Erlent

Taylor fundinn sekur

Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, hefur verið fundinn sekur um að stuðla að stríðsglæpum þegar borgarastríðið í nágrannalandinu Sierra Leone stóð sem hæst.

Erlent

Tugir létust í öflugri sprengingu í Sýrlandi

Allt að sjötíu fórust í sýrlensku borginni Hama í öflugri sprengingu sem lagði fjölmörg hús í borginni í rúst. Ríkisfjölmiðlar landsins tala reyndar um að sextán hafi látist en andspyrnumenn tala um sjötíu.

Erlent

Norðmenn syngja til að lýsa andúð á voðaverkunum

Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er.

Erlent

Konungur Spánar flæktur í nýtt hneyksli

Spænskir fjölmiðlar fjalla nú ítarlega um nýtt hneyskli sem komið er upp innan konungsfjölskyldu landsins. Svo virðist sem Juan Carlos konungur Spánar hafi átti í ástarsambandi við danska konu árum saman.

Erlent

Dauðarefsing afnumin í Connecticut

Ákveðið hefur verið að afnema dauðarefsingu í ríkinu Connecticut í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun gildir þó ekki um þá 11 fanga sem bíða aftöku á dauðgöngum í fangelsum ríkisins.

Erlent

Murdoch neitar öllum sökum

Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans.

Erlent

Sér eftir látalátum við geðlækna

"Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. "Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur."

Erlent

18 ára dómur látinn standa

Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat.

Erlent

Bráðabirgðastjórn í sumar

Ákveðið hefur verið að þingkosningar verði haldnar í Hollandi 12. september. Þangað til verður bráðabirgðaríkisstjórn við völd undir forystu Marks Rutte forsætisráðherra, sem sagði af sér á mánudag.

Erlent

Obama söng um baráttumál sín

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, steig á stokk með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon í gær. Félagarnir sungu saman undirspili hljómsveitarinnar The Roots.

Erlent

Gingrich mun draga sig í hlé

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrða að Newt Gingrich, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar þar í landi, ætli að draga sig út úr kosningabaráttunni.

Erlent

Mein Kampf endurútgefin

Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi undirbúa nú endurútgáfu ritverksins Mein Kampf sem Adolf Hitler skrifaði árið 1924.

Erlent

Líkur á að Maddie sé á lífi

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinbera ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal.

Erlent

Kúariða fannst í Kaliforníu

Kúariða fannst í kúabúi í Kaliforníu í vikunni en þetta er í fjórða sinn síðan árið 2003 sem kúariða finnst í Bandaríkjunum.

Erlent

Júlía Tymoshenko komin í hungurverkfall

Júlía Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraníu er komin í hungurverkfall í fangelsinu þar sem hún afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa misbeitt valdi sínu þegar hún var ráðherra.

Erlent

Hjálpuðu særðum hermönnum

Harry Bretaprins hefur hlotið verðlaun Atlantshafsráðsins fyrir leiðandi mannúðarstarf í sjálfboðaliðastarfi til aðstoðar særðum hermönnum.

Erlent

Skelfileg aðkoma eftir árásina

Norski öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen segir að ástandið í miðborg Óslóar hafi einna helst líkst stríðsvettvangi eftir að Anders Behring Breivik hafði sprengt 950 kílógramma sprengju fyrir utan stjórnsýslubygginguna, þar sem forsætisráðherrann hafði aðsetur.

Erlent

Barist hart um olíu og landamæri

„Nágrannar okkar í Khartoum hafa lýst yfir stríði gegn lýðveldinu Suður-Súdan,“ sagði Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, í Kína í gær á fundi sínum með Hu Jintao, forseta Kína.

Erlent