Fótbolti

Birkir sagður á leið til Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Valli
Birkir Bjarnason mun vera á leið til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Standard Liege, eftir því sem kemur fram á Fótbolta.net í dag.

Birkir hefur verið án félags síðan að samningur hans við Viking í Noregi rann út í sumar. Þar var hann einn af lykilmönnum liðsins en hann er uppalinn hjá félaginu.

Samkvæmt fréttinni mun Birkir skrifa undir samning við Standard Liege sem er í fimmta sæti deildarinnar í Belgíu. Ásgeir Sigurvinsson lék með liðinu á sínum tíma.

Íslenskum knattspyrnumönnum í Belgíu fer því sífellt fjölgandi. Þar eru fyrir Ólafur Ingi Skúlason, Arnar Þór Viðarsson, Bjarni Þór Viðarsson, Alfreð Finnbogason og Jón Guðni Fjóluson auk þess sem að Stefán Gíslason gekk á dögunum til liðs við Leuven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×