Erlent

Ísrael muni „gera við Hamas það sem heimurinn gerði við ISIS“
Bandarísk stjórnvöld hafa áréttað að engin áform séu uppi um að senda hermenn til Ísraels, þrátt fyrir átökin sem nú geisa þar í landi og í Palestínu. Búast má við miklu mannfalli á næstu dögum og jafnvel vikum.

Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg
Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið .

„Staðan er í einu orði sagt hryllileg“
Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina.

Hægrimenn í Þýskalandi á siglingu eftir kosningar helgarinnar
Hægrimenn í Þýskalandi fögnuðu mikið um helgina eftir að Kristilegir demókratar, Frjálsir kjósendur og Valkostur fyrir Þýskaland unnu mikla sigra í kosningum til þings í sambandsríkjunum Hessen og Bæjaralandi, tveimur af auðugari sambandsríkjum landsins, í gær.

Varnarmálaráðherra Ísrael fyrirskipar algjört umsátur um Gaza
Varnarmálaráðherra Ísrael segist hafa fyrirskipað algjört umsátur um Gaza. Ekkert vatn, enginn matur, ekkert rafmagn, ekkert eldsneyti, er haft eftir honum í erlendum miðlum.

Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran
Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum.

Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna
Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna.

Um það bil 1.100 látnir og útlit fyrir meiri blóðsúthellingar
Íbúum í borginni Sderot í suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sig heima við í dag. Borgarstjórinn Alon Davidi segir hryðjuverkamenn í og umhverfis borgina og þá heyrast byssuskot á götum úti.

Íran hafi komið að skipulagningu árásanna yfir nokkurra vikna skeið
Yfirmenn íranska hersins hjálpuðu til við að skipuleggja óvænta árásarhrinu Hamassveita á Ísrael yfir nokkurra vikna skeið, og gáfu grænt ljós á árásina síðasta mánudag.

Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran
Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum.

„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“
Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin.

„Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur“
Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Mörg þúsund til viðbótar hafa særst. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

128 ára múmía lögð til hinstu hvílu
Bandarískur vasaþjófur sem lést árið 1895 var loks lagður til hinstu hvílu í gær. Hann hefur verið til sýnis í opinni kistu í 128 ár.

Ógnvekjandi sögur berast frá Ísrael: „Ég sá fólk deyja allt um kring“
Ísraelsk kona sem var gestur á tónlistarhátíð skammt frá Gasaströndin þegar hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu árás faldi sig undir tré í þrjár klukkustundir meðan skotregn dundi úr öllum áttum. Fjölskyldur ungs fólks sem var á næturklúbbi nærri Kibbutz Re'im á sama tíma segja enga hjálp frá yfirvöldum að fá, en margra gesta klúbbsins er enn saknað.

Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela.

Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“
Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun.

Tala látinna í Afganistan komin yfir tvö þúsund
Meira en tvö þúsund manns hafa látist og tíu þúsund manns slasast eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir Afganistan í gær, skjálftarnir eru sagðir þeir mannskæðustu í landinu í langan tíma.

Harðir bardagar standa enn yfir
Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi.

Óttast að átökin verði langvinn
Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar.

Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast
Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið.

Ísraelsferð níutíu Íslendinga í uppnámi en allir heilir á húfi
Íslenskur fararstjóri sem staddur er í Jerúsalem með hóp níutíu farþega segir hópinn heilan á húfi, en sé engu að síður uggandi yfir að ferðin sé komin í uppnám. Mörg hundruð manns eru látnir báðum megin landamæra Ísraels og Palestínu.

Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta
Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð.

Óttast veggjalúsafaraldur í Frakklandi
Frönsk stjórnvöld hafa þurft að loka sjö skólum í vikunni vegna veggjalúsar. Menntamálaráðherra Frakklands óttast að veggjalúsafaraldur sé í uppsiglingu.

Sakborningar í morðmáli forsetaframbjóðanda drepnir í fangelsi
Mennirnir sex sem grunaðir eru um morðið á ekvadorska forsetaframbjóðandanum Fernando Villavicencio í ágúst eru nú sagðir hafa verið drepnir í fangelsi í Guayaquil í Ekvador, viku fyrir seinni umferð forsetakosninganna.

„Við erum í stríði“
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael.

Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði
Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu.

Segir eldflaugaregn í Ísrael stríðsyfirlýsingu
Varnarmálaráðherra Ísrael segir að Hamas-samtökin hafi lýst yfir stríði gegn Ísrael með eldflaugaárás sem átti sér stað í nótt, snemma morguns á staðartíma.

Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið
Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns.

Tekin úr loftinu vegna ráðabruggs um mannrán og morð
Breska sjónvarpsstjarnan Holly Willoughby mætti ekki í þáttinn This Morning Show, sem hún hefur stýrt frá árinu 2006 á ITV-sjónvarpsstöðinni, í morgun vegna ótta um öryggi hennar. Hinn 36 ára gamli Gavin Plumb hefur verið handtekinn vegna málsins og er grunaður um að skipuleggja mannrán og morð á Willoughby.