Íslenski boltinn

Stefán Eggertsson í Val frá HK

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán Eggertsson.
Stefán Eggertsson. Mynd/Vilhelm

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, nældi sér í bakvörð í dag er Stefán Eggertsson skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn.

Stefán hefur alla sína tíð leikið með HK og á að baki yfir 150 leiki með meistaraflokki.

Stefán er 25 ára gamall og hann segir á heimasíðu Vals að hann sé kominn í félagið til þess að vinna titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×