Þversláin klæddist svörtu og hvítu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 08:00 KR-ingar fagna titlinum á laugardaginn. Mynd/Eva Björk Ægisdóttir KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Þórsarar öll völd á vellinum. Þeir sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleiknum, skutu tvívegis í þverslána og voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. „Við mættum feikilega sterku liði og vorum ekki á tánum. Við vorum mjög heppnir að haldast inni í þessu og að fara inn í hálfleikinn marki yfir var ótrúlegt," sagði Skúli Jón Friðgeirsson miðvörður KR í leikslok. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins varð Gunnar Már Guðmundsson Þórsari fyrir því áfalli að skalla boltann í eigið net. Í stað þess að fara marki eða mörkum yfir í leikhléið voru Þórsarar marki undir. en KR-ingar höfðu ekki hitt á markið í öllum hálfleiknum. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Þórsarar héldu áfram að skjóta í slána úr dauðafærum og þess utan var Hannes Þór öryggið uppmálað í marki KR-inga. Bæði lið gerðu réttmæta kröfu til vítaspyrnu í hálfleiknum en dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni, voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum. Um miðjan síðari hálfleikinn rak hann Skúla Jón Friðgeirsson af felli í skrautlegu atviki þar sem tveir leikmenn KR fengu gult spjald. Skúli Jón sitt síðara í leiknum. Manni færri virtust KR-ingar hins vegar styrkjast ef eitthvað var. Þórsarar skutu í slá í fimmta skiptið áður en KR-ingar tryggðu sér sigur. Tíu mínútum fyrir leikslok lagði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson boltann fyrir sig á markteig Þórs-liðsins og afgreiddi vel í netið. Tveimur mörkum yfir voru úrslitin ráðin og tólfti bikarmeistaratitill KR í höfn. KR-ingar betri tíu en ellefu„Við vorum skárri í seinni hálfleik en það kviknaði í rauninni ekki á okkur fyrr en ég var rekinn út af. Þá fannst mér við sigla þessu mjög vel heim," sagði Skúli Jón sem verður í leikbanni í næsta leik KR á Íslandsmótinu. Svo skemmtilega vill til að sá leikur er norðan heiða gegn Þór. KR-liðið hefur farið á kostum í sumar en leikurinn var líklega þeirra slakasti í sumar. Liðið vann engu að síður 2-0 sigur sem segir ýmislegt um styrkleika liðsins. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum lélegri aðilinn. Að vinna þetta svona, skora á 82. mínútu. Þetta er ótrúlegt," sagði Baldur Sigurðsson, markaskorari KR-inga. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var svekktur en ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er stoltur af því að vera Þórsari í dag þrátt fyrir að hafa tapað þessum leik. Það var eitthvað sem ég hef ekki skýringu á sem varð til þess að við skoruðum ekki mörk í þessum leik," sagði Páll Viðar. Fellur aldrei með litla liðinuGunnar Már, sóknarmaður Þórs, spilaði í úrslitaleik bikarsins í fjórða skiptið á fimm árum. Tvö fyrstu skiptin var hann í liði Fjölnis sem tapaði gegn stórliðum FH og KR. Það má segja að í þeim leikjum líkt og nú hafi hlutirnir ekki fallið með „litla liðinu". „Nei, allavega ekki í þessum þremur leikjum. Við höfum alls ekki verið síðri aðilinn í leikjunum. 2007 töpuðum við eftir framlengingu, 2008 á sjálfsmarki og hérna komum við þeim á lagið með sjálfsmarki. Þetta er hrikalega sárt og svekkjandi." Sjálfsmark Gunnar Más var einkar snyrtilegt og í raun afgreiðslan sem Þórsarar leituðu að allan leikinn á hinum enda vallarins. „Ég vissi af boltanum einhvers staðar fyrir aftan mig. Ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en ég hefði átt að sleppa því. Í 80 prósentum tilfella eða meira skallar maður boltann hinum megin við stöngina, í 19 prósentum ver markvörðurinn en þetta var alveg út við stöng," sagði Gunnar Már. „Það er aldrei gaman að skora sjálfsmark, sérstaklega í svona leik. Nú veit ég hvernig Kristjáni Haukssyni leið eftir leikinn 2008," sagði Gunnar Már en sjálfsmark Kristjáns tryggði KR-ingum bikarinn árið 2008. Hálfklökkur yfir þessuHannes Þór Halldórsson var frábær í marki KR-inga og þeirra besti maður. Hannes Þór var í liði Fram sem tapaði gegn Breiðablik í úrslitum bikarsins árið 2009 eftir vítaspyrnukeppni. „Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað á fótboltavelli og sat í mér lengi. Ég var staðráðinn í að upplifa hina tilfinninguna í dag. Þetta er jafnæðisilegt og hitt var ógeðslegt." Það vakti mikla athygli þegar Hannes Þór gekk til liðs við KR að loknu síðasta tímabili. Frammistaða Hannesar í marki Fram virtist hafa dalað og margir sem töldu feril hans á niðurleið. Hann hefur hins vegar farið á kostum í búningi Vesturbæjarliðsins. „Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn. Ástæðan fyrir því að ég kom í KR var til að upplifa svona stundir og ég er hálfklökkur yfir þessu," sagði Hannes Þór. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins. Eftir jafnar upphafsmínútur tóku Þórsarar öll völd á vellinum. Þeir sköpuðu sér fjölmörg færi í fyrri hálfleiknum, skutu tvívegis í þverslána og voru ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. „Við mættum feikilega sterku liði og vorum ekki á tánum. Við vorum mjög heppnir að haldast inni í þessu og að fara inn í hálfleikinn marki yfir var ótrúlegt," sagði Skúli Jón Friðgeirsson miðvörður KR í leikslok. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins varð Gunnar Már Guðmundsson Þórsari fyrir því áfalli að skalla boltann í eigið net. Í stað þess að fara marki eða mörkum yfir í leikhléið voru Þórsarar marki undir. en KR-ingar höfðu ekki hitt á markið í öllum hálfleiknum. Síðari hálfleikur var ekki ósvipaður þeim fyrri. Þórsarar héldu áfram að skjóta í slána úr dauðafærum og þess utan var Hannes Þór öryggið uppmálað í marki KR-inga. Bæði lið gerðu réttmæta kröfu til vítaspyrnu í hálfleiknum en dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni, voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum. Um miðjan síðari hálfleikinn rak hann Skúla Jón Friðgeirsson af felli í skrautlegu atviki þar sem tveir leikmenn KR fengu gult spjald. Skúli Jón sitt síðara í leiknum. Manni færri virtust KR-ingar hins vegar styrkjast ef eitthvað var. Þórsarar skutu í slá í fimmta skiptið áður en KR-ingar tryggðu sér sigur. Tíu mínútum fyrir leikslok lagði Mývetningurinn Baldur Sigurðsson boltann fyrir sig á markteig Þórs-liðsins og afgreiddi vel í netið. Tveimur mörkum yfir voru úrslitin ráðin og tólfti bikarmeistaratitill KR í höfn. KR-ingar betri tíu en ellefu„Við vorum skárri í seinni hálfleik en það kviknaði í rauninni ekki á okkur fyrr en ég var rekinn út af. Þá fannst mér við sigla þessu mjög vel heim," sagði Skúli Jón sem verður í leikbanni í næsta leik KR á Íslandsmótinu. Svo skemmtilega vill til að sá leikur er norðan heiða gegn Þór. KR-liðið hefur farið á kostum í sumar en leikurinn var líklega þeirra slakasti í sumar. Liðið vann engu að síður 2-0 sigur sem segir ýmislegt um styrkleika liðsins. „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Sérstaklega í ljósi þess að við vorum lélegri aðilinn. Að vinna þetta svona, skora á 82. mínútu. Þetta er ótrúlegt," sagði Baldur Sigurðsson, markaskorari KR-inga. Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var svekktur en ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er stoltur af því að vera Þórsari í dag þrátt fyrir að hafa tapað þessum leik. Það var eitthvað sem ég hef ekki skýringu á sem varð til þess að við skoruðum ekki mörk í þessum leik," sagði Páll Viðar. Fellur aldrei með litla liðinuGunnar Már, sóknarmaður Þórs, spilaði í úrslitaleik bikarsins í fjórða skiptið á fimm árum. Tvö fyrstu skiptin var hann í liði Fjölnis sem tapaði gegn stórliðum FH og KR. Það má segja að í þeim leikjum líkt og nú hafi hlutirnir ekki fallið með „litla liðinu". „Nei, allavega ekki í þessum þremur leikjum. Við höfum alls ekki verið síðri aðilinn í leikjunum. 2007 töpuðum við eftir framlengingu, 2008 á sjálfsmarki og hérna komum við þeim á lagið með sjálfsmarki. Þetta er hrikalega sárt og svekkjandi." Sjálfsmark Gunnar Más var einkar snyrtilegt og í raun afgreiðslan sem Þórsarar leituðu að allan leikinn á hinum enda vallarins. „Ég vissi af boltanum einhvers staðar fyrir aftan mig. Ég ætlaði að setja hann aftur fyrir en ég hefði átt að sleppa því. Í 80 prósentum tilfella eða meira skallar maður boltann hinum megin við stöngina, í 19 prósentum ver markvörðurinn en þetta var alveg út við stöng," sagði Gunnar Már. „Það er aldrei gaman að skora sjálfsmark, sérstaklega í svona leik. Nú veit ég hvernig Kristjáni Haukssyni leið eftir leikinn 2008," sagði Gunnar Már en sjálfsmark Kristjáns tryggði KR-ingum bikarinn árið 2008. Hálfklökkur yfir þessuHannes Þór Halldórsson var frábær í marki KR-inga og þeirra besti maður. Hannes Þór var í liði Fram sem tapaði gegn Breiðablik í úrslitum bikarsins árið 2009 eftir vítaspyrnukeppni. „Það er versta tilfinning sem ég hef upplifað á fótboltavelli og sat í mér lengi. Ég var staðráðinn í að upplifa hina tilfinninguna í dag. Þetta er jafnæðisilegt og hitt var ógeðslegt." Það vakti mikla athygli þegar Hannes Þór gekk til liðs við KR að loknu síðasta tímabili. Frammistaða Hannesar í marki Fram virtist hafa dalað og margir sem töldu feril hans á niðurleið. Hann hefur hins vegar farið á kostum í búningi Vesturbæjarliðsins. „Þetta er fyrsti titillinn sem ég vinn. Ástæðan fyrir því að ég kom í KR var til að upplifa svona stundir og ég er hálfklökkur yfir þessu," sagði Hannes Þór.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira