Boðorðin tíu upp á vegg í öllum skólastofum í Louisiana Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 23:56 Boðorðin tíu úr Biblíunni. Vísir/Getty Boðorðin tíu verða að vera til sýnis í öllum kennslustofum í opinberum skólum í Louisiana ríki í Bandaríkjunum. Það er allt frá leikskólum og til háskóla. Ríkisstjóri Louisiana, Jeff Landry, staðfesti lög þess efnis í dag. Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980. Trúmál Bandaríkin Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Louisiana er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir þessa kröfu. Samkvæmt lögunum eiga boðorðin tíu að vera á plakati og á letrið að vera stórt og auðlesið. Flutningsmenn setja tilgang laganna ekki aðeins trúarlegan heldur einnig sögulegan. Í lagatextanum segir að boðorðin tíu séu grunnskjal í Bandaríkjunum og hjá ríkisstjórninni. Með boðorðunum á plakatinu á að fylgja fjögurra málsgreina yfirlýsing sem lýsir því hversu stóru hlutverki boðorðin gegni í bandarísku menntakerfi og hafi gert það síðustu þrjá áratugina. Samkvæmt lögunum verður plakatið að vera komið upp á vegg í öllum skólastofum á næsta ári. Greiða á fyrir plakötin með framlögum. Framlög ríkisins verða ekki nýtt í innleiðingu. Lögin heimila einnig, en krefjast ekki, sýningu Mayflower-sáttmálans, sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og Northwest reglugerðina. Fram kemur í frétt AP um málið að andstæðingar laganna eigi von á því að lögin verði kærð til dómstóla. Samtök sem vilja halda trúmálum utan kennslustofunnar lýstu því yfir strax við undirritun laganna að þau ætluðu að fara með málið fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá ýmsum mannréttindsamtökum í dag eins og the American Civil Liberties Union, Americans United for Separation of Church og State and the Freedom from Religion Foundation kom fram að með innleiðingu laganna myndu ekki öll börn verða örugg í skólakerfinu og ekki vera jafnrétti. Þá kemur einnig fram í frétt AP að svipuð frumvörp hafi verið lögð fram í öðrum ríkjum í Bandaríkjunum en engum hafi tekist að fá þau samþykkt. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður úrskurðað um svipuð lög sem samþykkt voru í Kentucky. Dómstóllinn úrskurðaði í því máli árið 1980.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira