Fótbolti

Scholes skoraði fyrir Manchester United í sigri á Bolton

Manchester United komst aftur á sigurbraut og náði Manchester City að stigum með því að vinna 3-0 sigur á Bolton á Old Trafford í kvöld. Wayne Rooney klikkaði á víti en lagði tvö fyrstu mörkin fyrir þá Paul Scholes og Danny Welbeck. Michael Carrick innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Enski boltinn

Defoe vill fara en Redknapp ætlar ekki að selja hann

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er ekki tilbúinn að selja Jermain Defoe þótt að framherjinn vilji sjálfur fara frá félaginu í janúarglugganum. Defoe er ekki lengur fastamaður í Tottenham-liðinu og óttast að það muni kosta hann sæti í EM-hóp enska landsliðsins.

Enski boltinn

Stjóri Blackburn þorir ekki að fara í miðbæinn

Steve Kean, stjóri Blackburn Rovers, treystir sér ekki til að fara niður í miðbæ Blackburn, vegna óvinsælda sinna meðal stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmennirnir voru ósáttir með að indversku eigendurnir ráku Sam Allardyce og réðu Kean í staðinn. Slakt gengi liðsins hefur heldur ekki hjálpað til.

Enski boltinn

Ronaldinho hefur ekki fengið borgað í fimm mánuði

Brasilíski fótboltamaðurinn Ronaldinho er að leita sér að nýju félagi því hann hefur ekki fengið launin sín borguð í fimm mánuði. Ronaldinho spilar með Flamengo í heimalandi sínu en hann ákvað að fara aftur heim til Brasilíu til þess að eiga meiri möguleika á því að komast í HM-hóp Brassa. Brasilíumenn halda einmitt HM 2014.

Fótbolti

Neville: Scholes getur spilað í tvö ár til viðbótar

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að félagið hafi sparað sér mikinn pening með því að plata Paul Scholes til að taka skóna af hillunni. Neville segir að Scholes hafi saknað fótboltans og að hann eigi nóg eftir þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

Enski boltinn

Birkir samdi við Standard Liege

Birkir Bjarnason hefur gengið frá þriggja og hálfs árs samningi við belgíska úrvalsdeildarfélagið Standard Liege og hefur æfingar strax á morgun. Þetta staðfesti hann við Vísi í dag.

Fótbolti

Redknapp: Það skellti enginn seðlabunka á mitt borð

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er stoltur af sínu liði sem hefur komið skemmtilega á óvart í vetur með frábærum fótbolta og mjög góðu gengi. Tottenham tapaði reyndar tveimur fyrstu leikjum sínum en er núna aðeins þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.

Enski boltinn

Birkir orðaður við Brann

Norska sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í dag að landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé mögulega á leið til Brann. Umboðsmaður hans vildi ekkert útiloka.

Fótbolti