Erlent Bretadrottning hittir fyrrverandi hryðjuverkaleiðtoga Martin McGuinnes, fyrrverandi leiðtogi hryðjuverkasamtakanna IRA, mun hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu í tveggja daga heimsókn hennar til Norður Írlands í næstu viku. Breska blaðið Daily Telegraph segir að McGuinnes áformi að taka í hönd Elísabetar. Það verður gríðarlega stór áfangi í friðarferli á Norður-Írlandi, þar sem bardagar geysuðu á hverjum degi fyrir fáeinum árum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort McGuinnes og Elísabet munu takast í hendur í augsýn almennings eða ekki. Erlent 23.6.2012 09:13 Dæmdur vegna hryðjuverka á Balí Umar Patek, 45 ára meðlimur í Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum var á fimmtudag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa smíðað bílsprengju sem notuð var til að sprengja skemmtistað á indónesísku eyjunni Balí árið 2002. Alls létust 202 í sprengingunni, þar á meðal 88 Ástralar og sjö Bandaríkjamenn. Erlent 23.6.2012 06:00 Elstu merki um notkun á mjólk Efnafræðilegar rannsóknir á leifum af ílátum sem talin eru um 7.000 ára gamlar sýna að fólk í Norður-Afríku var byrjað að nýta sér mjólk úr nautgripum mun fyrr en áður hefur verið sýnt fram á, mögulega til að bregðast við þurrkum á svæðinu. Erlent 23.6.2012 05:00 Fundu fimmtíu beinagrindur Fornleifafræðingar í Ástralíu fundu um fimmtíu beinagrindur af svokölluðum risavömbum í Queensland í gær. Beinin munu líklega gefa vísindamönnum betri skýringar á því hvers vegna tegundin dó út. Erlent 23.6.2012 04:00 Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Erlent 23.6.2012 04:00 Mega ekki framselja vald sitt Hæstiréttur í Arkansasríki í Bandaríkjunum hefur dæmt lög um dauðarefsingar þar ógild og segir þau ekki standast stjórnarskrá. Tíu fangar sem bíða þess að dauðadómi þeirra verði fullnægt höfðu áður gagnrýnt lögin. Erlent 23.6.2012 03:00 Talibanar réðust á borgara Vígbúnir talibanskir uppreisnarmenn réðust inn í hótel norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, og skutu á gesti í gær. Átján féllu, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Erlent 23.6.2012 02:00 Stjórnarskrá Washingtons seldist á hundruð milljóna Eintak af bandarísku stjórnarskránni sem var í eigu George Washington seldist nýverið á 10 milljónir bandaríkjadala. Upphæðin nemur rétt tæplega 1300 milljónum íslenskra króna. Bókin var prentuð árið 1789, eða fyrsta árið sem George Washington sat í embætti. Fyrirfram var áætlað að bókin færi á einungis tvær til þrjár milljónir bandaríkjadala en niðurstaða uppboðsins varð allt önnur. Sagnfræðingar segja að það séu glósur sem Washington skrifar sjálfur í bókina sem geri hana svo verðmæta. Forsetinn hafi verið vel meðvitaður um það fordæmi sem hann myndi setja þeim forsetum sem fylgdu á eftir. Erlent 22.6.2012 23:59 Ís-te úr sjálfsala fyrir að Twitta Viðskiptavinir geta fengið ís-te úr sjálfsala með því einu að skrifa færslu á Twitter. Erlent 22.6.2012 23:42 Móðir fundin sek um að myrða tvö börn sín Hin breska Lianne Smith var fundin sek um að kæfa tvö börn sín Erlent 22.6.2012 17:02 Kona fær leyfi til að synda ber að ofan Kona fær leyfi til að synda ber að ofan eftir að hafa farið í tvöfalt brjóstanám Erlent 22.6.2012 15:57 Ólympíufulltrúa Sýrlands meinaður aðgangur inn í Bretland Ólympíufulltrúa Sýrlands, Mowaffak Joumaa hershöfðingi, hefur verið meinaður aðgangur inn í Bretland sem gerir honum ókleift að mæta á leikana Erlent 22.6.2012 14:36 Breivik varar við því að skoðanabræður sínir geri árásir Fjöldi fólks sem viðstaddur var réttarhöldin yfir Anders Behring Brevik, norska fjöldamorðingjanum, yfirgaf dómhúsið þegar Breivik var gefinn kostur á að tjá sig um réttarhöldin undir lok þeirra í dag. Salurinn hafði áður verið fullur af áhorfendum. Erlent 22.6.2012 14:26 Samkynhneigðir verða enn fyrir fordómum á vinnustöðum Rannsókn sem gerð hefur verið á lífi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks er að finna upplýsingar um fordóma á vinnustað Erlent 22.6.2012 13:43 Leiðtogar evrusvæðisins hittast til að ræða gjaldmiðlakreppu Leiðtogar Þýskalands, Spánar, Frakklands og Ítalíu hittast í Róm í dag á ráðstefnu til þess að takast á við gjaldmiðla kreppu Erlent 22.6.2012 12:01 Myndir af frægum notaðar til að kenna börnum um líkamsímynd Yfirvöld í Bretlandi gefa út bækling til að hjálpa foreldrum að kenna börnum um líkamsímynd. Erlent 22.6.2012 10:14 Lokadagur réttarhaldanna yfir Breivik Lokadagur réttarhaldanna yfir norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fer fram í dag með því að verjendur flytja mál sitt og Breivik sjálfur gefur lokayfirlýsingu. Verjendur Anders Behring Breivik færa í málflutningi sínum rök fyrir því að hann sé heill á geði og eigi því að vera dæmdur í fangelsi. Í gær færðu sækjendur hins vegar rök fyrir því að hann eigi að vera dæmdur vanheill og eigi þar með að vistast á réttargeðdeild. Breivik hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið 77 manns að bana og sært meira en 240 þann 22. júlí í fyrra. Erlent 22.6.2012 09:38 Mikill bardagi við vinsælt hótel í Kabul Hópur Talibana vopnaður hríðskotabyssum og eldflaugum réðist inn á vinsælt hótel í Kabúl höfuðborg Afghanistan þar sem brúðkaupsveisla var í gangi. Erlent 22.6.2012 06:45 Meira finnst af ís á Mars Fundist hefur meira af ís á Mars. Ísinn fannst í eldgígnum Shackleton við suðurpól plánetunnar en það var eitt af könnunarförum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fann ísinn. Erlent 22.6.2012 06:43 Hátt í hundrað saknað eftir að skipi hvolfdi við Ástralíu Að minnsta kosti þrír fórust og hátt í hundrað manns er saknað eftir að skipi hvolfdi undan ströndum Ástralíu. Um 200 manns voru um borð en tekist hefur að bjarga 110 þeirra. Erlent 22.6.2012 06:40 Menntaðar danskar konur þjást jafnmikið af offitu og þær ómenntuðu Ný rannsókn á vegum heilbrigðistofnunnar Danmerkur sýnir að í fyrsta sinn í nútímasögunni þjást hámenntaðar eða langskólagengnar konur jafnmikið af offitu og þær sem eru lítt menntaðar. Erlent 22.6.2012 06:36 Réttarhöldum yfir Breivik að ljúka Erlent 22.6.2012 00:15 Kvaddi Sýrland á orrustuþotu Sýrlenskur flugmaður flúði land í dag og lenti orrustuþotu sinni í Jórdaníu. Yfirvöld þar í landi hafa veitt manninum hæli af mannúðarástæðum. Erlent 21.6.2012 23:33 Hafa áhyggjur af mögulegum heimsfaraldri H5N1 Vísindamenn hafa varað við því að hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensunnar gæti stökkbreyst og í kjölfarið orðið mun skæðari mönnum en áður. Erlent 21.6.2012 22:44 Er Guðseindin í nánd? Þrálátur orðrómur er nú á kreiki í vísindasamfélaginu um að tilraunir kjarneðlisfræðinga CERN hafi borið árangur og að tilvist Higgs-bóseindarinnar hafi loks verið sönnuð. Erlent 21.6.2012 21:30 Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. Erlent 21.6.2012 17:17 Google hjálpar til við að varðveita tungumál í útrýmingarhættu Google hefur komið á fót verkefni sem á að hjálpa til við að varveita tungumál í útrýmingarhættu í samstarfi við hóp alþjóðlegra málvísinda- og fræðimanna Erlent 21.6.2012 17:12 Vilhjálmur prins erfir 2 milljarða á þrítugsafmæli sínu Vilhjálmur prins erfir 2 milljarða króna úr dánarbúi móður sinnar í dag, þegar hann fagnar þrítugsafmæli sínu. Erlent 21.6.2012 16:18 Faðir sem drap nauðgara dóttur sinnar ekki ákærður Faðir sem drap mann með berum höndum eftir að hafa komið að honum nauðga 5 ára dóttur sinni verður ekki ákærður, samkvæmt niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum. Erlent 21.6.2012 14:10 Milljarðamæringur kaupir eyju á Hawaii Framkvæmdarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, Larry Ellison keypti 98 prósent hlut í sjöttu stærstu eyjunni í Hawaii klasanum, Lanai Erlent 21.6.2012 12:20 « ‹ ›
Bretadrottning hittir fyrrverandi hryðjuverkaleiðtoga Martin McGuinnes, fyrrverandi leiðtogi hryðjuverkasamtakanna IRA, mun hitta Elísabetu Bretlandsdrottningu í tveggja daga heimsókn hennar til Norður Írlands í næstu viku. Breska blaðið Daily Telegraph segir að McGuinnes áformi að taka í hönd Elísabetar. Það verður gríðarlega stór áfangi í friðarferli á Norður-Írlandi, þar sem bardagar geysuðu á hverjum degi fyrir fáeinum árum. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort McGuinnes og Elísabet munu takast í hendur í augsýn almennings eða ekki. Erlent 23.6.2012 09:13
Dæmdur vegna hryðjuverka á Balí Umar Patek, 45 ára meðlimur í Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum var á fimmtudag dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að hafa smíðað bílsprengju sem notuð var til að sprengja skemmtistað á indónesísku eyjunni Balí árið 2002. Alls létust 202 í sprengingunni, þar á meðal 88 Ástralar og sjö Bandaríkjamenn. Erlent 23.6.2012 06:00
Elstu merki um notkun á mjólk Efnafræðilegar rannsóknir á leifum af ílátum sem talin eru um 7.000 ára gamlar sýna að fólk í Norður-Afríku var byrjað að nýta sér mjólk úr nautgripum mun fyrr en áður hefur verið sýnt fram á, mögulega til að bregðast við þurrkum á svæðinu. Erlent 23.6.2012 05:00
Fundu fimmtíu beinagrindur Fornleifafræðingar í Ástralíu fundu um fimmtíu beinagrindur af svokölluðum risavömbum í Queensland í gær. Beinin munu líklega gefa vísindamönnum betri skýringar á því hvers vegna tegundin dó út. Erlent 23.6.2012 04:00
Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala. Erlent 23.6.2012 04:00
Mega ekki framselja vald sitt Hæstiréttur í Arkansasríki í Bandaríkjunum hefur dæmt lög um dauðarefsingar þar ógild og segir þau ekki standast stjórnarskrá. Tíu fangar sem bíða þess að dauðadómi þeirra verði fullnægt höfðu áður gagnrýnt lögin. Erlent 23.6.2012 03:00
Talibanar réðust á borgara Vígbúnir talibanskir uppreisnarmenn réðust inn í hótel norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, og skutu á gesti í gær. Átján féllu, flestir þeirra óbreyttir borgarar. Erlent 23.6.2012 02:00
Stjórnarskrá Washingtons seldist á hundruð milljóna Eintak af bandarísku stjórnarskránni sem var í eigu George Washington seldist nýverið á 10 milljónir bandaríkjadala. Upphæðin nemur rétt tæplega 1300 milljónum íslenskra króna. Bókin var prentuð árið 1789, eða fyrsta árið sem George Washington sat í embætti. Fyrirfram var áætlað að bókin færi á einungis tvær til þrjár milljónir bandaríkjadala en niðurstaða uppboðsins varð allt önnur. Sagnfræðingar segja að það séu glósur sem Washington skrifar sjálfur í bókina sem geri hana svo verðmæta. Forsetinn hafi verið vel meðvitaður um það fordæmi sem hann myndi setja þeim forsetum sem fylgdu á eftir. Erlent 22.6.2012 23:59
Ís-te úr sjálfsala fyrir að Twitta Viðskiptavinir geta fengið ís-te úr sjálfsala með því einu að skrifa færslu á Twitter. Erlent 22.6.2012 23:42
Móðir fundin sek um að myrða tvö börn sín Hin breska Lianne Smith var fundin sek um að kæfa tvö börn sín Erlent 22.6.2012 17:02
Kona fær leyfi til að synda ber að ofan Kona fær leyfi til að synda ber að ofan eftir að hafa farið í tvöfalt brjóstanám Erlent 22.6.2012 15:57
Ólympíufulltrúa Sýrlands meinaður aðgangur inn í Bretland Ólympíufulltrúa Sýrlands, Mowaffak Joumaa hershöfðingi, hefur verið meinaður aðgangur inn í Bretland sem gerir honum ókleift að mæta á leikana Erlent 22.6.2012 14:36
Breivik varar við því að skoðanabræður sínir geri árásir Fjöldi fólks sem viðstaddur var réttarhöldin yfir Anders Behring Brevik, norska fjöldamorðingjanum, yfirgaf dómhúsið þegar Breivik var gefinn kostur á að tjá sig um réttarhöldin undir lok þeirra í dag. Salurinn hafði áður verið fullur af áhorfendum. Erlent 22.6.2012 14:26
Samkynhneigðir verða enn fyrir fordómum á vinnustöðum Rannsókn sem gerð hefur verið á lífi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks er að finna upplýsingar um fordóma á vinnustað Erlent 22.6.2012 13:43
Leiðtogar evrusvæðisins hittast til að ræða gjaldmiðlakreppu Leiðtogar Þýskalands, Spánar, Frakklands og Ítalíu hittast í Róm í dag á ráðstefnu til þess að takast á við gjaldmiðla kreppu Erlent 22.6.2012 12:01
Myndir af frægum notaðar til að kenna börnum um líkamsímynd Yfirvöld í Bretlandi gefa út bækling til að hjálpa foreldrum að kenna börnum um líkamsímynd. Erlent 22.6.2012 10:14
Lokadagur réttarhaldanna yfir Breivik Lokadagur réttarhaldanna yfir norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fer fram í dag með því að verjendur flytja mál sitt og Breivik sjálfur gefur lokayfirlýsingu. Verjendur Anders Behring Breivik færa í málflutningi sínum rök fyrir því að hann sé heill á geði og eigi því að vera dæmdur í fangelsi. Í gær færðu sækjendur hins vegar rök fyrir því að hann eigi að vera dæmdur vanheill og eigi þar með að vistast á réttargeðdeild. Breivik hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið 77 manns að bana og sært meira en 240 þann 22. júlí í fyrra. Erlent 22.6.2012 09:38
Mikill bardagi við vinsælt hótel í Kabul Hópur Talibana vopnaður hríðskotabyssum og eldflaugum réðist inn á vinsælt hótel í Kabúl höfuðborg Afghanistan þar sem brúðkaupsveisla var í gangi. Erlent 22.6.2012 06:45
Meira finnst af ís á Mars Fundist hefur meira af ís á Mars. Ísinn fannst í eldgígnum Shackleton við suðurpól plánetunnar en það var eitt af könnunarförum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fann ísinn. Erlent 22.6.2012 06:43
Hátt í hundrað saknað eftir að skipi hvolfdi við Ástralíu Að minnsta kosti þrír fórust og hátt í hundrað manns er saknað eftir að skipi hvolfdi undan ströndum Ástralíu. Um 200 manns voru um borð en tekist hefur að bjarga 110 þeirra. Erlent 22.6.2012 06:40
Menntaðar danskar konur þjást jafnmikið af offitu og þær ómenntuðu Ný rannsókn á vegum heilbrigðistofnunnar Danmerkur sýnir að í fyrsta sinn í nútímasögunni þjást hámenntaðar eða langskólagengnar konur jafnmikið af offitu og þær sem eru lítt menntaðar. Erlent 22.6.2012 06:36
Kvaddi Sýrland á orrustuþotu Sýrlenskur flugmaður flúði land í dag og lenti orrustuþotu sinni í Jórdaníu. Yfirvöld þar í landi hafa veitt manninum hæli af mannúðarástæðum. Erlent 21.6.2012 23:33
Hafa áhyggjur af mögulegum heimsfaraldri H5N1 Vísindamenn hafa varað við því að hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensunnar gæti stökkbreyst og í kjölfarið orðið mun skæðari mönnum en áður. Erlent 21.6.2012 22:44
Er Guðseindin í nánd? Þrálátur orðrómur er nú á kreiki í vísindasamfélaginu um að tilraunir kjarneðlisfræðinga CERN hafi borið árangur og að tilvist Higgs-bóseindarinnar hafi loks verið sönnuð. Erlent 21.6.2012 21:30
Bítill vill að Norðurheimskautið sé látið í friði Grænfriðungar eru að hefja herferð til að fá Norðurheimskautið friðlýst af Sameinuðu Þjóðunum. Stefnt er að því að safna milljón undirskriftum undir yfirlýsingu þar sem farið er fram á að olíurannsóknum og ósjálfbærum fiskveiðum verði hætt. Erlent 21.6.2012 17:17
Google hjálpar til við að varðveita tungumál í útrýmingarhættu Google hefur komið á fót verkefni sem á að hjálpa til við að varveita tungumál í útrýmingarhættu í samstarfi við hóp alþjóðlegra málvísinda- og fræðimanna Erlent 21.6.2012 17:12
Vilhjálmur prins erfir 2 milljarða á þrítugsafmæli sínu Vilhjálmur prins erfir 2 milljarða króna úr dánarbúi móður sinnar í dag, þegar hann fagnar þrítugsafmæli sínu. Erlent 21.6.2012 16:18
Faðir sem drap nauðgara dóttur sinnar ekki ákærður Faðir sem drap mann með berum höndum eftir að hafa komið að honum nauðga 5 ára dóttur sinni verður ekki ákærður, samkvæmt niðurstöðu dómstóla í Bandaríkjunum. Erlent 21.6.2012 14:10
Milljarðamæringur kaupir eyju á Hawaii Framkvæmdarstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oracle, Larry Ellison keypti 98 prósent hlut í sjöttu stærstu eyjunni í Hawaii klasanum, Lanai Erlent 21.6.2012 12:20