Þversláin klæddist svörtu og hvítu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 08:00 KR-ingar fagna titlinum á laugardaginn. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Þórsarar öll völd á vellinum. Þeir sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleiknum, skutu tvívegis í þverslána og voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. „Við mættum feikilega sterku liði og vorum ekki á tánum. Við vorum mjög heppnir að haldast inni í þessu og að fara inn í hálfleikinn marki yfir var ótrúlegt," sagði Skúli Jón Friðgeirsson miðvörður KR í leikslok. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins varð Gunnar Már Guðmundsson Þórsari fyrir því áfalli að skalla boltann í eigið net. Í stað þess að fara marki eða mörkum yfir í leikhléið voru Þórsarar marki undir. en KR-ingar höfðu ekki hitt á markið í öllum hálfleiknum. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Þórsarar héldu áfram að skjóta í slána úr dauðafærum og þess utan var Hannes Þór öryggið uppmálað í marki KR-inga. Bæði lið gerðu réttmæta kröfu til vítaspyrnu í hálfleiknum en dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni, voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum. Um miðjan síðari hálfleikinn rak hann Skúla Jón Friðgeirsson af felli í skrautlegu atviki þar sem tveir leikmenn KR fengu gult spjald. Skúli Jón sitt síðara í leiknum. Manni færri virtust KR-ingar hins vegar styrkjast ef eitthvað var. Þórsarar skutu í slá í fimmta skiptið áður en KR-ingar tryggðu sér sigur. Tíu mínútum fyrir leikslok lagði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson boltann fyrir sig á markteig Þórs-liðsins og afgreiddi vel í netið. Tveimur mörkum yfir voru úrslitin ráðin og tólfti bikarmeistaratitill KR í höfn. KR-ingar betri tíu en ellefu„Við vorum skárri í seinni hálfleik en það kviknaði í rauninni ekki á okkur fyrr en ég var rekinn út af. Þá fannst mér við sigla þessu mjög vel heim," sagði Skúli Jón sem verður í leikbanni í næsta leik KR á Íslandsmótinu. Svo skemmtilega vill til að sá leikur er norðan heiða gegn Þór. KR-liðið hefur farið á kostum í sumar en leikurinn var líklega þeirra slakasti í sumar. Liðið vann engu að síður 2-0 sigur sem segir ýmislegt um styrkleika liðsins. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum lélegri aðilinn. Að vinna þetta svona, skora á 82. mínútu. Þetta er ótrúlegt," sagði Baldur Sigurðsson, markaskorari KR-inga. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var svekktur en ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er stoltur af því að vera Þórsari í dag þrátt fyrir að hafa tapað þessum leik. Það var eitthvað sem ég hef ekki skýringu á sem varð til þess að við skoruðum ekki mörk í þessum leik," sagði Páll Viðar. Fellur aldrei með litla liðinuGunnar Már, sóknarmaður Þórs, spilaði í úrslitaleik bikarsins í fjórða skiptið á fimm árum. Tvö fyrstu skiptin var hann í liði Fjölnis sem tapaði gegn stórliðum FH og KR. Það má segja að í þeim leikjum líkt og nú hafi hlutirnir ekki fallið með „litla liðinu". „Nei, allavega ekki í þessum þremur leikjum. Við höfum alls ekki verið síðri aðilinn í leikjunum. 2007 töpuðum við eftir framlengingu, 2008 á sjálfsmarki og hérna komum við þeim á lagið með sjálfsmarki. Þetta er hrikalega sárt og svekkjandi." Sjálfsmark Gunnar Más var einkar snyrtilegt og í raun afgreiðslan sem Þórsarar leituðu að allan leikinn á hinum enda vallarins. „Ég vissi af boltanum einhvers staðar fyrir aftan mig. Ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en ég hefði átt að sleppa því. Í 80 prósentum tilfella eða meira skallar maður boltann hinum megin við stöngina, í 19 prósentum ver markvörðurinn en þetta var alveg út við stöng," sagði Gunnar Már. „Það er aldrei gaman að skora sjálfsmark, sérstaklega í svona leik. Nú veit ég hvernig Kristjáni Haukssyni leið eftir leikinn 2008," sagði Gunnar Már en sjálfsmark Kristjáns tryggði KR-ingum bikarinn árið 2008. Hálfklökkur yfir þessuHannes Þór Halldórsson var frábær í marki KR-inga og þeirra besti maður. Hannes Þór var í liði Fram sem tapaði gegn Breiðablik í úrslitum bikarsins árið 2009 eftir vítaspyrnukeppni. „Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað á fótboltavelli og sat í mér lengi. Ég var staðráðinn í að upplifa hina tilfinninguna í dag. Þetta er jafnæðisilegt og hitt var ógeðslegt." Það vakti mikla athygli þegar Hannes Þór gekk til liðs við KR að loknu síðasta tímabili. Frammistaða Hannesar í marki Fram virtist hafa dalað og margir sem töldu feril hans á niðurleið. Hann hefur hins vegar farið á kostum í búningi Vesturbæjarliðsins. „Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn. Ástæðan fyrir því að ég kom í KR var til að upplifa svona stundir og ég er hálfklökkur yfir þessu," sagði Hannes Þór. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Þórsarar öll völd á vellinum. Þeir sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleiknum, skutu tvívegis í þverslána og voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. „Við mættum feikilega sterku liði og vorum ekki á tánum. Við vorum mjög heppnir að haldast inni í þessu og að fara inn í hálfleikinn marki yfir var ótrúlegt," sagði Skúli Jón Friðgeirsson miðvörður KR í leikslok. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins varð Gunnar Már Guðmundsson Þórsari fyrir því áfalli að skalla boltann í eigið net. Í stað þess að fara marki eða mörkum yfir í leikhléið voru Þórsarar marki undir. en KR-ingar höfðu ekki hitt á markið í öllum hálfleiknum. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Þórsarar héldu áfram að skjóta í slána úr dauðafærum og þess utan var Hannes Þór öryggið uppmálað í marki KR-inga. Bæði lið gerðu réttmæta kröfu til vítaspyrnu í hálfleiknum en dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni, voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum. Um miðjan síðari hálfleikinn rak hann Skúla Jón Friðgeirsson af felli í skrautlegu atviki þar sem tveir leikmenn KR fengu gult spjald. Skúli Jón sitt síðara í leiknum. Manni færri virtust KR-ingar hins vegar styrkjast ef eitthvað var. Þórsarar skutu í slá í fimmta skiptið áður en KR-ingar tryggðu sér sigur. Tíu mínútum fyrir leikslok lagði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson boltann fyrir sig á markteig Þórs-liðsins og afgreiddi vel í netið. Tveimur mörkum yfir voru úrslitin ráðin og tólfti bikarmeistaratitill KR í höfn. KR-ingar betri tíu en ellefu„Við vorum skárri í seinni hálfleik en það kviknaði í rauninni ekki á okkur fyrr en ég var rekinn út af. Þá fannst mér við sigla þessu mjög vel heim," sagði Skúli Jón sem verður í leikbanni í næsta leik KR á Íslandsmótinu. Svo skemmtilega vill til að sá leikur er norðan heiða gegn Þór. KR-liðið hefur farið á kostum í sumar en leikurinn var líklega þeirra slakasti í sumar. Liðið vann engu að síður 2-0 sigur sem segir ýmislegt um styrkleika liðsins. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum lélegri aðilinn. Að vinna þetta svona, skora á 82. mínútu. Þetta er ótrúlegt," sagði Baldur Sigurðsson, markaskorari KR-inga. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var svekktur en ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er stoltur af því að vera Þórsari í dag þrátt fyrir að hafa tapað þessum leik. Það var eitthvað sem ég hef ekki skýringu á sem varð til þess að við skoruðum ekki mörk í þessum leik," sagði Páll Viðar. Fellur aldrei með litla liðinuGunnar Már, sóknarmaður Þórs, spilaði í úrslitaleik bikarsins í fjórða skiptið á fimm árum. Tvö fyrstu skiptin var hann í liði Fjölnis sem tapaði gegn stórliðum FH og KR. Það má segja að í þeim leikjum líkt og nú hafi hlutirnir ekki fallið með „litla liðinu". „Nei, allavega ekki í þessum þremur leikjum. Við höfum alls ekki verið síðri aðilinn í leikjunum. 2007 töpuðum við eftir framlengingu, 2008 á sjálfsmarki og hérna komum við þeim á lagið með sjálfsmarki. Þetta er hrikalega sárt og svekkjandi." Sjálfsmark Gunnar Más var einkar snyrtilegt og í raun afgreiðslan sem Þórsarar leituðu að allan leikinn á hinum enda vallarins. „Ég vissi af boltanum einhvers staðar fyrir aftan mig. Ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en ég hefði átt að sleppa því. Í 80 prósentum tilfella eða meira skallar maður boltann hinum megin við stöngina, í 19 prósentum ver markvörðurinn en þetta var alveg út við stöng," sagði Gunnar Már. „Það er aldrei gaman að skora sjálfsmark, sérstaklega í svona leik. Nú veit ég hvernig Kristjáni Haukssyni leið eftir leikinn 2008," sagði Gunnar Már en sjálfsmark Kristjáns tryggði KR-ingum bikarinn árið 2008. Hálfklökkur yfir þessuHannes Þór Halldórsson var frábær í marki KR-inga og þeirra besti maður. Hannes Þór var í liði Fram sem tapaði gegn Breiðablik í úrslitum bikarsins árið 2009 eftir vítaspyrnukeppni. „Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað á fótboltavelli og sat í mér lengi. Ég var staðráðinn í að upplifa hina tilfinninguna í dag. Þetta er jafnæðisilegt og hitt var ógeðslegt." Það vakti mikla athygli þegar Hannes Þór gekk til liðs við KR að loknu síðasta tímabili. Frammistaða Hannesar í marki Fram virtist hafa dalað og margir sem töldu feril hans á niðurleið. Hann hefur hins vegar farið á kostum í búningi Vesturbæjarliðsins. „Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn. Ástæðan fyrir því að ég kom í KR var til að upplifa svona stundir og ég er hálfklökkur yfir þessu," sagði Hannes Þór.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira