Erlent

Vildi 60 milljónir evra í tóbaksmútur

Sænska munntóbaksframleiðandanum Swedish Match bauðst í fyrra að greiða 60 milljónir evra til að geta haft áhrif á væntanlega löggjöf ESB um tóbak. Greiða átti peningana í tveimur áföngum, 10 milljónir evra beint á borðið og 50 milljónir evra eftir lagabreytingu. Þetta upplýsir upplýsingastjóri Swedish Match, í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet.

Erlent

Heilastarfsemin virðist eðlileg

Pakistanska stúlkan Malala Yousufzai er á hægum batavegi á sjúkrahúsi í Bretlandi, en þangað var hún flutt eftir að hún varð fyrir skotárás í heimabæ sínum í Pakistan.

Erlent

Fágætt viðtal við frænda leiðtoga Norður-Kóreu

Frændi leiðtoga Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, kom fram í viðtali í Bosníu, þar sem hann stundar nám þessa stundina. Frændinn, sem heitir Kim Han-sol er sautján ára gamall og ólst meira eða minna upp í Maká og Kína. Faðir hans, Kim Jong-nam er bróðir Kim Jong-il hins alræmda einræðisherra Norður-Kóreu, sem lést í desember á síðasta ári.

Erlent

Leikkonan sem lék Emmanuelle er látin

Hollenska leikkonan Sylvia Kristel er látin, sextug að aldri. Hún varð þekkt í kvikmyndasögunni fyrir hlutverk sitt sem Emmanuelle í samnefndum léttbláum kvikmyndum á áttunda áratug síðustu aldar.

Erlent

Tímamótareikistjörnufundur

Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu, álíka massamikla og jörðina, á braut um stjörnu í Alfa Centauri-kerfinu, sem er nálægasta stjörnukerfi við jörðina, í um 4,3 ljósára fjarlægð. Þetta kemur fram á Stjörnufræðivefnum.

Erlent

Hundruð manna mótmæla

Jafnt kaþólskir íbúar Norður-Írlands sem mótmælendur tóku þátt í mótmælum í Belfast í gær gegn fyrstu fóstureyðingarstofunni sem opnuð er á Írlandi.

Erlent

Hollande og Merkel greinir á um leiðir

Ágreiningur milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og François Hollande Frakklandsforseta setur svip sinn á tveggja daga leiðtogafund Evrópusambandsins, sem hófst í Brussel í gær.

Erlent

Mikilvægt fólk fær ekki að fara frá Kúbu

Íbúar á Kúbu geta brátt ferðast úr landi án þess að þurfa að fá sérstaka brottfararheimild frá stjórnvöldum og greiða fyrir háa upphæð. Kúbustjórn tilkynnti um þetta í ríkisdagblaðinu Granma og sagði nýja fyrirkomulagið taka gildi 14. janúar.

Erlent

Kambódíubúar syrgja Sihanuk

Jarðneskar leifar Norodoms Sihanouk, fyrrverandi konungs Kambódíu, voru í gær fluttar heim til Kambódíu frá Kína þar sem hann lést á mánudaginn. Sihanouk hafði dvalið í Kína frá því í janúar, þar sem hann gekkst undir læknismeðferð. Sihanouk ríkti í Kambódíu á árunum 1941 til 1955 og síðan aftur frá 1993 til 2004, en þá tók sonur hans, Norodom Sihamoni, við tigninni.

Erlent

Ótrúleg björgun þegar fílskálfur féll í brunn

Þörf var á hröðum handtökum í Keníu á dögunum þegar tilkynnt var um átta mánaða gamlan fílskálf sem fallið hafði í brunn. Þrír vaskir náttúruverndarsinnar stukku þá til og brunuðu í átt að uppsprettunni.

Erlent

Dreginn fyrir dómstóla fyrir að misbjóða heittrúuðum

Píanóleikarinn þekkti, Fazil Say, var leiddur fyrir dómstóla í Istanbúl í Tyrklandi ákærður fyrir að vekja hatur og misbjóða gildum múslima. Málið snýst um örfærslur sem hann skrifaði inn á Twitter síðu sína þar sem hann gerði góðlátlegt grín af öfgakenndum múslimum.

Erlent

Vopnahlé á fórnarhátíð gæti skipt sköpum

Lakhdar Brahimi, erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi, skorar á stjórnarherinn og uppreisnarmenn að leggja niður vopn í fjóra daga meðan fórnarhátíð múslima er haldin síðar í þessum mánuði.

Erlent

Tugmilljónir í reiðhjólaförgun

Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn áætla að verja jafngildi tæpra 50 milljóna íslenskra króna í ár til þess að fjarlægja reiðhjól sem hafa verið yfirgefin víðs vegar um borgina.

Erlent

Twitter lokar á nýnasista í Þýskalandi

Samskiptavefurinn Twitter hefur lokað á aðgang nýnasistagrúppu sem hélt uppi áróðri á vefnum. Það voru þýsk stjórnvöld sem kröfðust þess að aðgangnum yrði lokað. Tíst nýnasistagrúppunnar verður ekki sýnilegt notendum Twitter í Þýskalandi, þótt fólk í öðrum löndum geti séð það. Þetta er í fyrsta sinn sem samskiptavefurinn beitir svokölluðum heimaritskoðunarreglum, sem settar voru í janúar síðastliðnum. Sú regla gengur út á að loka á efni í tilteknum löndum ef tístið brýtur gegn lögum þar. Eins og kunnugt er hefur nýnasistaáróður verið bannaður í Þýskalandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Erlent

Allt að 20 gráðu hiti og sól í Danmörku

Á meðan kalt veður er allsráðandi á Íslandi búa frændur okkar Danir við þann sjaldgæfa lúxus að allt að 20 gráðu hiti er í Danmörku í dag með sól og blíðu. Það er afarsjaldgæft að svo mikill hiti mælist í landinu í miðjum október.

Erlent

Paul Ryan notaði súpueldhús í pólitískum tilgangi

Aðstandendur svokallaðs súpueldhúss í bænum Youngstown í Ohio, þar sem fátækum er gefinn hádegismatur á hverjum degi, eru æfir af reiði út í Paul Ryan varaforsetaefni Mitt Romney. Saka þeir Ryan um að hafa notað súpueldhúsið í pólitískum tilgangi.

Erlent

Friðarviðræður hafnar í Ósló

Friðarviðræður milli skæruliðasveitanna FARC og Kólumbíustjórnar hófust í Ósló í gær. Þetta er í annað sinn sem reynt er að semja af alvöru um frið við skæruliðana, sem áratugum saman hafa barist við stjórnarherinn í Kólumbíu.

Erlent

Fundu plánetu með fjórar sólir

Áhugamenn um stjörnufræði duttu niður á stórmerka uppgötvun á dögunum þegar þeir komu auga á reikistjörnuna PH1 sem er í nágrenni við fjórar sólir. Raunar er um að ræða tvö tvístirni, A og B, en PH1 og B snúast um A. PH1 er að öllum líkindum gasstjarna í líkingu við Neptúnus eða Úranus.

Erlent

Uppreisnarliðið tók tugi af lífi

Uppreisnarmenn í Líbíu tóku tugi stuðningsmanna Múammars Gaddafí, og líklega hann sjálfan, af lífi án dóms og laga þegar þeir náðu heimabæ hans, Sirte, á vald sitt fyrir einu ári.

Erlent

Ætlaði að sprengja Seðlabanka Bandaríkjanna

Talið er að 21 árs gamall karlmaður frá Bangladesh hafi ætlað að sprengja byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna í loft upp. Maðurinn, sem heitir Quazi Muhammed Rezwanul Ahsan Nafis, var handtekinn í New York í dag.

Erlent