Erlent

Fjörutíu ár frá Watergate-málinu

Carl Bernstein og Bob Woodward.
Carl Bernstein og Bob Woodward.
Í nótt voru fjörutíu ár liðin frá því að brotist var inn í Watergate bygginguna í Washington. Innbrotið var upphafið að einu mesta hneykslismáli í pólitískri sögu Bandaríkjanna og varð það til þess að Richard Nixon Bandaríkjaforseti sagði af sér tveimur árum síðar.

Það var í fyrsta og eina skiptið til þessa sem forseti Bandaríkjanna segir af sér. Fimm menn voru handteknir í byggingunni sem hýsti meðal annars höfuðstöðvar Demókrataflokksins.

Tveir ungir blaðamenn við Washington Post, þeir Woodvard og Bernstein, komust að því að Nixon og hans menn höfðu staðið á bak við innbrotið.

Nixon sjálfur var náðaður og slapp við fangelsisdóm en 43 aðrir voru dæmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×