Erlent

Reyndust hafa flensu en ekki banvæna veiru

Þeir sex einstaklingar sem lagðir voru inn á spítala í Óðinsvéum og Hvidovre í Danmörku vegna gruns um að þeir væru með coronaveiru eru bara með venjulega flensu. Þetta kemur fram í fréttum Danmarks Radio.

Erlent

Yfir 30 þúsund hafa fallið í Sýrlandi

Tvær öflugar sprengjur sprungu í miðborg Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Bandalag uppreisnarmanna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja að tugir stjórnarhermanna hafi fallið.

Erlent

Grikkland í lamasessi - óeirðir og átök

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Aþenu í Grikklandi í dag. Tugir þúsunda mótmæla nú í höfuðborginni en hið sama er upp á teningnum í Madríd á Spáni.

Erlent

Hátt í hundrað þúsund slösuðust á trampólíni

Það ætti að letja börn til þess að nota trampólín, segja læknar í Bandaríkjunum. Slík tæki séu einfaldlega of hættuleg. Samtök barnalækna í Bandaríkjunum telja að um 98 þúsund manns slasist á hverju ári þar í landi af völdum trampólína og mörg þeirra séu börn.

Erlent

Annað tilfelli af veirusýkingu í Danmörku

Eitt tilfelli í viðbót af það sem kallað er Corona veirunni hefur fundist í Danmörku en veiran er skyld hinni lífshættulegu SARS veiru. Um er að ræða sjúkling sem haldið er í einangrun á sjúkrahúsinu í Hvidovre.

Erlent

Ógnarhernaður gegn almenningi

Bandaríkjaher hefur síðustu árin í æ meiri mæli notað ómönnuð flugför til að varpa sprengjum á fólk í Pakistan. Tilgangurinn er sagður sá að drepa helstu leiðtoga hryðjuverkamanna, en árangurinn er umdeildur.

Erlent

Kínverjar styrkja herafla sinn

Kínverska flugmóðurskipið Liaoning hefur verið tekið formlega í notkun, fjórtán árum eftir að það var dregið frá Rússlandi til Kína.

Erlent

Skutu gúmmikúlum á mótmælendur í Madrid

Minnsta kosti tuttugu hafa verið handteknir í mótmælum við alþingishúsið í Madríd á Spáni í kvöld auk þess sem lögreglan hefur skotið gúmmíkúlum á mótmælendur. Upp úr sauð þegar mótmælendur eiga að hafa reynt að rífa niður grindverk sem skilur mótmælendur að frá þinghúsinu.

Erlent

Fríblað að ganga "landsblaði“ Ísraela af dauðu

Ísraelska dagblaðið Maariv daily er á síðasta snúningi ef marka má frétt fréttaveitu AP en þar kemur fram að hið 64 ára gamla dagblað, sem er þekkt í Ísrael sem "landsblaðið", hafi verið selt til keppinautar og nú blasir við að um tvö þúsund starfsmönnum blaðsins verið sagt upp.

Erlent

Hulunni svipt af langlífi geldinga

Ný rannsókn í Suður Kóreu hefur leitt í ljós afhverju geldingar lifa mun lengur en aðrir menn eða allt að 19 árum að meðaltali. Rannsóknin varpar einnig ljósi á afhverju konur lifa yfirleitt lengur en karlar.

Erlent

Predikarinn Abu Hamza verður framseldur

Undirbúningur er hafinn að því að framselja hinn róttæka predikara Abu Hamza frá Bretlandi til Bandaríkjanna eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði beiðni hans um áfrýjun á málinu.

Erlent

Kökusneið úr konunglegu brúðkaupi til sölu á uppboði

Nú er hægt að bjóða í eina af þeim 650 kökusneiðum sem í boði voru í brúðkaupi ársins, á vefsíðunni PFC Actions. Að sjálfsögðu erum við að tala um konunglegt brúðkaup þeirra Vilhjálms og Katrínar hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge en brúðkaupið fór fram í apríl síðastliðnum.

Erlent

Brahimi heldur í veika von

Mahmoud Ahmadinejad, forsætisráðherra Írans, notaði tækifærið til að skjóta á Bandaríkin og Ísrael þegar hann steig í ræðustól á fyrsta degi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.

Erlent

Zombí-býflugur valda heilabrotum

Býflugnabóndinn Mark Hohn frá Seattle í Bandaríkjunum tók eftir því á dögunum, þegar hann snéri heim úr fríi, að býflugur sem hann átti voru ýmist dauðar eða flugu tilviljanakennt um, eins og þær væru einhverskonar uppvakningar. Og líkingin á rétt á sér, ekki síst þar sem umræddar býflugur voru sýktar af dularfullum sjúkdómi sem draga þær með kvalarfullum hætti til dauða að lokum. Þetta veldur því að lokum að allar fullorðnar býflugur í býflugnabúum drepast að lokum.

Erlent

Tveir ákærðir fyrir hlandhneyksli í Afganistan

Tveir hermenn í bandaríska hernum hafa verið ákærðir fyrir að kasta þvagi á lík hermanna Talibana í Afganistan á síðasta ári en myndir birtust af atvikinu í kjölfarið og myndband á Youtube. Málið vakti gríðarlega reiði í Mið-Austurlöndum á sínum tíma enda virðingarleysið algjört.

Erlent