Fótbolti

Tryggvi: Setjum pressu á KR

"Þetta var erfiður leikur í kvöld enda eru Blikar með flott lið þó taflan sýni annað,“ sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, eftir sigurinn á Breiðablik í kvöld.

Íslenski boltinn

Ólafur: Þetta þriðja mark slátraði leiknum

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti enn á ný að öskra á sína menn í hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik þegar Fylkisliðið tapaði 1-3 á móti Val á Hlíðarenda í kvöld. Fylkismenn voru komnir 0-3 undir í hálfleik og leikurinn var í raun tapaður.

Íslenski boltinn

Kristján: Við erum búnir að vinna vel í hans málum

Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, fór nýjar leiðir í kvöld þegar hann stillti upp byrjunarliðinu sínu í 3-1 sigri á Fylki. Kristján henti nýliðanum Kolbeini Kárasyni í fremstu víglínu og var með Andra Fannar Stefánsson fremstan á miðjunni. Þetta heppnaðist frábærlega og Valsmenn unnu sinn fyrsta sigur síðan í byrjun júlí.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Grindvík fjarlægist fallsætið

Grindavík vann dramatískan sigur á nágrönum sínum í Keflavík í kvöld, 2-1, með marki mínútu fyrir leikslok. Keflavík situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í seinni hálfleik en Grindavík skoraði úr eina skoti sínu í hálfleiknum.

Íslenski boltinn

Zlatan meiddist á móti æskufélaginu sínu

Zlatan Ibrahimovic meiddist á ökkla í æfingaleik AC Milan á móti æskufélagi sínu Malmö FF í gær en liðin gerðu 2-2 jafntefli í þessum leik. Antonio Cassano kom AC Milan í 1-0 en Svíarnir svöruðu með tveimur mörkum áður en Kevin Boateng tryggði Milanó-liðinu jafntefli í lokin.

Fótbolti

Shevchenko kjálkabrotnaði um helgina

Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Dynamo Kiev, fór illa út úr leik liðsins um helgina. Shevchenko hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en hann varð fyrir því að kjálkabrotna í deildarleik um helgina.

Fótbolti

Dalglish spenntur fyrir Paddy hjá Celtic

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur leyfi eigenda Liverpool til að fjárfesta í fleiri leikmönnum og ensku slúður-blaðamennirnir skrifa um það í morgun að skoski stjórinn ætli sér að ná í Paddy McCourt, kantmann hjá Celtic.

Enski boltinn

Wenger hrósar Joey Barton fyrir hugrekki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var spurður út í möguleikann á því að hann fengi Joey Barton til Arsenal-liðsins eftir markalaust jafntefli við Newcastle um helgina. Barton á víst enga framtíð hjá Newcastle eftir óvinsælar yfirlýsingar sínar að undanförnu.

Enski boltinn

Ferguson: Schmeichel gerði líka mistök í fyrstu leikjunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það taki alla evrópska markverði dágóðan tíma að aðlagast enska boltanum. Ferguson tjáði sig um frammistöðu Spánverjans David De Gea sem hefði átt að gera mun betur í markinu sem hann fékk á sig í 2-1 sigri United á West Bromwich Albion í gær.

Enski boltinn

Þversláin klæddist svörtu og hvítu

KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins.

Íslenski boltinn

Camacho tekur við kínverska landsliðinu

Fyrrverandi þjálfari Real Madrid og spænska landsliðsins , Jose Antonio Camacho, er tekinn við kínverska landsliðinu í knattspyrnu, en hans aðal verkefni verður að koma liðinu á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Fótbolti