Fótbolti

Robinho væri fínn í sirkus

Þjóðverjinn Franz Benckenbauer er ekki beint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann hefur viðrað þær aðeins fyrir HM-dráttinn í Suður-Afríku.

Enski boltinn

Drogba vonast eftir léttari riðli en á síðasta HM

Didier Drogba, framherji Chelsea og Fílabeinsstrandarinn vonast til þess að Fílabeinsströndin verði heppnari með riðli en á HM í Þýskalandi 2006. Fílabeinsströndin lenti þá í riðli með Argentínu, Hollandi og Serbíu/Svartfjallalandi.

Fótbolti

Henry gæti byrjað HM í leikbanni

Máli franska landsliðsmannsins Thierry Henry er hvergi nærri lokið en nýjasta nýtt er að FIFA íhugar að setja hann í bann í upphafi HM vegna handarinnar frægu gegn Írum.

Fótbolti

Ferguson sér eftir því að hafa sleppt enska bikarnum árið 2000

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann sjái eftir því að hafa dregið lið sitt út úr ensku bikarkeppninni fyrir tíu árum síðan. Manchester United var ekki með í ensku bikarkeppninni 1999-2000 þar sem félagið valdi frekar að taka þá í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fór í Brasilíu.

Enski boltinn

Brandararnir hans Ancelotti slá í gegn hjá Chelsea

Ray Wilkins, aðstoðarknattspyrnustjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea segir að góður húmor Ítalans hafi hjálpað honum mikið til að komast inn í hlutina hjá enska félaginu. Chelsea hefur aðeins tapað 2 af 21 leik undir stjórn Ancelotti og er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Þórunn Helga bikarmeistari í Brasilíu annað árið í röð

Þórunn Helga Jónsdóttir varð í nótt bikarmeistari í Brasilíu annað árið í röð eftir 3-0 sigur Santos á Botucatu í úrslitaleiknum sem fram fór á Estádio Paulo Machado í Carvalho. Marta skoraði tvö mörk fyrir Santos og Cristiane kom Santos í 2-0. Þórunn Helga kom inn á sem varamaður í leiknum.

Fótbolti

Ferguson: Stjörnur leiksins voru Gibson og Anderson

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með unga miðjumanninn sinn Darron Gibson eftir að hann skoraði bæði mörk United-liðsins í 2-0 sigri á Tottenham í átta liða úrslitum enska deildarbikarins í gær. Gibson átti mjög góðan leik eins og Anderson sem lék við hlið hans.

Enski boltinn

Wenger ætlar að kaupa framherja í janúarglugganum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur gefið það út að hann ætli að kaupa framherja til liðsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar en hann leggur jafnframt áherslu á það að hann ætli ekki að láta þvinga sig til að borga svimandi háa upphæð fyrir nýjan leikmann þótt að nauðsyn sé að bæta við sóknarmann í meiðslahrjáða framlínu liðsins.

Enski boltinn

Carrick ánægður hjá United

Miðjumaðurinn Michael Carrick segist vera ánægður með lífið á Old Trafford þó svo hann fái ekki alltaf að spila eins mikið og hann eflaust vildi sjálfur.

Enski boltinn

Andrey Arshavin: Ennþá í sjokki eftir HM-klúðrið

Andrey Arshavin hjá Arsenal hefur viðurkennt að hann sé ekki enn kominn yfir það að rússneska landsliðinu hafi mistekist að komast á HM í Suður-Afríku. Rússar duttu úr leik eftir 1-0 tap á móti Slóveníu í seinni umspilsleiknum og töpuðu einvíginu á færri mörkum á útivelli.

Fótbolti

Jordao Diogo búinn að framlengja hjá KR

Portúgalski bakvörðurinn Jordao Diogo hefur gert nýjan samning við KR sem gildir út leiktíðina 2011 eða næstu tvö tímabil. Jordao Diogo hefur verið í herbúðum KR-inga síðan sumarið 2008 og hefur spilað 31 leik fyrir Vesturbæjarliðið í úrvalsdeild karla.

Íslenski boltinn

Írland fær ekki að verða 33. þjóðin á HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið það út að Írland fái ekki að vera 33. þjóðin á HM í Suður-Afríku næsta sumar eins og írska knattspyrnusambandið bað um sem lausn á deilunum vegna svindlmarks Frakka í umspilsleik þjóðanna á dögunum.

Fótbolti