Erlent

Eina í heiminum sem fær neglur í andlitið

Hin tuttugu og átta ára gamla Shanyna Isom frá Bandaríkjunum hefur gengið í gegnum margt á síðustu árum því fyrir þremur árum byrjuðu neglur að vaxa á andliti hennar. Hvers vegna það gerðist - veit enginn.

Erlent

Minntust þess að 35 ár eru liðin frá andláti Presley

Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona rokkgoðsins Elvis Presley, og Lisa Marie einkadóttir þeirra vöktu gríðarlega hrifningu þegar þær birtust óvænt í Graceland þar sem þess var minnst í gær að 35 ár eru liðin frá því að Elvis lést.

Erlent

Assange veitt hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnanda upplýsingaveitunnar WikiLeaks, hefur verið veitt hæli í Ekvador. Þetta tilkynnti Ricardo Patino, utanríkisráðherra Ekvador fyrir stuttu.

Erlent

Ákvörðun ráðamanna í Ekvador væntanleg

Yfirvöld í Bretlandi munu koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi upplýsingaveitunnar WikiLeaks, fari úr landi þó svo að stjórnvöld í Ekvador veiti honum hæli. Ráðamenn í Ekvador munu tilkynna um ákvörðun sína í dag.

Erlent

Skotárás á herflugvelli í Pakistan

Íslamskir vígamenn réðust á einn stærsta herflugvöll Pakistans í nótt. Tveir hermenn og sex ódæðismenn létust í átökunum en skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir.

Erlent

Tugir fórust í námuslysi

Að minnsta kosti sextíu verkamenn fórust þegar gullnáma í Kongó hrundi. Mennirnir voru á rúmlega hundrað metra dýpi. Slysið átti sér stað í suðurhluta Kongó.

Erlent

Fönix - Fæðingardeild stjarnanna

Vísindamenn við Tækniháskólann í Massachusetts hafa uppgötvað risavaxna þyrpingu vetrarbrauta þar sem hundruð nýrra stjarna vakna til lífsins á ári hverju.

Erlent

Skip Robert Falcon Scotts fundið við Grænland

Hópur fræðimanna rannsakar nú skipsflak sem fannst undan suðvesturströnd Grænlands fyrir nokkru. Grunur leikur á að flakið sé hið fornfræga SS Terra Nova sem flutti breska landkönnuðinn Robert Scott að Suðurskautinu fyrir rúmri öld síðan.

Erlent

Risapottur í bandarísku happdrætti

Einn var með allar tölur réttar í bandaríska Powerball happdrættinu í gær. Það var til mikils að vinna enda var potturinn einn sá stærsti í sögu Norður-Ameríku.

Erlent

Hóta að ráðast inn í sendiráð Ekvador

Yfirvöld í Bretlandi hafa hótað að brjótast inn í sendiráðsbyggingu Ekvador í Lundúnum. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur búið í sendiráðinu frá því að hann bað um hæli í Ekvador fyrir nokkru.

Erlent

Dökkt súkkulaði gott við háþrýstingi

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að dökkt súkkulaði geti verið mikil heilsubót fyrir þá sem þjást af háþrýstingi. Það var hópur ástralska vísindamanna sem stóð fyrir rannsókninni.

Erlent

Ábyrgðin sögð liggja hjá Sýrlandsstjórn

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakar Sýrlandsstjórn um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Uppreisnarmenn hafa einnig gerst sekir um morð, pyntingar og kynferðisofbeldi, en þó í minna mæli en stjórnarliðar.

Erlent

Vaxandi harka í deilu um eyjar

Enn á ný deila Japanar og Suður-Kóreumenn hart um yfirráð nokkurra lítilla eyja í hafinu á milli þeirra. Spenna milli ríkjanna hefur vaxið eftir að Lee Myung-bak, forsætisráðherra Suður-Kóreu, sigldi í síðustu viku til eyjanna, sem nefnast Takeshima á japönsku en Dokdo á kóresku.

Erlent

Mikil innspýting í brasilíska hagkerfið

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, kynnti í gær áform um umfangsmiklar efnahagslegar örvunaraðgerðir í landinu. Hyggst ríkisstjórn hennar verja jafngildi tæplega 8.000 milljarða íslenskra króna í fjárfestingar í innviðum landsins, svo sem í gatna- og járnbrautarkerfi.

Erlent

Fús til að veita Grikkjum frest

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, segist alveg til í að veita Grikkjum lengri frest til að ná fram ströngum sparnaði í ríkisútgjöldum. Frá þessu er skýrt í þýskum fjölmiðlum á Netinu.

Erlent

Górillubræður himinlifandi að hittast á ný

Það voru sannkölluð gleðistund í dýragarðinum í Wiltshire-sýslu í Bretlandi á dögunum þegar bræðurnir Kesho og Alf hittust í fyrsta skiptið í næstum því þrjú ár. Þeir knúsuðust eins og sönnum górillum sæmir.

Erlent

Samdi lag til stuðnings Pussy Riot

Á föstudaginn mun dómari kveða upp dóm yfir stúlkunum í hljómsveitinni Pussy Riot en þær gætu átt yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði þær fundnar sekar um að mótmæla í dómkirkjunni í Moskvu í febrúar á þessu ári.

Erlent

Svindlaði í Scrabble-móti - faldi auða skífu innanklæða

Ungur þátttakandi í alþjóðlegru Scrabble-móti sem fer nú fram í Bandaríkjunum var vísað úr keppni eftir að dómarar urðu þess varir að hann faldi auða-skífu innanklæða. Á skífunum eru bókstafir og gefa þeir mismikið af stigum en í spilinu eru einnig nokkrar auðar skífur, sem gilda sem allir bókstafir.

Erlent

Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til

Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til.

Erlent

Bill Gates leitar að framúrstefnulegum klósettum

Klósett sem notar örbylgjur til að breyta kúk í rafmagn, klósett sem breytir hægðum í kol og klósett sem er sólarorkuknúið voru meðal númera á hönnunarsýningu sem Bill og Melinda Gates stóðu fyrir í því skyni að bæta hreinlæti í heiminum.

Erlent

Segja sýrlensk stjórnvöld bera ábyrgð á blóðbaðinu í Houla

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á blóðbaðinu í Houla fyrr í sumar. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsakendur hafi rætt við yfir 700 manns, meðal annars hermenn sem hafa flúið land og óbreytta borgara.

Erlent

Sprengjuárás í höfuðborg Sýrlands

Mikil sprenging varð í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, í dag. Sprengjuárásin var nærri hóteli sem hefur verið notað að undanförnu af starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna.

Erlent

„Sænska leiðin“ hefur ekki skilað árangri

Tilraun sænskra stjórnvalda til að stemma stigu við vændi með því að gera kaup á kynlífsþjónustu refsiverð hefur ekki skilað tilætluðum árangri, hvorki í baráttu gegn mansali né gegn útbreiðslu HIV-veirunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var á ráðstefnu í Washington í síðasta mánuði.

Erlent

Ástralska ríkið hafði betur gegn tóbaksframleiðendum

Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi.

Erlent

Grunaðir um að kaupa þjónustu ólögráða vændiskonu

Frönsku knattspyrnumennirnir Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu sem var undir lögaldri. Mennirnir áttu báðir að leika fyrir franska landsliðið gegn Úrúgvæ í dag. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tvö ár, en báðir neita þeir ásökununum. Vændiskonan sem þeir voru í viðskiptum við segir að hvorugur þeirra hafi vitað að hún hafi einungis verið sextán ára þegar þeir voru í samskiptum við hana.

Erlent

Auglýsa eftir sjálfsmorðsárásarmönnum á Netinu

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda óska eftir fólki til að gera sjálfsmorðsárás í atvinnuauglýsingu sem birt er á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Á vefnum The Times of Israel er fjallað um málið. Þar segir að í auglýsingunni sé óskað eftir andlega þroskuðum múslimum sem geti helgað sig verkefninu, eins og það er orðað. Vefsíðan sem auglýsingin er birt á heitir Sjumuk al-islam og er sagt eitt helsta málgagn Al Qaeda á Netinu.

Erlent

Verður ekki framseldur

Níræður karlmaður að nafni Charles Zentai vann í gær mál gegn áströlskum stjórnvöldum sem hugðust framselja hann til Ungverjalands. Hann er grunaður um stríðsglæpi með því að hafa starfað fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöld og að hafa pyntað og myrt ungling í Budapest, höfuðborg Ungverjalands árið 1944. Hæstiréttur í Ástralíu komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það hefðu ekki verið til nein lagaákvæði um stríðsglæpi árið 1944 og því bæri stjórnvöldum ekki að framselja hann. Maðurinn neitar öllum sökum sem bornar eru á hann.

Erlent