Enski boltinn

Carrick um Scholes: Var farinn aðeins að blása eftir klukkutíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes fagnar hér marki sínu.
Paul Scholes fagnar hér marki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Carrick og Paul Scholes léku saman á miðju Manchester United í 3-0 sigrinum á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í dag og voru báðir á skotskónum. Scholes skoraði fyrsta markið og Carrick það síðasta.

„Það passaði vel að Scholes skoraði í fyrsta leiknum sínum í byrjunarliðinu," sagði Michael Carrick en þetta var í fyrsta sinn sem Scholes fékk að byrja síðan að hann tók skóna af hillunni á dögunum.

„Það er frábært að fá hann til baka því hann svo góður leikmaður. Hann féll strax inn í liðið og þó að hann hafi verið farinn aðeins að blása eftir klukktíma þá er frábært að hafa hann með sér í liði," sagði Carrick.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×