Íslenski boltinn

Guðjón: Jafntefli hérna er bara sama og tap fyrir okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson átti fínan leik fyrir Valsmenn í 1-1 jafntefli á móti ÍBV á Hásteinsvellinum en var að óhress með að Valsliðið náði ekki að nýta sér betur yfirburði út á velli.

„Það er alltaf hundfúlt að tapa og jafntefli hérna er bara sama og tap fyrir okkur. Við ætluðum að vinna þennan leik og áttum það svo sannarlega skilið. Við gáfum þeim mark á klaufalegan hátt og fengum heldur betur færin til að vinna þennan leik," sagði Guðjón Pétur Lýðsson, sem átti góðan leik á miðjunni á Hásteinsvellinum í dag.

„Við vorum búa til fullt af færum og við vorum að spila mjög vel í þessum leik. Við vorum með yfirhöndina allan leikinn og það er fúlt að fara héðan með aðeins eitt stig.

Við vorum að búa til færi og við vorum að halda þeim algjörlega í skefjum. Það var grátlegt að ná ekki að klára þetta," sagði Guðjón.

„Við erum búnir að spila við FH, KR og ÍBV á stuttum tíma og vildum alls ekki tapa þessum leikjum. Nú er bara að taka næsta leik og komast á smá skrið," sagði Guðjón sem vildi ekki gefa neitt út um stöðu Valsmanna í baráttunni um Íslandsmeistarabikarinn.

„Það er allt hægt en við þurfum bara að hugsa um okkur og safna eins mikið af stigum og við getum. Vonandi skilur það einhverju góðu," sagði Guðjón en voru KR-ingar kannski sigurvegararnir í þessum leik.

„Ég held að ÍBV fagni þessum úrslitum meira en KR. Okkur er eiginlega alveg sama hvað hinir eru að gera. Við ætlum bara að hugsa um okkur og safna eins mikið af stigum og við getum," sagði Guðjón Pétur Lýðsson en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×