Fótbolti

Fámennur stuðningsmannahópur Barca á San Siro

Samkvæmt heimildum ítalska dagblaðsins La Repubblica mun Barcelona ekki fá mikinn stuðning á San Siro-leikvanginum í kvöld þegar liðið mætir Inter í Meistaradeildinni því aðeins um 400 stuðningsmenn Börsunga munu hafa lagt á sig ferðalagið til Mílanóborgar.

Fótbolti

Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum

KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum.

Íslenski boltinn

Anelka: Við söknuðum Drogba á móti Porto

Nicolas Anelka er á því að fjarvera Didier Drogba hafi verið ein aðalskýringin á bitleysi sóknarleiks Chelsea á móti Porto í Meistaradeildinni í gær. Chelsea vann leikinn 1-0 og skoraði Anelka sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.

Fótbolti

Peter Kenyon að hætta sem stjórnarformaður Chelsea

Peter Kenyon mun hætta sem stjórnarformaður Chelsea 31. október samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kenyon hefur starfað hjá Chelsea í fimm og hálft ár en hann mun ekki yfirgefa félagið alveg heldur sinna áfram ýmsum öðrum störfum hjá félaginu eins og að kom fram fyrir hönd þess hjá UEFA.

Enski boltinn

Galliani: Inzaghi er ótrúlegur

Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan hrósaði hinum 36 ára gamla markvarðahrelli Filippo Inzaghi í hástert eftir tvennu hans í 1-2 sigrinum á Marseille í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld.

Fótbolti

Verða FH-ingar Íslandsmeistarar í kvöld?

FH getur varið Íslandsmeistaratitil sinn í kvöld þrátt fyrir að liðið sé ekki að spila því ef að KR nær ekki að vinna Breiðablik á Kópavogsvelli er ljóst að Hafnfirðingar verða Íslandsmeistarar í fimmta skipti á sex árum.

Íslenski boltinn

Wenger: Leikaraskapur verður áfram til vandræða

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal er sannfærður um að leikmenn muni halda áfram að reyna að blekkja dómara með leikaraskap þrátt fyrir að aganefnd knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) hafi upphaflega dæmt Eduardo Da Silva, framherja Arsenal, í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap.

Enski boltinn

Loksins sigur hjá Emil og félögum í Barnsley

Níu leikir fóru fram í ensku b-deildinni í kvöld og þar voru nokkur Íslendingafélög í eldlínunni. Emil Hallfreðsson var á sínum stað í byrjunarliði Barsley sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann Derby 2-3.

Enski boltinn

Þorvaldur: Ætlum okkur fjórða sætið

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram sagði ekki hafa verið erfitt að halda mönnum á jörðinni, eftir frækin sigur á KR, 1-0, í undanúrslitum VISA-bikarsins um helgina, fyrir leikinn gegn Fjölni í kvöld sem Fram vann, 3-1.

Íslenski boltinn

Meistaradeildin: Ronaldo með tvennu fyrir Real Madrid

Fyrstu leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld þegar átta leikir fóru fram í riðlium a til d. Þar bar hæst að stjörnumprýtt lið Real Madrid vann 2-5 sigur gegn FC Zürich og ensku félögin Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra.

Fótbolti

Lucas: Ég er allt öðruvísi leikmaður en Alonso

Brasilíumaðurinn Lucas Leiva hefur fengið stærra hlutverk hjá Liverpool eftir að Xabi Alonso var seldur til Real Madrid í sumar en miðjumaðurinn vill ekki meina að þeir tveir séu líkir leikmenn þó svo að honum sé ef til vill ætlað að fylla skarð Spánverjans.

Enski boltinn