Erlent

Banaslys fyrir Radiohead-tónleika

Sviðið í Toronto í gær
Sviðið í Toronto í gær
Einn lést og þrír slösuðust þegar tónleikasvið hrundi í kanadísku borginni Toronto í gær. Sviðið hrundi klukkutíma áður en tónleikarnir áttu að hefjast en aðalnúmerið á þeim átti að vera breska hljómsveitin Radiohead. Tónleikagestir voru ekki komnir inn á svæðið en búist var við fjörutíuþúsund manns. Þeir sem lentu undir sviðinu voru allir starfsmenn tónleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×