Fótbolti

Camacho tekur við kínverska landsliðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jose Antonio Camacho verður næsti landsliðsþjálfari Kína.
Jose Antonio Camacho verður næsti landsliðsþjálfari Kína. Mynd. / Getty Images
Fyrrverandi þjálfari Real Madrid og spænska landsliðsins , Jose Antonio Camacho, er tekinn við kínverska landsliðinu í knattspyrnu, en hans aðal verkefni verður að koma liðinu á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Brasilíu árið 2014.

Camacho hefur skrifað undir þriggja ára samning við kínverska knattspyrnusambandið en hann tekur við af Gao Hongbo.

„Markmiðið verður að koma liðinu á Heimsmeistaramótið í Brasilíu, en það verður hægara sagt en gert og mun kosta mikla vinnu,“ sagði Camacho þegar ljóst varð að hann yrði næsti landsliðsþjálfari Kínverja.

„Ég og aðstoðarmaður minn höfum verið að skoða kínverska knattspyrnu allan sólahringinn síðan að samningaviðræður hófust og það hjálpaði mikið við ákvörðun mína“.

Kínverjar hafa aðeins einu sinni tekið þátt á lokamóti HM árið 2002 í Suður-Kóreu og Japan en þá tapaði liðið öllum leikjum sínum í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×