Erlent

Curiosity streymir myndum frá Mars

Fyrstu myndir frá snjalljeppanum Curiosity sem nú situr á yfirborði Mars hafa verið birtar. Um er að ræða 300 ljósmyndir sem sýna lendingu farsins í Gale-gígnum, nokkuð suður af miðbaug plánetunnar. Á næstu dögum mun Curiosity senda nákvæmari myndir af lendingarstað sínum.

Erlent

Harmleikur í Nígeríu

Að minnsta kosti 15 létust þegar vígamenn hófu skotárás á kirkju í Nígeríu í nótt. Árásin átti sér stað í miðju bænahaldi. Líkleg þykir að múslímskir liðsmenn samtakanna Boko Haram hafi staðið að baki voðaverkinu.

Erlent

Fall Assads tímaspursmál

Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu.

Erlent

Skotmaður líklega tengdur hvítum öfgamönnum

Svo virðist sem maðurinn sem myrti 6 og særði 4 í skotárás í Wisconsin í Bandaríkjunum á sunnudag hafi verið tengdur hreyfingu hægri öfgamanna. CNN hefur eftir upplýsingum frá lögreglunni að Wade Michael Page gæti hafa verið tengdur samtökum sem berjast fyrir yfirburðum hvíta kynstofnsins.

Erlent

Kastaði flösku að hlaupurunum

Maður kastaði flösku inn á Ólympíuvöllinn í London á sunnudag, í þann mund sem keppendur í úrslitum 100 metra hlaups karla voru að taka af stað. Um bjórflösku úr plasti var að ræða og sakaði hún engan.

Erlent

Alþjóðleg leit að norskri stúlku

Ítarleg leit var gerð að 16 ára stúlku í Ósló um helgina. Stúlkan hefur enn ekki fundist og er hennar nú einnig leitað á alþjóðlegum vettvangi. Um 500 sjálfboðaliðar leituðu á landi í gær, ásamt lögregluliði og leitarhundum. Kafarar hafa leitað í vatni í nágrenninu og þyrlur leitað stúlkunnar úr lofti. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins.

Erlent

Sextíu og sjö ár frá kjarnorkuárás

Í dag eru sextíu og sjö ár liðin frá kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á Hírósíma í Japan sem kostaði 140 þúsund manns lífið. Haldin var minningarathöfn í borginni í dag þar sem um 50 þúsund manns söfnuðust saman og minntust árásarinnar.

Erlent

Skotmaðurinn var fertugur

Maðurinn sem skaut sex til bana í musteri síka í borginni Oak Creek í Wisconsins í Bandaríkjunum í gær heitir Wade Michael Page og er fertugur.

Erlent

Fimmtán egypskir hermenn drepnir

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, sagðist í vonast til þess að árás vígamanna á egypska hermenn á Sínaí-skaga um helgina hafi verið vakning fyrir Egyptaland, en forystumenn Ísraela hefur lengi gagnrýnt Egypta fyrir slakar varnir skammt frá landamærum við Ísraelsríki.

Erlent

Sprengja sprakk í höfuðstöðvum ríkissjónvarpsins

Sprengja á þriðju hæð höfuðstöðva sýrlenska ríkissjónvarpsins í Damaskus í morgun. Stöðin birti í kjölfarið viðtal við upplýsingaráðherra sýrlensku stjórnarinnar, Omran al-Zoabi, sem sagði einhverja starfsmenn hafa særst en engan látist. Mikið tjón var hins vegar unnið á byggingunni með sprengingunni sem uppreisnarmenn í borginni eru taldir bera ábyrgð á.

Erlent

Forsætisráðherra Sýrlands flúinn til Jórdaníu

Fréttaveitan Reuters greindi frá því, núna laust fyrir klukkan tíu að íslenskum tíma, að forsætisráðherra Sýrlands, Riyad Hijab, hafi verið leystur úr embætti og sé flúinn til Jórdaníu með fjölskyldu sinni. Honum og Assad Sýrlandsforseta mun hafa sinnast.

Erlent

Curiosity lenti heilu og höldnu á Mars

Ein flóknasta tilraun í sögu geimvísindanna heppnaðist í morgun þegar vísindamönnum bandarísku geimrannsóknarstöðvarinnar NASA tókst að lenda tækinu Curiosity á plánetunni Mars. Curiosity er eins konar vitbíll eða ómönnuð rannsóknarstöð sem hlaðin er háþróuðum tækjabúnaði og gertu ferðast um plánetinua.

Erlent

Mesta tækniafrek mannkyns í nánd

Vitbíllinn Curiosity nálgast nú Mars óðfluga. Farið mun brjóta sér leið í gegnum gufuhvolf rauðu plánetunnar í nótt. Komist farið á leiðarenda er um mesta tækniafrek mannkynssögunnar að ræða.

Erlent

"Ég er hrædd um börnin mín"

Fjöldi kom saman í belgíska smábænum Malonne í morgun til að mótmæla væntanlegri komu Michelle Martin þangað, en hún er fyrrverandi eiginkona hins alræmda Marc Dutroux sem fékk lífstíðardóm árið 2004 fyrir misnotkun og morð á ungum stúlkum. Martin var fundin samsek og hlaut 30 ára fangelsisdóm en á þriðjudag, var ákveðið að láta hana lausa eftir 16 ára afplánun og voru það nunnur í nágrenni við þennan litla bæ sem samþykktu að taka við henni. "Ég er hrædd um börnin mín, sem eru átta mánaða og þriggja ára. Þegar ég sá að henni yrði sleppt varð ég hrædd um að hún gerði þetta aftur. Hún sat ekki allan dóminn í fangelsi og mér finnst skrýtið að henni skuli vera sleppt núna,“ segir Sophie Vigneron, íbúi í Malonne.

Erlent

Fyrsta Gay-Pride í Víetnam

Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra.

Erlent

Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður

Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum. Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra. Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld.

Erlent

Skotárás í Wisconsin - einn látinn og börn í gíslingu

Talið er að einn, hið minnsta, sé látnn eftir skotárás á trúarsöfnuð í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttastofunni CNN eru árásarmennirnir nokkrir og haldi nú hluta af söfnuðinum í gíslingu, þar á meðal nokkrum börnum. Málsatvik eru óljós en talið er að fjölmargir hafi verið skotnir. Fréttir benda til þess að árásarmennirnir hafi farið með börnin í kjallara trúarsafnaðirns þar sem þau eru í gíslingu. Nánari fréttir þegar þær berast. Um hundrað manns eru inni í húsnæðinu.

Erlent

Hitabeltisstormur við Jamaíka

Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk nærri landi við eyjuna Jamaíku í morgun en vindhraði stormsins er um hundrað kílómetra hraði á klukkustund. Mikil rigning fylgdi storminum á eyjunni í morgun og flyktust íbúar út í verslanir og keyptu vatn, brauð og niðursoðinn mat ef vera skildi að rafmagn færi af eyjunni. Veðurathugunarstöð bandaríkjanna fylgist grannt með gangi mál. Samkvæmt veðurspám er talið að stormurinn verði flokkaður sem fellibylur annað kvöld haldi hann áfram að stækka og eflast. Búist er við að stormurinn gangi yfir Cayman-eyjar á morgun, norðurhluta Hondúras á þriðjudag og Mexíkó á miðvikudag.

Erlent

Tugir fórust í sprengjuárás

Minnst 35 eru látnir eftir sprengjuárás í borginni Jaar í Jemen, og hafa þar með tíu látist á sjúkrahúsi síðasta sólarhringinn af sárum sínum.

Erlent

50 ár frá dauða Monroe

Hálf öld er í dag liðin frá því að bandaríska leikkonan Marilyn Monroe lést og er fjöldi dyggra aðdáenda þokkagyðjunnar nú samankominn í heimabæ hennar.

Erlent

Sprengjum rigndi í Aleppo í nótt

Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga.

Erlent

Sendiherra Svíþjóðar rekinn

Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ástæðan sú að sendiherrann hafi sýnt mannréttindamálum of mikinn áhuga.

Erlent

Hollenskt Gay-Pride

Hundruð þúsúndir manna komu saman við árbakka Amsterdam í dag. En þar var haldið upp á aðalhátíð Gay-pride vikunnar í borginni sem hefur það að markmiði að vekja athygli á réttindabaráttu samkynhneigðra.

Erlent

Stórbruni í Osló

Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það.

Erlent

Stevie Wonder sækir um skilnað

Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona.

Erlent