. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Erlent 23.2.2012 14:04
Tveggja daga þjóðarsorg í Argentínu Forseti Argentínu lýsti í morgun yfir tveggja daga þjóðarsorg í landinu eftir hörmulegt lestarslys í höfuðborginni Buenos Aires í gær. Fimmtíu manns fórust í slysinu og á sjöunda hundrað manna slösuðust. Erlent 23.2.2012 13:46
Mannskæðar sprengjuárásir í Írak Að minnsta kosti 50 eru látnir eftir hrynu sprengju- og skotárása í Írak. Árásirnar áttu sér flestar stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima. Erlent 23.2.2012 13:05
Fiseindir ferðast ekki hraðar en ljósið Vísindamenn telja að gallaður ljósleiðari hafi orsakað niðurstöður sem bentu til að fiseindir ferðuðust hraðar en ljós. Hefðu niðurstöðurnar verið réttar hefði þetta verið merkilegasta vísindauppgötvun síðustu áratuga. Erlent 23.2.2012 12:45
Kínverjar og Norðmenn í köldu stríði Norðurskautsráðið gæti orðið að vopni í höndum Norðmanna í pólitískri deilu þeirra við Kínverja, en Kínverjar hafa fryst Norðmenn og norskan útflutning algjörlega eftir að þeir veittu kínverskum andófsmanni Nóbelsverðlaun. Erlent 23.2.2012 12:26
Strauss-Kahn laus úr haldi lögreglunnar Dominique Strauss-Kahn fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var látinn laus úr haldi frönsku lögreglunnar í borginni Lille í gærkvöldi. Erlent 23.2.2012 07:42
Sacha Cohen bannað að koma á Óskarsverðlaunahátíðina Ákveðið hefur verið að banna breska gamanleikaranum Sacha Cohen að vera með á Óskarverðlaunahátíðinni í næsta mánuði þótt að myndin Hugo sem hann leikur aðalhlutverk í sé tilnefnd til nokkurra verðlauna. Erlent 23.2.2012 07:37
Ný prinsessa fædd í Svíþjóð Victoria Svíaprinsessa fæddi sitt fyrsta barn í morgun. Um er að ræða fallega og velskapaða prinsessu en hinn stolti faðir, Daniel prins, tilkynnti um fæðinguna fyrir nokkrum mínútum. Hann segir að dóttirin sé falleg og velsköpuð. Hún vó 13 merkur og var 51 sentimetri á lengd. Erlent 23.2.2012 07:21
Hótunarbréf með hvítu dufti send bandarískum þingmönnum Bréf með hvítu dufti voru send til þriggja þingmanna á Bandaríkjaþingi og til fjölda fjölmiðla í Bandaríkjunum í gær. Erlent 23.2.2012 07:08
Sarkozy sækir í sig veðrið í kosningabaráttunni Nýjustu skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti sé að sækja í sig veðrið fyrir fyrri umferð forsetakosninganna í apríl. Erlent 23.2.2012 06:58