Fótbolti

Sneijder segist til sölu fyrir rétta upphæð

Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir Wesley Sneijder leikmanni Inter í Mílanó að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester-félögin City og United undanfarið.

Fótbolti

Haukur Ingi: Við vildum meira

Haukur Ingi Guðnason átti ágætis innkomu hjá Grindavíkuliðinu þrátt fyrir að hafa spilað lítin fótbolta undanfarin misseri. „Ég er ánægður með að spila fótbolta við svona frábærar aðstæður. Við vildum samt meira og auðvitað fer maður í alla leiki til þess að ná í 3 stig. Það sást líka í seinni hálfleik því bæði lið vildu sigurinn og þá opnaðist leikurinn meira,“ sagði Haukur Ingi.

Íslenski boltinn

Atli Viðar: Virkilega mikilvægur sigur

„Einhvern myndi kalla þetta vinnusigur en það eru stigin þrjú sem skipta máli.Við vorum ekki alveg upp á okkar besta í kvöld en sem betur fer náðum við að tryggja okkur sigur,“ sagði Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH, eftir leikinn.

Íslenski boltinn

Heimir: Ég er mjög ósáttur með strákana

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur með sína menn eftir 1-1 jafntefli við Val á Hásteinsvellinum í dag. Valsmenn voru mun sterkari í leiknum og Heimir viðurkennir að sínir menn eigi bara að vera ánægðir með stigið.

Íslenski boltinn