Erlent

Gargaði eins og fugl á US Open

Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson fékk ekki njóta sviðsljóssins lengi eftir að hann bar sigur úr býtum á US Open í síðustu viku. Athyglisjúkur áhorfandi ákvað að trufla verðlaunaafhendinguna með því að garga eins og fugl.

Um leið og Simpson tók við verðlaununum steig maðurinn í mynd, með torkennilega húfu á höfði, og framkallaði fuglahjóð.

Öryggisverðir voru þó ekki lengi að taka við sér og gripu manninn. Hann var síðan fluttur á brott án viðhafnar.

Maðurinn var handtekinn og fluttur á brott af lögreglumönnum.

Atvikið náðist á mynd en myndbandið er hægt að sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×