Erlent

Milljarður í uppbyggingu í Útey

Ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins ætlar að eyða sextíu milljónum norskra króna í uppbyggingu í Útey. Það eru um 1,2 milljarðar íslenskra króna.

Erlent

50% ánægð með aðildina

Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun.

Erlent

Vísindakirkjan læknar fórnarlömb Agent Orange

Fórnarlömb efnavopna bandaríkjahers í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum bíða nú eftir hreinsunarmeðferð í boði Vísindakirkjunnar. Eins og stendur liggja 24 fórnarlömb á spítalanum í Hanoi og bíða meðferðarinnar.

Erlent

Stúlkan sem lifði af gæti enn lifað eðlilegu lífi

Fjögurra ára stúlka sem lifði af skotárás í frönsku Ölpunum og beið hreyfingarlaus undir líki móður sinnar í 8 klukkustundir hefur enn möguleika á að lifa allt að því eðlilegu lífi. „Hún þarf að komast aftur heim til sín, í sitt eigið rúm og njóta umönnunar fólks sem hún treystir,“ segir sérfræðingur.

Erlent

Vildi selja fíkniefni en sendi löggu SMS

Það hafa eflaust margir sent textaskilaboð í vitlaust símanúmer. Í flestum tilvikum er beðist afsökunar og málið er úr sögunni. En það var þó ekki alveg svoleiðis hjá þrjátíu og sjö ára gömlum Bandaríkjamanni á dögunum.

Erlent

Ljóseindir verkuðu hvor á aðra í órafjarlægð

Alþjóðlegt rannsóknarteymi fékk á dögunum athyglisverðar niðurstöður úr tilraun þegar þeim tókst að láta tvær ljóseindir hafa áhrif hvor á aðra þó þær væru aðskildar og staðsettar í 143 kílómetra frá hvorri annarri. Afrekið er heimsmet í svonefndu "quantum teleportation" sem grundvallast á nokkurs konar fjarsambandi öreinda.

Erlent

Breivik ætlar ekki að áfrýja

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik ætlar ekki að áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í lok ágúst vegna hryðjuverkanna í miðborg Oslóar og Útey síðasta sumar.

Erlent

Líki geimfarans Neil Armstrong verður sökkt í sæ

Fjölskylda geimfarans Neil Armstrongs hefur ákveðið að líki hans verði sökkt í sæ. Fer sú athöfn fram í kjölfar útfarar Armstrongs sem haldin verður í þjóðardómkirkjunni í Washington honum til heiðurs þann 13. september n.k.

Erlent

Hjálparsamtök rekin frá Pakistan

Öllu erlendu starfsfólki hjálparsamtakanna Save the Children hefur verið gert að yfirgefa Pakistan innan tveggja vikna. Engin skýring var gefin á fyrirskipuninni, en fréttaritarar á staðnum telja fullvíst að ástæðuna megi rekja til aðgerðarinnar sem leiddi til dauða Osama bin Laden.

Erlent

Lufthansa aflýsir um 1200 flugum

Flugfélagið Lufthansa í Þýskalandi neyðist til að aflýsa um 1.200 flugum nú um helgina vegna verkfalls flugliða. Verkfallið gæti bitnað á yfir hundrað þúsund farþegum.

Erlent

Sparkaði í punginn á kennaranum sínum

Myndband af ungri rússneskri stúlku í enskutíma hefur vakið mikla athygli á internetinu síðustu daga. Þar sést hvernig kennarinn hennar skammar hana fyrir framan allan bekkinn.

Erlent

Höfðu einbeittan vilja til þess að myrða

Norska lögreglan telur að mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Sigrid Schjetne að bana hafi haft einbeittan vilja til þess að myrða einhvern þetta kvöld. Tilviljun hafi hins vegar ráðið því að það var Sigrid sem varð fyrir valinu.

Erlent

Barstarfsmenn drekka óhóflega

Starfsmenn veitingahúsa og bara í Svíþjóð eru líklegri til þess að drekka óhóflega mikið en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri sænskri rannsókn.

Erlent

Obama formlega útnefndur

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun í kvöld taka við útnefningu sem fulltrúi Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum.

Erlent

Of seint að tala um umbætur

„Það er of seint að tala um umbætur, nú er tími kominn á breytingar,“ sagði Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, um ástandið í Sýrlandi, þar sem Bashar al Assad forseti reynir enn að berja niður uppreisn. Morsi segir að Assad ætti að draga lærdóm af nýlegri sögu, og vísaði þar til byltinga víða í arabaheiminum.

Erlent

Sjálfboðaliðum þakkað

Hundruð manna mættu í gær til minningarathafnar um Sigrid Giskegjerde Schjetne, sex-tán ára stúlku sem fannst látin á mánudagskvöld, mánuði eftir að hún hvarf.

Erlent

Arafat verður grafinn upp

Hópur franskra réttarmeinafræðinga heldur á næstu dögum til Ramallah á Vesturbakkanum í því skyni að grafa upp lík Jassers Arafats, sem lengi var helsti leiðtogi Palestínumanna.

Erlent