Fótbolti

Ásmundur gerir þriggja ára samning við Fylki

Fylkismenn hafa staðfest það að Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fylkis. Ásmundur skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið og tekur þar við starfi Ólafs Þórðarsonar.

Íslenski boltinn

Ronaldo: Fólk elskar að horfa á mig spila

Það gustar um Portúgalann Cristiano Ronaldo sem fyrr. Hann er umdeildur knattspyrnumaður sem reglulega má þola að baulað sé á hann. Sjálfur er hann þó sannfærður um að fólk elski að horfa á hann spila fótbolta.

Fótbolti

Fjarvera Norðmanna á EM kostar sambandið um 2 milljarða kr.

Norska karlalandsliðið í fótbolta stólaði á að Íslendingar myndu ná góðum úrslitum gegn Portúgal undankeppni Evrópumótsins s.l. föstudag því Norðmenn áttu á þeim tíma möguleika á að komast áfram í úrslitakeppnina. Eftir 5-3 tap Íslands runnu möguleikar Norðmanna endanlega út í sandinn og tekjumissir þeirra er talin vera um 2 milljarðar kr.

Fótbolti

Rooney settur á bekkinn hjá enska landsliðinu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney muni ekki spila vináttulandsleiki með landsliðinu fyrir lokakeppni EM næsta sumar. Rooney fékk rautt spjald gegn Svartfjallalandi og verður í banni í fyrsta leik liðsins á EM.

Enski boltinn

Corinthians vill enn fá Tevez

Corinthians er enn á höttunum eftir Carlos Tevez. Það var staðfest í gær en í síðustu viku bárust fregnir af því að félagið hefði ekki neinn áhuga lengur á leikmanninum. Yfirmaður knattspyrnumála hjá Corinthians, Edu sem lék með Arsenal, greindi frá þessu í gær.

Enski boltinn

Capello ber enn traust til Rooney

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segist enn bera traust til Wayne Rooney sem fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Svartfjallalandi á föstudagskvöldið.

Enski boltinn

Sandnes Ulf nálgast úrvalsdeildina

Sandnes Ulf vann í dag 3-0 sigur á Hödd og er fyrir vikið með fimm stiga forystu á toppi norsku B-deildarinnar. Steinþór Freyr Þorsteinsson og Ingimundur Níels Óskarsson eru báðir á mála hjá Sandnes Ulf.

Fótbolti

Stórt tap hjá Dóru Maríu, Guðbjörgu og Katrínu

Djurgården, lið Dóru Maríu Lárusdóttur, Guðbjargar Gunnarsdóttur og Katrínar Jónsdóttur, steinlá 5-0 á heimavelli gegn Umeå í efstu deild sænska boltans í dag. Stöllurnar voru allar í byrjunarliði gestgjafanna og spiluðu allan leikinn.

Fótbolti