Íslenski boltinn

Jordao Diogo búinn að framlengja hjá KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Portúgalski bakvörðurinn Jordao Diogo lék vel með KR á síðasta tímabili.
Portúgalski bakvörðurinn Jordao Diogo lék vel með KR á síðasta tímabili. Mynd/Valli
Portúgalski bakvörðurinn Jordao Diogo hefur gert nýjan samning við KR sem gildir út leiktíðina 2011 eða næstu tvö tímabil. Jordao Diogo hefur verið í herbúðum KR-inga síðan sumarið 2008 og hefur spilað 31 leik fyrir Vesturbæjarliðið í úrvalsdeild karla.

Diogo kom til Íslands frá Englandi (lék síðast með Aveley FC) en hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá stórliðinu Benfica. Jordao Diogo er fæddur 12. nóvember 1985 og er því nýorðinn 24 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×