Erlent

Mótmælt í Aleppo

Þúsundir mótmæla nú í borginni Aleppo í norðurhluta Sýrlands. Mótmælin hófust fyrir fyrr í dag en nú þegar hefur slegið í brýnu milli aðgerðarsinna og öryggissveita.

Erlent

Sjálfbært þorp um vind og svínaskít

Þorpið Feldheim í nágrenni Berlínar er sjálfu sér nægt um rafmagn og hita. Vindurinn og sólin knúa rafmagnstæki þorpsins, og reyndar gott betur en það. Þorpsbúar ylja sér svo við varma sem byggir á úrgangi þeirra helstu framleiðsluvöru, svínanna.

Erlent

Obama vill að Merkel breyti um áherslur

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að þrýsta á Þjóðverja að þeir dragi úr niðurskurðarkröfum sínum og auki þess í stað hagvöxtinn í Evrópu. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heimsins hittast um helgina á fundi í Camp David í Bandaríkjunum og þar er búist við því að Obama biðli til Angelu Merkel Þýskalandskanslara að hún slaki á niðurskurðarkröfunum, sem hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg hjá þeim ríkjum Evrópu sem verst eru stödd. Obama virðist því á sömu skoðun og nýr Frakklandsforseti Francois Hollande, sem hefur sagst vilja nýjar áherslur í efnahagsstjórnun Evrópu.

Erlent

Ahmadinejad óvelkominn í Ólympíuleikana

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad segist ólmur vilja mæta á Ólympíuleikana í London í sumar. Hann segir að Bretar vilji hinsvegar ekki fá hann í heimsókn. Fimmtíu íranskir íþróttamenn hafa þegar tryggt sé þátttökurétt á leikunum og segist forsetinn afar spenntur fyrir því að fylgjast með þeim á staðnum. Bresk stjórnvöld hafi hinsvegar tjáð honum að hann sé ekki velkominn til London. Hann tekur ekki fram hvort hann hafi óskað eftir því formlega að fá að mæta, og breska innanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um málið.

Erlent

Konur eru betri bílstjórar en karlar - staðfest

Bandarískt tryggingafyrirtæki hefur nú afsannað þá gömlu fullyrðingu að konur séu verri bílstjórar en karlmenn. Í raun er þessu þveröfugt farið. Í viðamikilli rannsókn sem tryggingafélagið 4autoinsurancequote.com lét gera, var farið ítarlega yfir málið og kannað hvort einhver munur væri á tjónum á meðal karla og kvenna.

Erlent

Beðið eftir að þjófur skili demanti sem hann gleypti

Maður sem grunaður er um að hafa gleypt afar verðmætan demant er í haldi lögreglunnar í Windsor í Kanada en þar á bæ bíða menn eftir því að demanturinn skili sér. Demanturinn er talinn vera um tveggja og hálfrar milljónar virði en kauði var að skoða demantinn í verslun þegar hann skipti honum út fyrir eftirlíkingu og gleypti hinn eina og sanna.

Erlent

Mannskætt rútuslys í Víetnam

Að minnsta kosti 34 fórust og 20 eru slasaðir eftir að rúta lenti úti í Serepok ánni í Víetnam í nótt. Rútan var á leið til höfuðborgarinnar Ho Chi Minh þegar bílstjórinn missti stjórnina á leið yfir brú á ánni.

Erlent

Donna Summer látin

Diskósöngkonan Donna Summer lést á heimili sínu í dag eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Hún vann til fimm Grammy verðlauna á ferli sínum. Donna Summer var 64 ára þegar hún lést.

Erlent

Bráðabirgðastjórn tekin við völdum

Bráðabirgðaríkisstjórn tók til starfa í Grikklandi í dag. Ekki hefur tekist að mynda ríkisstjórn eftir að kosið var í byrjun maí. Búist er við því að kosið verði að nýju um miðjan júní.

Erlent

Réttarhöldum yfir Mladic frestað

Dómari frestaði í dag réttarhöldum yfir Ratko Mladic ótímabundið vegna mistaka saksóknara. Þeir höfðu látið fyrirfarast að afhenda verjendum Mladic málskjöl. Mladic er fyrrverandi yfirmaður serbneska hersins. Hann er sakaður um þjóðarhreinsanir í stíðinu á Balkansskaga. Ekki er neitt vitað um hversu langt hlé verður gert á réttarhöldunum en verjendur fóru fram á sex mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt AP fréttastofunnar.

Erlent

Grikkir tæma bankareikninga

Grikkir hafa undanfarna daga og vikur flykkst í hraðbanka til að taka út peninga, af ótta við að Grikkland yfirgefi evrusvæðið og gamla drakman verði tekin upp í staðinn.

Erlent

Enn eitt áfallið fyrir Kennedyfjölskylduna

Kennedyfjölskyldan varð fyrir enn einu áfallinu í nótt þegar Mary Richardson, fyrrverandi eiginkona Roberts F. Kennedy yngri, fannst látin á heimili sínu í New York fylki. Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um dánarorsök en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hún hafi fundist hangandi með snöru um hálsinn. Robert Kennedy yngri er lögfræðingur og útvarpsmaður. Hann er bróðursonur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og sonur Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Bræðurnir voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar.

Erlent

Mladic segist enga glæpi hafa framið

Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorðunum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin.

Erlent

"Ástsjúk" stúlka lést úr berklum

Réttarrannsókn í Bretlandi hefur leitt í ljós að læknar hinnar fimmtán ára gömlu Alinu Sarag töldu hana vera ástsjúka. Alina lést úr berklum og nú krefjast foreldrar hennar réttlætis.

Erlent

Michael Caine læstist inni í búningsherbergi í heila nótt

Stórleikarinn Michael Caine lenti í því óláni á dögunum að læsast inni í búningsherbergi sínu. Caine var við tökur á kvikmynd í New Orleans í Bandaríkjunum og hafði honum verið úthlutað herbergi á hálofti gamals leikhúss sem löngu er hætt að nota.

Erlent

Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring

Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja.

Erlent

Kosið í Grikklandi 17. júní

Þingkosningar í Grikklandi verða endurteknar þann 17. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á neyðarfundi sem forseti landsins boðaði til í dag með leiðtorgum stjórnmálaflokka landsins. Stjórnmálaflokkar sem eru andvígir niðurskurðaráætlun Evrópusambandsins hlutu meirihluta í þingkosningunum þann 6. maí síðastliðinn en þeim hefur hins vegar ekki tekist að mynda stjórn síðan þá. Því hefur verið ákveðið að ganga aftur til kosninga um miðjan júní.

Erlent

Réttað yfir Mladic

Aðalmeðferð hefst í dag yfir Ratko Mladic sem stýrði herjum Serba í Bosníustríðinu á tíunda áratugi síðustu aldar. Réttarhöldin fara fram í Haag hjá alþjóðaglæpadómstólnum en Mladic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.

Erlent

Reyna að mynda bráðabirgðastjórn

Forseti Grikklands hefur boðað stjórnmálaleiðtoga landsins á sinn fund í dag þar sem stendur til að mynda bráðabirgðastjórn uns hægt verður að ganga til kosninga að nýju í landinu í næsta mánuði. Hvorki hefur gengið né rekið við myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningarnar á dögunum og því þurfa Grikkir að ganga aftur að kjörborðinu. Ráðamenn í Evrópusambandinu óttast að flokkarnir sem voru andsnúnir björgunarpakka sambandsins til handa Grikkjum bæti enn meira fylgi við sig í kosningunum sem framundan eru. Það myndi væntanlega leiða til þess að Grikkir hætti í evrusamstarfinu.

Erlent

Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka

Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun.

Erlent

Engar konur á Cannes

Kvikmyndahátíðin fræga í Cannes í Frakklandi hefst í dag en hátíðin í ár hefur verið gagnrýnd fyrir skort á myndum eftir konur. Opnunarmynd hátíðarinnar að þessu sinni er Monnrise Kingdom eftir bandaríska leikstjórann Wes Anderson og með stórleikarann Bill Murrey í aðalhlutverki.

Erlent

Tenging milli matarvenja og sykursýki

Fólk sem borðar hratt er líklegra til að þróa með sér tegund 2 af sykursýki en þeir er snæða hægt og rólega. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Litháen og kynnt á ráðstefnunni International Congress of Endocrinology.

Erlent

Svörtu kassarnir fundnir

Björgunarlið í Indónesíu hefur fundið svörtu kassana úr rússnesku Sukhoi þotunni sem hrapaði í landinu á dögunum með þeim afleiðingum að allir um borð, fimmtíu talsins, fórust. Vélin, sem var af nýrri tegund farþegavéla sem Rússar voru að reyna að selja Indónesum, hrapaði í hlíðum eldfjalls tæpri klukkustund eftir að hafa lagt af stað í kynningarflug frá höfuðborginni Jakarta. Vonast er til að kassarnir geti varpað ljósi á hvað varð til þess að vélin hrapaði en rannsókn á kössunum ætti að taka tvær til þrjár vikur.

Erlent

Tvöfalt fleiri stunda vændi

Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis.

Erlent