Erlent

Jarðskjálfti í Kólumbíu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kólumbíu í gærkvöld. Samkvæmt mælingum bandarísku jarðfræðistofnunarinnar var skjálftinn sjö komma eitt stig.

Erlent

Gríðarlegt mannfall í Sýrlandi og eyðilegging minja

Auk gríðarlegs mannfalls í átökum uppreisnarmanna og Sýrlandsstjórnar hafa óafturkræfar skemmdir orðið á heimsminjum í landinu. Um helgina logaði eldur í fornum útimarkaði innan borgarvirkisins í miðborg Aleppo, stærstu borg landsins. Markaðurinn sem enn er starfræktur er vinsæll ferðamannastaður og á heimsminjaskrá UNESCO.

Erlent

Gæti verið sýnd miskunn ef þær iðrast

Forsvarsmenn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar gáfu til kynna í dag að kirkjan myndi sýna þremur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot miskunn ef þær myndu iðrast gjörða sinna. Á morgun verður áfrýjun þeirra tekin fyrir en þær voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að halda svokallaða pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Tilefni stúlknanna var að mótmæla Vladímir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent

Fjölskyldan á leið til Bordeaux

Fjölskylda Megan Stammers, fimmtán ára breskrar stúlku sem stakk af með stærfræðikennaranum sínum, er nú á leið til Frakklands til að hitta hana. Foreldrar stúlkunnar hafa þegar náð að heyra í henni í síma og vonast þau til að geta farið aftur heim með hana til Sussex á englandi um helgina. Stúlkan fannst ásamt þrítugum stærfræðikennara sínum í Bordeaux í Frakklandi eftir umfangsmikla leit í um viku.

Erlent

Danska Séð og heyrt ekki með fleiri nektarmyndir af Middleton

Kim Henningsen, ritstjóri danska slúðurblaðsins Se og Hör, segir að blaðið hafi ekki fleiri nektarmyndir af Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, undir höndum. Orðrómur hefur verið um að blaðið ætli að birta fleiri myndir af hertogaynjunni og í þetta skiptið eigi Middleton að vera alveg nakin á myndunum. Henningsen segir orðróminn ekki á rökum reistan, líklega séu menn að rugla saman við brjóstamyndirnar sem blaðið birti í byrjun mánaðarins.

Erlent

Mikil flóð á Spáni

Átta létu lífið, þar af tvö börn, í miklum flóðum í suðurhluta Spánar í gær. Sex hundruð, hið minnsta, hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent

Samuel L Jackson: Drullastu á lappir

Kosningabaráttan er farin að harðna í Bandaríkjunum. Nýjasta útspil stuðningsmanna Obama er auglýsing þar sem Hollywoodleikarinn Samuel L. Jakcson leikur aðalhlutverk.

Erlent

Uppreisnarmenn skortir vopn

Hörð átök geisa nú í sýrlensku borginni Aleppo en samkvæmt fréttaflutningi ríkissjónvarpssins hafa stjórnarandstæðingar þurft að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarhermönnum.

Erlent

Skattur auðmanna í 75 prósent

Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, segir að nýr 75 % hátekjuskattur verði lagður á þá sem hafa meira en milljón evrur í árstekjur. Það samsvarar um það bil 160 milljónum króna, eða rúmlega þrettán milljónum í mánaðartekjur.

Erlent

Rauðir íkornar að útrýmast á Ítalíu

Rauðir íkornar hafa smám saman týnt tölunni á stórum svæðum á Ítalíu og vísindamenn hafa áhyggjur af yfirvofandi útrýmingu þeirra í landinu. Ástæðan er innrás grárra íkorna og sívaxandi umsvif þeirra.

Erlent

Óumflýjanlegt að loka skólum Bretanna í Afganistan

Veigamikill þáttur í starfi breskra hermanna í Afganistan hefur verið að byggja skóla og heilsugæslustöðvar víðsvegar í landinu. Fleiri hundruð milljónum hefur verið eytt í það uppbyggingastarf síðustu sex árin en nú lítur út fyrir að Afganistar neyðist til að loka hluta af skólunum.

Erlent

Hústökumaður fangelsaður í fyrsta sinn

Rúmlega tvítugur maður var nýverið dæmdur til fangelsisvistar í Bretlandi fyrir að gera hús sem hann átti ekki að dvalarstað sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem hústökumaður er dæmdur eftir nýrri löggjöf um hústökufólk sem tók gildi 1. september í ár í landinu.

Erlent

Sakar Ísraela um þjóðernishreinsanir

Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, stigu báðir í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Erlent

Átökin aldrei verið harðari

Sýrlenski stjórnarherinn sendi í gær smáskilaboð í farsíma flestra íbúa landsins þar sem skorað var á uppreisnarherinn í landinu að gefast upp, og sagt að barátta hans væri hvort eð er töpuð.

Erlent

Myrti móður sína vegna deilna um útivistartíma

Sextán ára unglingur búsettur í Bronx-hverfinu í New York játaði í gær að hafa skotið móður sína þar sem hún var sofandi á heimili þeirra. Samkvæmt New York Post lést móðir hans ekki strax af sárum sínum, heldur lamdi unglingurinn móður sína að lokum til bana með hafnaboltakylfu.

Erlent